fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Rændi þessu af öðru bloggi...þetta kom mér alveg til að hlæja

Þú veist að það er 2008 ef.....

1. Þú ferð í party og byrjar á því að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af þvíþeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook.

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!En, ef þú bíður of lengi,mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

föstudagur, ágúst 08, 2008

Þá er lífið að fara að hefjast að nýju. Mér finnst haust alltaf góður árstími. Þá fer allt í gang, rútínan tekur við og markmið eru sett. Hjá mér er þetta síðasti virki dagurin í sumarfríi, ég byrja sem sagt að vinna á mánudaginn. Helgi Magnús er byrjaður í aðlögun á Jörfa og ég var að skrá mig á námskeið, ó mæ god! Benni byrjar svo í Réttó eftir nokkra daga, dísus og ætlar líka í bassatíma í vetur. Allt í gangi bara...

Annars er mig farið að langa í danskan lejeplads hitting. Veit um góðan róló...

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Við Helgi Magnús skruppum á Laugaveginn í dag. Það var svo sannarlega kominn tími til að rölta Laugaveginn, hrikalega sakna ég miðbæjarins, ég verð bara að láta drauminn rætast. Ég keypti mér loksins Duran Durag GREATEST, hlakka til að tjútta við það og taka lúftgítar og bassa. Helgi Magnús varð einu mótorhjóli og tveimur bílum ríkari. Mig langaði í fullt af skemmtilegum litlum hlutum í krúttlegum búðum en verðlagið þótti mér aðeins of hátt, ég keypti bara súkkulaði til viðbótar handa okkur hjónum og lét þetta gott heita.

sunnudagur, ágúst 03, 2008

Það er svo gaman að eiga þurrkara. Handklæðin eru eins og ný og nú get ég loksins hætt að hengja allan þvottinn á grind í stofunni.

Allt er gott að frétta, við njótum þess að vera enn í fríi og notum tímann til að vera saman, nema þegar Smári er að veiða (pirrrr). Já þetta hjónalíf er hreint ekki slæmt. Ég hlakka samt smá til að fara að vinna, soldið crazy ég veit en þá get ég bara byrjað að hlakka til jólafrísins. Okkur hjónakornunum langar svo mikið til að fara eina helgi til útlanda í vetur, prófa að vera á hóteli í dekri bara tvö ohhh draumur í dós. Það er aldeilis kominn tími á að prófa það eftir 14 ára samband. Nú þá er bara að byrja að spara, gangi okkur vel!