fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Fjúff...erfið vika maður. Er búin að vinna 11 til 12 tíma alla daga því ég hef verið að fara í Sjónvarpið eftir hina vinnuna til að fá smá kennslu í nýja starfinu. Eeeen á morgun er föstudagur og men ó men hvað ég er ánægð með það. Ég sit hérna við tölvuna og get varla pikkað rétt inn út af þreytu og er líka að borða popp. Ég er búin að vera mjög dugleg á danska mataræðinu og veit að granna ég er smám saman að koma í ljós ;) Ókei poppið er ekki part af programmet en skítt með það. Reglur eru til þess að gera undantekningar. Ég held að þetta verði frábær helgi og ég ætla að byrja hana á því á morgun að halda upp á að ég sé að hætta í vinnunni minni og byrja í annari..veiii. Á laugardaginn er planið að kaupa eitthvað af fötum. Maður getur nú ekki verið í gömlum lörfum í nýrri vinnu, það bara passar ekki. Svo á sunnudaginn á ég von á fullt af frændfólki til mín í súpu.

mánudagur, ágúst 27, 2007

Jæja, þá er fyrsta nokkurskonar vinnudegi lokið. Fór sem sagt þegar ég var búin á bráðum gamla staðnum niðrí tíví að sjá og kynnast aðeins starfinu. Þetta leggst allt saman vel í mig. Verður mikið að læra til að byrja með en það er bara áskorun sem verður gaman að takast á við.

föstudagur, ágúst 24, 2007

Ohh það jafnast ekkert á við rauðvínsglas og Leiðarljós eftir erfiðan dag...

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

OMG sumir hlutir eru bara of góðir til að vera sannir....en eru það samt!!!

Ég fékk djobbið í Sjónvarpinu :)

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Jæja þá byrjar ballið á morgun. Danskurinn blessaður. Búin að versla inn og gera ráðstafanir, áþreifanlegar sem óáþreifanlegar. Markmiðið hefur verið sett og nú er ekkert annað að gera en að hefjast handa og missa ekki sjónar á markinu...vííííí
Vildi bara að ég hefði félagsskap í þessu, en nenni samt ekki á þessa fundi. Látið mig vita ef einhver ykkar ætlar líka á danska. Það er svo gaman að skiptast á uppskriftum og bera saman bækur sínar og svona.
Megi þið eiga góða viku framundan!

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ég finn það, þetta er að koma. Ég er alveg að verða tilbúin. Ég er komin með það mikið nóg að nú veit ég hvað ég þarf að gera og ég veit að þetta er rétt ákvörðun. Alveg eins og þegar ég ákvað að hætta að reykja. Mér finnst eins og ég standi á barmi kletts og horfi niður, þangað sem ég ætla að stökkva. Ég er bara aðeins að virða fyrir mér útsýnið fyrst. Ég hef tekið eftir því að það hefur ekki reynst vel að gefa frá sér yfirlýsingar því þá er svo hætt við því að ekkert verði úr áformunum góðu. Ég ætla því að sleppa yfirlýsingum en skrifa bara svona það sem ég er að hugsa.

Ohh svo verð ég einstæð móðir frá morgundeginum og þangað til á laugardagsnótt. Þannig að þá verð ég líklegast að dandalast eitthvað ein á laugardaginn með strákana mína í menningunni. Jæja, ég losna þó við timburmennina sem hefðu þó verið neglandi og sagandi af áfergju í hausnum á mér reikna ég með ef ég kæmist í DK sumarbústaðarhittinginn sem ekkert útlit er fyrir. Kannski að maður hitti einhvern sem maður þekkir í mannhafinu. Guð þetta verður örugglega rosalega gaman, ég hef einu sinni farið í bæinn á menningarnótt og það var fyrir nokkrum árum...hlakka til.

laugardagur, ágúst 11, 2007

Jæja þá er það opinbert: Þetta sem ég var að gera um daginn og gat ekki sagt hvað var, það var sem sagt það að ég var að segja upp vinnunni. Ég vinn út ágústmánuð og svo byrja ég vonandi á nýjum stað í byrjun september. Ég er auðvitað með alla anga úti og auglýsi hér með sjálfa mig sem lausan vinnukraft. Til í skemmtilega vinnu og góð laun, eins og allir hahah. Við búum í svo litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla svo einhver sem les þetta þekkir kannski einhvern sem þekkir einhvern og svo framvegis. Aldrei að vita!
Hvernig vinnu vil ég? Því er ekki auðvelt að svara. Eigum við ekki að segja bara að mig langi í vinnu hjá stóru eða meðalstóru fyrirtæki þar sem mikið er um að vera og góður andi ríkir. Að ég fái tækifæri til að nota tungumálakunnáttu mína og sýna hvað í mér býr og möguleika á að vinna mig upp í starfi. Best væri ef starfið væri á viðskipta/markaðssviði. Mig langar að finna mér stað sem ég verð á í einhver ár. Ég nenni ekki neinu flakki. Ég er opin fyrir allskonar tækifærum en verð að segja nei takk við afgreiðslustörfum og helst ekki símasvörun/móttöku. The only way is up, baby!
Ef frekari upplýsinga er óskað get ég sent CV-ið mitt á viðkomandi.
Já og gaman að minnast á það í leiðinni að ég fékk 2 ár metin í viðskiptafræðina, þannig að ég á bara 3ja árið eftir, auk eins fjármálakúrs! Jibbí, hvað ég er glöð með það. Ef ég hefði efni á því, vildi ég helst bara klára þetta á einum vetri en það er bara ekki í boði eins og staðan er í dag.
En jæja, kæru vinir og vandamenn, sem sagt þið megið gjarnan hafa augu og eyru opin fyrir mig og ekki hika við að hafa samband ef þið vitið um einhverja vinnu sem gæti hugsanlega passað mér! Til dæmis á e-mail regina101@gmail.com, eða bara hringja!
Takk!

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Kæra "vinkona"!

Mér þykir verulega vænt um hvað þér er annt um mig og mína hagi. Mér þætti gaman að hitta þig og sötra með þér kaffibolla, nú eða rauðvínsglas (ef þú hefur aldur til!) við tækifæri svo við getum nú rætt málin almennilega. Ég hef nefninlega ekkert að fela, öfugt við þig. Nú ef þú ert ekki til í það, þá verð ég bara að taka því og halda áfram að vera upptekin af eigin vandamálum og blogga um þau líka.
Ég get ekki að því gert en ég velti því fyrir mér hvað þér gengur til með þessum nafnlausu kommentum á blogginu mínu. Ég held samt að ástæðan sé frekar augljós: Þig vantar athygli. Þig vantar athygli svo mikið að þú heldur áfram að láta á þér kræla þó þess sé ekki óskað, bara til að athuga hver viðbrögðin eru. Þig vantar athygli svo mikið að þér er alveg sama þó þú fáir hana án þess að þeir sem veita þér hana viti hver þú ert.
Ok, kannski vantar smá spennu og dramatík í þetta annars ómerkilega blogg mitt. Ég skal alveg viðurkenna það og þér tókst sannarlega að hræra aðeins upp í þeirri deild. En veistu, ég mæli með því að þú beitir kröftum þínum og hæfileikum í aðrar áttir þar sem þeirra er þörf. Kannski þarftu bara á þeim að halda í þínu eigin lífi? Ég er nú enginn sálfræðingur en stundum er ágætt að beita speglinum ef þú skilur hvað ég meina? Þetta er nú kannski orðið svolítið neyðarlegt allt saman er það ekki?
En ok kæru lesendur og alvöru vinkonur: Ég held að við ættum ekki að leyfa þessari svokölluðu vinkonu að komast upp með að vekja svona óþarfa athygli á sér. Ég legg til að við bara einfaldlega "ignorum" hana og látum sem hún sé ekki til. Það er að segja ef hún gefur sig ekki fram og vill hitta mig kannski bara? -Nógur er áhuginn á mér amk.

mánudagur, ágúst 06, 2007

Jeminn hvað ég er fegin að blessuð verslunarmannahelgin er að verða búin. Frétta- og fjölmiðlasjúklingurinn ég hef átt frekar bágt þessa dagana að hlusta á og horfa á endalausar "fréttir" af hátíðum um allt land. Hrikalega leiðinlegt maður! Hverjum er ekki sama hvort tókst að setja heimsmet í Hornafjarðarmanna eða ekki? Ég skil ekki af hverju þarf að vera með svona svakalegar fréttir og útsendingar af verslunarmannahelginni. Hver er að hlusta á þetta (fyrir utan mig) ? Eru ekki allir annað hvort uppteknir af því að vera á ferðalagi, á útihátíð eða eru heima hjá sér? En það er náttúrulega algjör gúrkutíð í gangi og fjölmiðlafólkið verður jú að standa sig í vinnunni.
Annars hefur mér síður en svo leiðst í fríinu. Við Smári höfum verið ótrúlega dugleg að mála og snurfusa kofann okkar. Við létum sko peningaleysið ekkert stoppa okkur, heldur drifum í því sem kostaði lítinn pening og eignuðumst nýja eldhúsinnréttingu með því að lakka hana hvíta. Lökkuðum líka gluggakarma þrjá og abrakadabra...ný stofa! Smári sagaði svo út nokkrar hillur og lakkaði líka...já allt í gangi bara! Svei mér þá, þetta fer bara að verða eins og hjá fólki!

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Gummi ammánt, sa er so góra sturi ér. So skammpala a vera ér ísa sturi nú wwúúúú!!! Er annsiggi a tapaessa glóris wei wei wei!!!

Skildi þetta nokkur?

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Mbl í dag:
Steingeit: Tengsl þín við peninga byggjast á innsæi. Treystu því og þú munt hagnast. Í kvöld ertu dularfullur og laðar að þér vatnsmerkin krabba, sporðdreka og fiska.

Þetta er magnaður andskoti! Ég er að verða rík og laða að mér Smára í kvöld á dularfullan hátt... úúúúú....

vei vei vei...ég fór í atvinnuviðtal í gær út af mjöööög spennandi starfi, gekk svaka vel. Ég er svo spennt, þetta skal ganga upp!