fimmtudagur, janúar 27, 2005

Dagur í lífi drottningarinnar.

Voðalega var ég bissí í gær við að hafa það notalegt. Dagurinn var tekinn snemma og með stæl þegar við Ragga Dís röltum með stubbana okkar í vagni í baby-bíó á Fiskerorvet. Myndin byrjaði klukkan tíu þannig að við vorum farnar úr húsi rúmlega níu. Eitthvað sem gerist ekki mjög oft hjá mér. Mikið hressandi var það. Mættum svo í bíóið á tilteknum tíma og við manni blasti haf af barnavögnum, númeruðum og röðuðum hlið við hlið. Þetta var skemmtileg upplifun þó myndin hafi eiginlega verið alveg glötuð. Það er einhver undarleg stemmning að sitja með ungann sinn í fanginu og horfa á eitthvað kynlífsdót, passaði ekki alveg. Ég hefði ekki einu sinni fílað myndina ef ég hefði séð hana heima hjá mér og ekki með barnið. Það var samt aukaatriði í sjálfu sér, bara gaman að drífa sig í þetta.
Svo röltum við aðeins um í mollinu og keyptum auðvitað eitthvað smotterí fyrir grísina. Þeim langaði svooo í nýtt dót og smá föt. Stoppuðum líka á Pizza Hut þar sem batteríin voru hlaðin bæði hjá mæðrum og börnum.
Áður en við vissum af var klukkan orðin 3 og við héldum heim á leið. Nú var ekkert annað að gera fyrir þreyttu mjaltakonurnar en að leggja sig eftir allt erfiðið og undirbúa sig fyrir átök kvöldsins, saumaklúbb. Hann var líka svona glimrandi fínn eins og alltaf. Étið og hlegið til um það bil miðnættis.
Svo á ég að halda í næstu viku og er strax búin að ákveða hvað ég ætla að hafa...ohhh spennó!

Chao!


mánudagur, janúar 24, 2005

Afsakið hlé!

Já, bara ekkert að segja undanfarið.
Hér gengur lífið sinn vanagang og allt í lagi með það. Ég stóð við gefið loforð fyrir viku síðan. Þetta virðist vera spennandi og gott mál. H&M stóð sig eins og hetja hjá pabba sínum í 3 tíma á meðan mamman steig á vigtina í fituklúbbnum og "lét sig inspirerast" af fyrrverandi fitubollu. Þetta virkar ef maður bara fer eftir þessu, hún missti 36 kíló og sýndi okkur nokkrar "fyrir" myndir. Gaman að því. Ég ætla að taka svona "fyrir" mynd líka og svo "eftir" mynd.
Jebbs, ég er bjartsýn og ákveðin og þá eru mér engin takmörk sett. Víííí...

Ta ta í bili.

mánudagur, janúar 17, 2005

Meiri börn, mont og megrun.

Jebbs, eins og glöggir lesendur taka eftir er baby-bomban farin af stað á ný. Ég bíð spennt eftir næstu óléttufrétt, þetta er nefninlega svo smitandi. Gaman gaman, aldrei of mikið af íslenskum kollegíbúum.

Já, börnin eru yndisleg. Sérstaklega mín...hahaha, þetta segja nú allir. Ég er samt alveg sérstaklega stolt af syni mínum hinum eldri í dag. Við vorum nebbla í skole-hjemsamtale, eða bara foreldraviðtali áðan. Í stuttu máli hefði það ekki getað gengið betur. Það voru bara jákvæðir punktar, ekki arða af neikvæðu! Ohhh, þetta yndi stendur sig eins og hetja. Kennarinn átti bara ekki orð, spurði hvar hann hefði eiginlega lært ensku. Bara af sjónvarpinu, tölvunni og mér, sagði ég bara. Svona klárir og duglegir strákar fá sko að velja sér kvöldmat og eftirrétt í verðlaun. Pabba-borgari og ís mmm...

Og að síðustu, þetta. Þá er það ákveðið, frá og með næsta mánudegi verður blaðinu snúið við og hana nú (sagði hænan þegar hún lá á bakinu, var það ekki þannig?) !
Nú er ekki aftur snúið fyst ég er búin að birta það á netinu!

föstudagur, janúar 14, 2005

Innipúki.

Eftir tveggja daga inniveru er ég sannarlega orðin að púka!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Sådan er det bare...

Helli kakóinu út fyrir, hitti ekki í munninn þegar ég fæ mér kaffisopa, ætla að leggja mig í hálftíma en sef svo í tvo og hálfan, missi myndavélina á gólfið, rek tána í þröskuldinn og sletti sósu út um alla veggi.

Nú eru u.þ.b. þrír og hálfur tími eftir af þessum degi og ég bíð spennt eftir næsta slysi!

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Hálfnað verk þá hafið er...

...en gaman væri líka að klára það einhverntíman! Ég er með svo mörg járn í eldinum að mér tekst aldrei að klára neitt. Nei, nei kannski smá ýkjur. Þetta mjakast allt saman. Það er bara hörkudjobb að vera svona heimavinnandi. Kannski að maður sé að ætla sér um of, veit ekki. Ég ætla svo oft að klára að gera eitthvað á kvöldin, eins og núna í kvöld ætla(ði) ég að klára að ganga frá þvottinum en ég bara nenni því ekki. Ég ætlaði líka að gera það í gærkvöldi, nennti því ekki heldur. Jeminn hvað þetta er áhugavert!

HM dafnar heldur betur vel, er orðinn algjör bolti, 7,2 kíló. Hann er þvílíkt búinn að hanga á brjóstinu í 4 daga og er greinilega að vinna upp meiri forða. Mér finnst hann hafa breyst svo mikið, er að missa hárið og svona. Hann er pínu slappur núna með kvef og smá illt í mallakút. Ohh, kannski ljótt að segja en mér finnst börn svoooo sæt þegar þau eru lasin!

Ég verð að fara að henda inn myndum bráðum, bara nenni ekki núna. Það tekur á að framleiða mjólk get ég sagt ykkur. Ekki auðvelt heldur að vera svona mikil jussa eins og ég er, berandi tugi aukakílóa allan daginn. Djxxxll er ég búin að fá mikið ógeð á þeim.

Jæja, best að fara að sinna lösnum grís...


Chao!

sunnudagur, janúar 09, 2005

Árið

Ég er með góðan fílíng fyrir þessu ári. Merkilegt að maður skuli upplifa áramót sem einhver tímamót, þannig séð kemur bara ný tala og nýtt dagatal og næsta ár er bara næsti dagur. Samt fæ ég alltaf fiðring í magann um þetta leiti og finn að það er kominn nýr kafli í lífinu. Ég fer að hugsa um hvað ég ætla að gera og hvað ég ætla ekki að gera. Svo hugsa ég líka til baka og reyni að læra eitthvað af fortíðinni en ég er ekki enn búin að læra að lifa í nútíðinni, njóta líðandi stundar, nema kannski í smá stund.
Ætli það sé ekki bara efst á óskalistanum í ár að læra að lifa í núinu? Maður kemst nú samt ekki hjá því að hugsa aðeins fram á veginn, gera smá plön fram í tímann. Það er auðvitað möst að hafa eitthvað að stefna að, ég held að það sé fín þunglyndisforvörn. Nú, svo ef maður klikkar á einhverju, þá er amk alveg víst að maður lærði eitthvað á því, þannig að engu er tapað. Það er erfitt að finna ballans í þessu með að hugsa í núinu en smá fram líka.
Til dæmis ætla ég að forðast eins og ég get að hafa áhyggjur og vera stressuð, þá er ég til dæmis ekki að njóta líðandi stundar, heldur einmitt að eyða líðandi stundu í að hugsa um einhverja ókomna stund sem kemur hvort sem ég er stressuð og áhyggjufull eða ekki. Alger tímasóun.

Jaaá, auðvelt að segja en erfitt að gera. Kannski bara spurning um þjálfun, jafnvel margra ára.


föstudagur, janúar 07, 2005

Skrítið...

..mig dreymir oft sama drauminn, alveg frá því ég var lítil. Hann er þannig að ég á að fara að leika í leikriti og kann ekki textann. Þetta er alveg hræðilega vond tilfinning og enginn trúir mér þegar ég er að reyna að segja frá þessu, í draumnum sko. Í þetta sinn átti ég að leika álfkonuna í Gosa. Allt í einu var klukkutími í sýningu og ég vissi ekkert um búninginn og hafði ekki hugmynd um hvað ég átti að segja eða gera í leikritinu. Þetta hlýtur að þýða eitthvað fyrst mig dreymir þetta svona aftur og aftur.

Hmmmm?

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Danir! -Farið nú að læra landafræði!

Það er greinilegt að Danir hugsa kalt til okkar...takið eftir, þið sem hafið tök á, Íslandi á veðurkortinu hjá TV2. Vatnajökull og allir hinir jöklarnir hafa runnið saman í einn risajökul sem nær yfir nánast allt landið nema Reykjanes, Snæfellsnes og Vestfjarðakjálkann.

OOhhh, loksins þegar við fengum að vera með á veðurkortinu....

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Einn af þessum góðu dögum.

Við HM sváfum, með hléum að vísu, til ellefu í dag og drifum okkur svo í heilsubótargöngu í kringum vatnið eftir hádegissnarl. Veðrið var bara gott, bjart og ekki of kalt. Þetta er bara liggur við Mallorca veður miðað við frostið á klakanum. Mér finnst pínu skrítið að grasið skuli vera svona fagurgrænt um miðjan vetur. Það kannski breytist því það á bara eftir að koma almennilegur vetur hér, því ef ég man rétt eru janúar, febrúar og mars verstu vetrarmánuðirnir hér. Nú ef illa viðrar hreyfir maður sig bara inni. Ég verð að lokka hana Röggu Dís, fimleikadís, fegurðardís og íþróttakennaradís með mér í VTG þegar hún kemur heim. (Vá! Þrýstingurinn!)

Ekki bara var göngutúrinn ánægjulegur, heldur brá ég mér í Døgn Netto og verslaði smá. Eins og venjulega keypti ég miklu meira en þessa örfáu hluti sem mig vantaði. Þetta voru samt þvílíkt góð kaup. Ég hélt að kassagæjinn hefði gert mistök en það var ekki. Þetta var semsagt fullur innkaupapoki, nánar tiltekið þetta: uppvöskunarlögur, brauð, 3 paprikur, kæfa, gulrótarpoki, stór jógúrtdolla, pakki með 10 kertum, líter af mjólk, hálfur annar líter af vatni, tvær perur og hvítlauksbrauð. Kannski ekki mjög dýrar vörur en mér fannst 88 krónur ekki mikið fyrir þetta. Vonandi gleymi ég engu en nú stend ég við þetta að versla í Netto og Fakta, ég sé að það borgar sig, ekki spurning.

Svo fjárfesti ég í gær í vigt í fyrsta sinn á ævinni. Það er planið að vigta sig einu sinni í viku og mæla líka sentímetrana. Svo verður líka haldin matardagbók og kaloríurnar reiknaðar út samviskusamlega. Gaman gaman gaman. Húrra fyrir mér!

Ta ta!

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Komin heim!

Gleðilegt ár allir og gleðileg jól svona eftir á. Ég náði ekki að senda jólakortin í ár, komst ekki lengra en að skrifa utan á umslögin svo að ég nota þau bara aftur á næsta ári. En semsagt allir sem ég þekki fá jóla- og nýárskveðju svona rafræna og hugræna.

Mikið er ólýsanlega gott að vera komin aftur heim í Kaupinhávn. Heim í MÍNA STURTU, MITT RÚM , MINN SÓFA og allt bara. Það er nú það besta við ferðalög, að koma aftur heim. Mér fannst nú bara svona la la að vera á Íslandi í þetta sinn en förum ekki nánar út í það. Ég er held ég ekkert að flýta mér þangað aftur.

Jamm svo bara hversdagurinn tekinn við. Kallinn og frumburðurinn í skólanum og við HM heima að taka upp úr töskunum og hafa það huggulegt. Það verður nóg að gera næstu mánuðina við prófalestur og hollustuát...ekki veitir af því ég held bara svei mér þá að ég sé búin að setja persónulegt met í líkamsfitumagni...bjakk. Sumarið kemur áður en maður veit af svo það er best að byrja strax í dag ætli maður að vera boðlegur á bikiní.

Kveðja, Regína bolla.