laugardagur, janúar 31, 2004

Hæ allir eða enginn!

Ég held að það sé meinholt öllum að skrifa eitthvað af og til. Auðvitað sem oftast. Mikið hlýtur að vera yndislegt að vera rithöfundur. En kannski helvíti líka?! Það er ekki endalaust hægt að skapa. Það hlýtur að þurfa slatta af sjálfsaga til að skrifa til dæmis heila skáldsögu. Ég dáist að þessu fólki. Hvernig væri heimurinn eiginlega án bóka? Frekar sorglegur held ég.

Þetta var semsagt einhverskonar afsökun fyrir því að fara að blogga. Þó að ég sé alls ekki rithöfundur. Annars leiðist mér þetta orð, að blogga, finnst það hafa einhvern neikvæðan blæ á sér. Ég veit ekki alveg hvernig þetta blogg mitt á að vera og ætla heldur ekkert að ákveða það. Það er að minnsta kosti fætt og svo gerist bara það sem gerist! Það getur verið ágætt kannski, að ausa úr reiðiskálunum hér, til dæmis þegar maður er pirraður á Dönum. Eða kannski bara hversdagslegt röfl. Sjáum til, vona samt að þetta verði ekki bara á röfl- eða reiðinótum. Þar sem þetta er "sjálfhverf skemmtun" er augljóst að eitthvað léttmeti verður nú að eiga mátulegan sess...