laugardagur, maí 29, 2004

Það að vera ligeglad

Mig langar til að leiðrétta algengan misskilning sem ríkir hjá Íslendingum, það er að segja þeim sem ekki hafa búið hér í DK. Þeir halda nefninlega að Danir séu svo ofboðslega næs og svo glaðir eitthvað og segja því títt: " Danir, æji já þeir eru svo ligeglad" - með bros á vör. Ég hélt einu sinni að það að vera ligeglad væri mjög jákvætt í fari fólks. Þá væri það alltaf glatt og brosti framan í lífið, sama hvað á gengi. Einmitt þarna liggur hnífurinn í kúnni, það er alls ekki merkingin sem felst í þessu orði að vera ligeglad. Svo ég taki merkinguna bara beint uppúr tölvuorðabókinni minni þá er hún svona:
ligeglad
lo., hk. eins
kærulaus
• jeg er fuldstændig l.: mér er nákvæmlega sama

Sem dæmi úr raunveruleikanum má til dæmis nefna þetta. Par með eitt barn sem átti að fá íbúð hér á kollegíinu á ákveðnum degi, var skyndilega sagt með nánast engum fyrirvara að ekkert yrði af því fyrr en tveimur vikum seinna. Eins og við mátti búast var búið að gera viðeigandi ráðstafanir, m.a. segja upp þáverandi íbúð í samræmi við fyrri dagsetningu. Þá var Dananum alveg nákvæmlega sama = ligeglad, þegar honum var sagt frá aðstæðum og barnafjölskyldan hefði engan samastað í 2 vikur!!! -"sådan er det bare" svaraði Daninn eins og honum einum er lagið. Það sér það hver maður í hendi sér að þetta viðhorf hefur ekkert með gleði að gera. Þetta er nú bara eitt lítið dæmi um hversu ligeglad Danir eru. Vonandi hef ég leiðrétt þennan misskilning í eitt skipti fyrir öll. (Ekki nema ég hafi verið sú eina sem misskildi þetta, hahahahha.)

föstudagur, maí 28, 2004

sjáið hverjum ég líkist...

O jamm og jæja

Hér eru komnar stúlkur tvær. Ausan er enn ein frænkan og ekki af síðri gerðinni. Lára er laukur því ég er rófa.

Hvar eru 19 stigin og sólin sem var búið að lofa í dag...HA?

miðvikudagur, maí 26, 2004

Slysabrunch

Ég má til með að deila þessu með ykkur. Þetta byrjaði allt saman á því að ég varð að bjarga brokkolíi úr ísskápnum frá eyðileggingu og ákvað að hann skyldi étinn í skyndi. Nú, sem ég var að taka hann úr ískápnum, sá ég að ég átti þessar fínu kartöflur líka. Þessar litlu sem eru svo góðar með hýðinu. Ákvað að sporðrenna þeim líka. Brokkolíið gufusauð ég svo en kartöflurnar sauð ég upp á gamla mátann. Nú með þessum herlegheitum vildi svo til að ég átti þessa fínu jógúrtsósu frá kvöldinu áður:

180 g jógúrt
2 hvítlauksrif
1 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar eða piparblanda
safi úr ca. einni sítrónu

Það var ekki að spyrja að því, þetta var bara geðveikt gott. Ég svindlaði reyndar aðeins í hollustunni og bætti í jógúrtsósuna smá sýrðum rjóma. Fyrir þá sem hafa hugsað sér að prófa þá finnst mér líka frekar mikilvægt að salta og pipra brokkolíið og kartöflurnar aðeins.

Eitt hint að lokum. Það þarf ekkert að eiga einhverjar gufusoðningagræjur, maður notar bara sigti og pott með loki. Setur lítið vatn í pottinn, a.m.k. má það ekki ná upp í sigtið. Lætur suðuna koma upp og skellir svo brokkolíinu í sigtið og wúalla, tilbúið eftir fáeinar mínútur...namm.



þriðjudagur, maí 25, 2004

Það var mikið!

Jæja. Með þreytu í fótum og við sætan angan ilmkertis sit ég við tölvuna í þögn og skrifa. Nokkuð ánægð með afrakstur dagsins. Ég er nefninlega búin að vera í tvö ár á leiðinni í IKEA og ég dreif mig semsagt loksins í dag. Ég elska alveg að fara í IKEA, sérstaklega þegar ég á smá aur. Þó voru engin stórkaup gerð, engar mublur keyptar, meira svona smáhlutir sem vantaði. Kannski það merkilegasta hafi verið gardínur. Þær fá að leysa lökin af sem eru búin að hanga fyrir gluggunum hjá mér í tæpa þrjá mánuði. Jú, svo fékk ég líka ilmkerti en þau hef ég hvergi fundið hingað til. Þarf að kaupa lager af þeim í næstu ferð. Ég er sko búin að ákveða að fara strax aftur eftir mánaðarmótin að kaupa hillur.

Annars langar mig frekar í gömul húsgögn en ný frá IKEA. Mér líður betur innan um hluti með sál. Maður þarf að fara að þræða loppemarkaðina og prútta.

mánudagur, maí 24, 2004

Til lykke Mike!

Guði sé lof fyrir Michael Moore, ég segi nú ekki annað! Hvernig fengju Bandaríkjamenn annars að fá að heyra og sjá sannleikann, eða eins og hann kallar það, The Awful Truth ? Maður er bara orðinn skíthræddur um að Moore verði myrtur, hann er örugglega orðinn réttdræpur hjá repúblikönum og búinn að vera lengi. Hann er ábyggilega týpan sem þvertekur fyrir að hafa lífverði. Til hamingju með Gullpálmann Mike! Ég get ekki beðið eftir að sjá myndina. Ótrúlegt að hún skuli ekki enn vera komin með dreifingaraðila í Bandaríkjunum....eða kannski ekki? Eða hver á kvikmyndabransann í U.S.A?

sunnudagur, maí 23, 2004

Þetta verða allir sem finnst indverskur matur góður að prófa:

7-800 g lambakjöt, bein- og fituhreinsað
3 laukar, saxaðir
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir
4-5 cm bútur engifer, saxaður
1 msk karríduft, gjarna Madras (rajah)
2 tsk garam masala
1 tsk kardimommur, malaðar
1 tsk kanell
1/2 tsk chillipipar, eða eftir smekk
50 g smjör
300 ml hrein jógúrt
1/2 l vatn
2 kjúklingakraftteningar
2 msk tómatþykkni (paste)
sítrónusafi
e.t.v. salt og pipar

Skerið kjötið í gúllasbita. Setjið lauk, hvítlauk, engifer og krydd í matvinnsluvél eða blandara og látið ganga þar til allt er orðið að mauki. Bræðið smjörið á stórri pönnu og brúnið kjötið vel á öllum hliðum. Takið það upp með gataspaða og setjið á disk. Setjið kryddaða laukmaukið á pönnuna og látið það krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Hrærið oft á meðan. Hrærið svo jógúrt, vatni, teningum og tómatþykkni saman við, setjið kjötið aftur út í, leggið lok yfir og látið malla í um hálftíma. Takið þá lokið af pottinum og sjóðið í hálftíma í viðbót, eða þar til kjötið er meyrt og sósan hefur þykknað. Smakkið til með nýkreystum sítrónusafa og e.t.v. pipar og salt.

Þetta er algjört nammi og auðvitað hefur maður góð hrísgrjón með og svo geri ég alltaf gúrkusalat með sem er svo frískandi á móti karríinu:

Afhýða gúrku og skera fínt niður. Setja í skál og salta. Merja ca hálfan hvítlauksgeira, bæta honum í og hreinni jógúrt. Svo smá svartan pipar og sítrónusafa. Gott að láta þetta vera í ískápnum svona hálftíma, klukkutíma áður en hún er borðuð en samt ekki nauðsynlegt.

Verði ykkur að góðu og segið mér svo hvernig ykkur fannst!

föstudagur, maí 21, 2004

Ævintýri gærdagsins.

Ja hérna hér! Bara kommentamet í gangi sem sennilega verður seint slegið. Það er svo gaman þegar manni er komið á óvart. Ekki nóg með að ég hafi eignast frænku í gær, heldur hafði ég ekki hugmynd um að uppvöskunarvani minn myndi taka slíkum stakkaskiptum á einum degi eins og raunin varð. Ég auðvitað blótaði því í sand og ösku þegar allt í einu fór að flæða ógeðslegu drulluvatni í eldhúsvaskinn minn. Þetta var á að giska gömul og feit sósa, blönduð uppvöskunarsápu og lyktin alveg eftir því. Hún náði meira að segja að breiða sér um alla íbúðina við ófögnuð þeirra sem þar búa. En á sömu mínútu og vatnið tók að streyma í vaskinn með óhreina leirtauinu gerðist nefninlega alveg stórmerkilegur hlutur. Ég ákvað að aldrei skyldi nokkuð liggja í vaskinum. Sem sagt allt þvegið upp jafn óðum. Þetta hefur þá kosti í för með sér að ég er alveg eldsnögg að vaska upp og get þessvegna sleppt því að blóta og gráta uppþvottavélina mína sem varð eftir á Íslandi. Svona geta leiðindi verið dulbúin gleði. Hvernig var þetta nú aftur...fátt er jafn slæmt að ei boði nokkuð gott...eða eitthvað svoleiðis? Snýst þetta ekki bara um viðhorf?

Sjáum svo bara til hversu lengi nýji uppvöskunarvaninn endist...

fimmtudagur, maí 20, 2004

Halló allir!

Ókei, ég er snillingur. Ég gerði þetta allt sjálf. Blár er uppáhaldsliturinn minn, svo að auvitað var hann valinn í nýja lúkkið. Ég á þó eftir að betrumbæta þetta aðeins, mér finnst asnalegt að letrið sé svona stórt á kommentunum og hlekkjunum...en þetta verður látið duga í bili. Ég ákvað að láta vera að klína einhverri mynd af mér og profile, það er miklu svalara að vera huldukona fyrir þá sem ekki þekkja mig. Ef einhver veit hvernig á að laga letrið eru leiðbeiningar vel þegnar.

Takk, danke, merci, gracías, tak...man ekki meira. Bæ.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Þetta er allt að koma!

Ég vona að minn dyggi, gríðarstóri og yndislegi lesendahópur sýni mér smá þolinmæði. Ég er að vinna í þessu öllu. Hlekkirnir komnir og kommentakerfið eftir, skelli því á næst þegar ég nenni. Annars er allt gott að frétta.

Speki dagsins:

"Hvort sem við erum trúuð eða trúlaus og hverrar trúar sem við erum er tilgangur lífsins að leita hamingjunnar. Sjálft lífsaflið knýr okkur áfram í átt til hamingjunnar."
-Dalai Lama

mánudagur, maí 17, 2004

jamm...he he Þórdís kemst að bráðum, er í miðjum klíðum að breyta útlitinu og það kallar á allskonar templeit vesen. Hef ekki meiri tíma í dag, kallinn þarf að fara að berjast eftir 3 mínútur...

Meira örblogg...

Bæti hér við frábærum penna og masterblogger, Þórdísi, sem ég þekki annars ekkert persónulega.

sunnudagur, maí 16, 2004

Ha ha ha...gott að við duttum úr Júró (var það ekki annars örugglega), þetta var hvort eð er alveg ömurlegt lag eins og venjulega. Lagið sem vann ömurlegt líka eins og venjulega. Því skyldi maður búast við einhverju öðru? Tyrkland var best.

laugardagur, maí 15, 2004

föstudagur, maí 14, 2004

Þetta gengur ekki lengur!
Nú skal letinni fórnað fyrir prófalestur, get alveg eins látið mér leiðast við það. Býst við að bloggið verði slappt þar til prófin eru yfirstaðin.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Hjálp!
Hvað gerir maður við letisýki?

Brúðkaup skrúðkaup!
Það er gjörsamlega hvorki kveikjandi á sjónvarpinu né opnandi dagblað hér án þess að verið sé að fjalla um blessað konunglega brúðkaupið. Á hverjum degi eru einhverjir viðburðir sem mögulegt og ómögulegt er að fjalla um. Í kvöld var til dæmis eitt fréttaskotið notað í að fjalla um einhver krakkagrey sem voru sett í að tína upp rusl á Strikinu og nágrenni til að allt verði nú nógu hreint fyrir heimsviðburðinn mikla. Auðvitað fengu þau svo ferð í skemmtigarð í verðlaun (frá skólunum). Myndavélar sjónvarpsstöðvanna keppast við að ná þessum geypilega merkilegu atburðum á filmu, foreldrar Mary í bæjarferð, Mary og Frederik fara siglingakeppni, beinar útsendingar frá galakvöldverðum og fleira og fleira. Meira að segja var heill sjónvarpsþáttur sem hét Brev til Mary , þar sem Ástralskar konur giftar Dönum voru að gefa henni góð ráð og bla bla bla. Eins og venjulegar konur eigi eitthvað sameiginlegt með verðandi krónprinsessu...hahh!!!
Þessar konur höfðu auðvitað ekkert nema jákvætt að segja um Danmörku og danskir karlmenn voru sko þeir myndarlegustu í heimi...je sjor! Ein þeirra hélt því meira að segja fram að Danir væru svo opnir fyrir útlendingum...hún hlýtur að hafa fengið borgað fyrir að segja þetta.
Við skötuhjúin brugðum okkur í bæjarferð og rákumst á fyrnarstóra blómaskreytingu á Amagertorgi. Hún átti víst að vera risastór hjörtu, að sjálfsögðu til heiðurs brúðarparinu, en mér fannst hún frekar líkjast rössum, hahahah! Kaupmannahafnarkommúna leggur víst til 100 milljónir danskar í meðal annars rassaskreytingar úr blómum! Auk þess eru skattgreiðendur til dæmis að borga fyrir malbik sem verður lagt á Kóngsins Nýja Torg svo að konunglega hersingin geti keyrt þar í gegn á brúðkaupsdaginn. Það er nefninlega verið að endurnýja allt torgið og framkvæmdir standa meira að segja sem hæst þessa dagana. Svo verður malbikið rifið upp aftur á mánudaginn til að hægt sé að halda áfram með framkvæmdirnar. Hvað ætli það kosti nú? Allt í allt erum við að tala um 142.500.000 danskar krónur af opinberu fé sem er látið í þessa, afsakið orðbragðið, helvítis vitleysu. Þetta er auðvitað afsakað með því að þetta sé svo góð markaðssetning fyrir Danmörku en það fyndna við þetta er að það koma bara 20 ástralskir túristar í tilefni brúðkaupsins, gamlar kerlingar. Æji brúðkaup skrúðkaup...mikið verð ég fegin þegar þetta er yfirstaðið. Ég er fyrir löngu búin að fá mig fullsadda af þessu rugli.

sunnudagur, maí 09, 2004

Æ æ ó ó, aumingja ég! Það er þvílík sól og blíða úti og ég er lasin og ég má ekki fara út að leika...öhöhö! Það getur samt vel verið að ég fari bara samt út, ég er þrátt fyrir allt ekki með hita held ég...bara ógeðslega kefdrullu og nettan hausverk. Er ekki vítamín í sólinni?
Jafn ömurlegt og það er að vera veikur varð ég samt mjög glöð þegar ég sá smettið á Donald Rumsfeld í yfirheyrslunni, he he he, sjálfsánægjuglottið farið og aulasvipur kominn í staðinn. Hann hefur aldeilis þurft að æfa sig stíft fyrir framan spegilinn til að ná glottinu af. Hvað er eiginlega að almenningi í Bandaríkjunum, 69% segja að hann eigi ekki að segja af sér? Æji, ætli það sé nokkuð að marka þesar skoðanakannanir annars?
Úff, hvað ég er fegin að vera ekki Kani, það hlýtur að vera bögg. Ég stóð mig að því um daginn að vera að blóta einum slíkum í laumi, fyrir það eitt að tala amerísku. Þannig var að ég var stödd í þvottahúsi kollegísins, mænding mæ ón bissniss og heyrði svona ekta háværa amerísku ca. 3 metra frá mér. Um mig fór hrollur og einhverjar ojj bara hugsanir. Þær voru nú reyndar ekki lengi í hausnum, því ég áttaði mig á því að þetta var bara saklaust stúlkugrey að tala sitt eigið móðurmál. En svona er þetta, því miður. Maður má ekki vera of fordómafullur, ég er viss um að mörg Kanagreyjin eigi við einhverskonar tilvistarkreppu að stríða þessa dagana. Maður á ekki að setja alla undir sama hatt, nema Dani, þeir eru allir leiðinlegir. Nei, nei, það er auðvitað til einn og einn sem er í lagi.

föstudagur, maí 07, 2004

ahhh....Þetta var ljúf nótt. Svaf eins og grjót, ólíkt síðustu tveimur þegar stressið var að gera út af við mig. Mig dreymdi ekkert nema blaðsíðu eftir blaðsíðu af verkefninu. Því var svo skilað nákvæmlega á þeirri sekúndu sem skilafresturinn rann út. Þvílíkur léttir! Þá er bara munnlega prófið úr því þann 19. maí. Eða það er ekkert bara...en andsk...ég nenni ekki að vera að stressa mig á því. Það fer bara eins og það fer. Ég er að reyna að hætta þessari fullkomnunaráráttu og einbeita mér bara að því að ná, meira er ekki hægt að þessu sinni.

Það er Store bededag í dag og ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir. Kannski maður eigi að biðja bænirnar sínar ekstra oft eða eitthvað. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því enda bið ég aldrei bænir. Skiftir engu máli, fínt að fá frídag. Hann fer sko í tiltekt með gluggaþvotti og öllu tilheyrandi. Líka eins gott að nota tækifærið á meðan sólin skín ekki.

miðvikudagur, maí 05, 2004

STRESSSSS#&%¤+*"&!!?*åz%w(=y

þriðjudagur, maí 04, 2004

Jebb! Það fer ekki á milli mála! Ég er sko svín!
Alveg eins og Ausa litla frænka, en stóra frænka og frændi, bróðir hennar eru græn svo græn...

piggy jpeg
You are Miss Piggy.
You are talented and the center of attention. At
least you'd like to think you are. You're
really just a pig.

FAVORITE EXPRESSIONS:
"Moi", "Moi" and
"Moi!"
LAST BOOK READ:
"Women Who Run With Frogs And The Frogs Who
Better Wise Up Quick"

FAVORITE MOVIE:
"To Have and Have More"

DRESS SIZE:
If it's expensive, it fits.

BEST FEATURES:
Eyes, eyebrows, eyelashes, nose, cheeks, hair,
ears, neck, shoulders, arms, elbows, hands,
fingers, legs, knees, ankles, feet, toes and so
on and so forth.

SPECIAL ABILITIES:
Singing, Dancing, Directing, Producing, Writing,
Starring, and Being Famous.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, maí 03, 2004

Heilinn er frátekinn í verkefnið í dag.

sunnudagur, maí 02, 2004

Jamm jamm jamm. Loksins kom hún esselska, sólin. Tók mér bara, að mér fannst, verðskuldað frí og hékk úti í garði í 20 stiga hita í allan dag. Frétti að það væru 4 gráður á Íslandi og snjór á Húsavík. Múúhahaah

laugardagur, maí 01, 2004

Samtal við Herr Direktör

Æji ég veit ekkert hvort mig langi lengur til að reyna að fá að vinna lokaverkefnið fyrir Guldfoss A/S. Ég meilaði til þeirra og bað um upplýsingar sem ég hugðist svo nota til verkefnisins. Var ekki fyrr búin að ýta á send, þegar direktørinn hringdi bara í mig! Ég var algjör taugahrúga, held reyndar að ég hafi náð að spila mig frekar kúl. Hann byrjaði á því að segja mér að þetta væru nú upplýsingar sem mættu ekki bara fara út um allan bæ, þeir væru ekki að vinna 20 tíma á sólarhring til þess að þetta læki síðan bara til samkeppnisaðilanna. Ég sagði bara, ja ja det kan jeg godt forstå, eins og asni, í stað þess að láta hann vita að ég væri hvorki allur bærinn né samkeppnisaðili. Þetta er svo rosalega leynilegt sko, alveg hernaðarleyndarmál. Það sem ég bað um voru sölutölur, verðlisti, ársskýrsla og markaðsrannsóknir. Hann sagði að almennt lægju þessar upplýsingar á lausu í Danmörku, sem er alveg satt, en að Íslendingarnir vildu halda þessu leyndu. Æji, eitthvað finnst mér erfitt að trúa því. Ég held að hann hafi bara hreinlega ekki nennt að skaffa mér þetta, alveg eins og búast má við af Bauna.

Samtalið hélt áfram, hann fór að spyrja mig hvað ég vonaðist til að fá út úr þessu verkefni og þá átti ég auðvitað að svara að ég vonaðist til að fá að skrifa fyrir þá lokaverkefni og/eða fá vinnu hjá þeim. En ég sagði bara að ég væri fyrst og fremst að hugsa um að ná prófinu, hehehehe...gott hjá mér. Svo var hann eitthvað að tala um að þeir væru nýbúnir að vera með auglýsingaherferð í búðunum og var að væla um hvað það hefði verið dýrt og að fólkið sem stóð í básunum að gefa smakkprufur hefði ekki getað svarað spurningum um Ísland og íslenskt lambakjöt. Já skemmtilegt, sagði ég, í verkefninu mínu læt ég Íslendinga standa fyrir kynningunni einmitt til að geta svarað spurningum. Það væru nefninlega mjög margir Íslendingar í Danmörku. Þá fór hann að biðja mig um einhverjar tölur og ég sagði að sem dæmi væru um 100 bara á kollegíinu sem ég byggi á. Það eru nú fandme margir, sagði hann alveg hissa, en ekki eins hissa og ég að hann vissi ekki um fjölda Íslendinga í Danmörku.

Skipti þá engum togum að hann spurði hvort það væri til e-mail adressulisti yfir þessa Íslendinga á kollegíinu og ég hvað svo ekki vera en það væru minnistöflur á víð og dreif þar sem koma mætti skilaboðum á framfæri. Endaði hann svo símtalið á því að plata mig til að setja upp fyrir sig á blað þetta sem stendur á heimasíðu þeirra um konkurrance. Semsagt vill koma sér í kontakt við Íslendingana svo hann geti stolið minni hugmynd!!!

OOhhhh...ég veit, þetta er þvílík langloka en ég verð bara að pústa smá. Mér finnst þetta alger tækifærismennska og ómerkilegheit. Kannski er ég bara ekki nógu hörð og tækifærissinnuð til að finnast þetta bara í lagi? Að minnsta kosti er hægt að segja að direktørinn hafi fengið meira út úr þessu en ég. Gat ekki einu sinni látið mig hafa príslista....kommon!

Ég ætti kannski að gerast bara tækifærissinni líka og hugsa sem svo.....tja, þetta snýst ekki um æfistarf heldur 3 mánaða verkefni og halda kontaktinum við gæjann og smjaðra bara?