þriðjudagur, desember 14, 2004

ooohhh...mér finnst leiðinlegt að pakka og þrífa! Mikið verð ég fegin þegar ég er sest í flugvélina!

mánudagur, desember 13, 2004

Auglýsing.

Mér finnst að ég ætti að fá laun frá H&M, ég er alltaf að auglýsa búlluna. Jæja, við fjölskyldan keyptum sem sagt föt á okkur öll í dag í H&M, fyrir utan HM sem er reyndar vel fataður úr H&M. Sko, ég er búin að segja H&M þrisvar sinnum í einni setningu.....dó! - aftur. Þarf að drífa mig að pakka, klára jólakortin, þrífa og þvo...

-ses!

sunnudagur, desember 12, 2004

Steypa


Nú fer heldur betur að styttast í heimför. Stressið er farið að segja til sín. Ég veit ekki en ég held að mig dreymi ekstra milka steypu þegar ég er stressuð. Í gær dreymdi mig til dæmis að HM hefði gleypt plástur og þegar ég hvolfdi honum og sló á bakið á honum til að hann myndi hrökkva upp úr honum, ældi hann kúk! Já, kúk, ekki einum ekki tveimur, heldur alveg hrúgu af stórum lorturum. Huggulegt maður. Þetta hlýtur að vera fyrir því að hann eigi eftir að þéna vel, til dæmis með því að verða fræg fótboltastjarna eða eitthvað.

Mér finnst eins og ég eigi eftir að gera svo margt áður en við förum en kem mér ekki í að klára þetta. Ég skaust reyndar í gær ein út í Amager Center til að freista þess að finna mér jólaföt. Það var nú frekar erfitt á klukkutíma. Ég keypti þó svona blússu eins og Ragga Dís benti mér á í H&M og mátaði fullt af buxum sem voru allar of þröngar á mig. Ég er ekki alveg að fatta hvað ég er komin upp í stóra stærð. Shit! En skítt með það, ég nenni ekki að fara á bömmer því sjá, kílóin munu fjúka og gyðjan rísahhhhhhh......

Nætursvefninn hjá HM er bara búinn að vera átta tímar í þrjár nætur í röð....ég er varla að trúa þessu. Þetta er ekkert smá ljúft. Ég vona bara að þetta fari ekki í rugl í jólaferðinni.

Túrúlú í bili!

föstudagur, desember 10, 2004

Hví?

Ég skil ekki hvers vegna þessi blogger er svona leiðinlegur við mig. Það er svo oft sem hann bara vill ekki opna kommentin og stundum ekki einu sinni linka. Alveg furðulegt og ógeðslega pirrandi. Er þetta bara svona hjá mér?

Allt gott að frétta annars. Snillingurinn hann HM setti svefnmet í nótt, svaf streit í 8 tíma. Ég vaknaði á undan honum! Mjög skrítið. Svo svaf hann fyrir nokkrum dögum í 6 tíma, tvær nætur í röð, þannig að ég er að spá í hvort hann ætli ekki bara að leggja þetta fyrir sig drengurinn. Mikið væri það nú ljúft. Annars er hann bara alveg yndislegur og væri það líka þó hann vaknaði 10 sinnum á næturnar. Ég held bara að ég væri ekki mjög yndisleg þá.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Vei! Nýtt lyklaborð.

Jeminn eini, allt of langt síðan síðast. Það er nú bara af því að lyklaborðið okkar var eyðilagt af tveimur litlum skæruliðum sem voru í heimsókn og helltu mjólk á það. Það var svo sem allt í lagi, hvort eð er kominn tími á nýtt. Við fórum í Field´s og keyptum okkur þetta fína lyklaborð og mús, þráðlaust, voða kúl. Ég er náttúrulega búin að hugsa á hverjum degi, já, þetta er alger snilld ég verð að blogga um þetta, en man svo ekki neitt af því núna.

Ég er öll í því að undirbúa Íslandsferðina og langar til að byrja að pakka en þarf að kaupa mér ferðatösku svo að ef einhver hefur rekist á svoleiðis á góðu verði má alveg láta mig vita. Maður strikar yfir eitt atriðið á fætur öðru á to do listanum, kemur allt með kalda vatninu. Er að hugsa um að byrja á jólakortunum í kvöld svo það verði strikað bráðum út af listanum líka.

Ble.

laugardagur, desember 04, 2004

AAhhh...það er fátt sem jafnast á við þessa tilfinningu sem um mig fer núna. Ánægjustraumar eftir tiltekt...allt skínandi, ilmandi hreint og fínt. Loksins búið að hengja eitthvað af jóladóti upp, þetta er bara orðið nokkuð kósí. HM hjalandi í rúminu og ég að éta Smárabakaðar súkkulaðibitamöffins, svívirðilega góðar, skolaðar niður með úrvals mokkakaffi sem ég uppgötvaði fyrir slysni um daginn þegar Merrild kaffið var ekki til í seveníleven. Það eina sem vantar til að fullkomna þetta er baðkarið mitt á Sogaveginum...ohh... og kertaljós, úti ógeðslega kalt og ég læt smám saman heitara og heitara vatn renna í froðubaðið og læt þreytuna líða úr fótunum, sting mér upp að eyrum undir yfirborðið og þykist ekki vera til, sé bara rétt í tærnar gægjast upp úr froðunni langt, langt í burtu...

En ég er nú meiri ungamamman. Ég var alveg búin að plana að fara í leikhús í dag. Það er nú ekki á hverjum degi sem manni er boðið svoleiðis. Ég má reyndar ráða hvenær ég fer, er á svona boðslista sko og hringi bara á undan mér. Elín öðlingur bauðst til að passa og okkur ekkert að vanbúnaði en svo bara treysti ég mér ekki til að fara frá unganum mínum, æji ég sá hann alveg fyrir mér með skeifu og enginmammaaðhuggaennúerspeistakkinnbilaðursvoégverðaðhættaaðsinnivonandiverðurþettako
miðílagsemfyrstbleble

föstudagur, desember 03, 2004

Jóla hvað?!

Jæja, fór í Amager Center, aðalpleisið í bænum og sjoppaði smá jóladót, meðal annars svona ljósajólastjörnu í gluggann eins og mig hefur dreymt um að eignast síðan ég var lítil og í skóinn fyrir jólasveininn. Já, almáttugur, talandi um það. Við erum eiginlega alveg í klemmu. Sonur okkar hinn eldri sem er orðin 9 ára og hálfu ári betur trúir alveg 100% á jólasveininn. Hann var að segja pabba sínum um daginn að enginn í bekknum trúi á jólasveininn og bara sumir á tannálfinn....oooohhh krútt! Hann nefninlega segist muna eftir því, eina nóttina þegar hann var lítill, að hann hafi séð í stígvélið hans sveinka þegar hann flýtti sér í burtu út í nóttina, nýbúinn að gefa honum í skóinn. Hann er alveg sannfærður og kaupir ekki þau rök að hann hafi dreymt þetta. Æji þetta er svo rúsínulegt en pínu neyðarlegt líka. Hvað á maður að gera? Bara segja honum að það séum við sem gefum honum í skóinn og jólasveinnin sé bara uppfinning Coca Cola eða leyfa honum að njóta sakleysis æskunnar lengur? Guð, ég sé hann alveg í anda vera að rökræða þetta við jafnaldra sína, vonandi að honum verði bara ekki strítt á þessu.

Ég verð að láta smá sögu fylgja með af því að ég er alltaf svo skýr í kollinum sko en fer fram þó! Sko, ég var semsé á leið út í Amager Center í dag og komin svona hálfa leið áleiðis þegar ég tek eftir einhverju skrölti í barnavagninum. Hmmm, hvað er nú þetta? Jaaáá, alveg rétt, ég ætlaði að fara út með ruslið! Ég var semsagt ennþá með það í grindinni undir vagninum. Jæja, hugsaði ég, ég fæ mér þá bara ekstra göngutúr og tölti með þetta til baka. Ég var nebblega ekki alveg til í að uppgötva ruslapokana á fílunni eins og um daginn. Djísús, þá var ég stödd í Skoringen á annarri hæð, búin að flækjast örugglega í tvo tíma inn og út úr fullt af búðum og búin að vera að hugsa allan tímann, hvaða lykt er þetta eiginlega hérna í Amager Center, oj bara. Þá kveikti ég loksins á toppstykkinu og hraðaði mér út til að henda ruslinu. Ég var einhvernvegin ekki alveg að fíla að henda því þarna í mollinu fyrir framan alla...hahahha....bjáni aldarinnar!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Yfirlýsingar og ligeglaðmennska.

Ooohhh, ég verð að hætta að vera með þessar eilífu yfirlýsingar hér. Þær þýða bara að það verður ekkert úr þeim. Nei ég er ekki búin að fara í H&M að versla mér jólaföt og nei, ekki heldur búin að gera tossalistann. Aftur á móti mætti ég til læknisins, enda kannski ekki um annað að ræða. Í fyrsta skipti er ég ótrúlega ánægð með ligeglaðmennskuna í þessum blessuðu Dönum. Læknirinn nebbla skoðaði mig ekki neitt, talaði bara um getnaðarvarnir, grindarbotnsæfingar og blóðþrýsting. Spurði mig svo bara hvort það hafi verið einhver vandamál "dernede" og þegar ég neitaði því, sagði hann bara, jæja þá gerum við ekki meira í dag! Júhhúúú! Ég ætlaði varla að trúa þessu, ég slapp. Ég sá það á svipnum á honum þegar ég labbaði inn í stofuna hjá honum að hann langaði ekkert að framkvæma þessa skoðun þannig að segja má að hann hafi líka sloppið.

Anyways...loksins er ég búin að setja inn myndir og fleiri á leiðinni, nei úpps, engar yfirlýsingar!

Stund milli stríða

Maður er svo duglegur að það er engin hemja. Ég hef ekkert mátt vera að því að blogga. Ég rétt meikaði að fara í saumaklúbbin því ég er svo bissí við að gefa og hneykslast á framkomu Kristjáns Jóhannssonar...ömurlegur dóni og (ó)merkikerti finnst mér. Þeir sem vita ekkert hvað ég er að tala um geta tékkað á Kastljósinu í gær, miðvikudag og Íslandi í bítið...must! Annars eiga þvottur og þrif hug minn allan þessa daganna. Hjúkkan kom í gærmorgun og mældi og vigtaði strákinn. Hann er bara í góðum málum og öll þroskamerki eins og þau eiga að vera. Nú eru bara tvær vikur í Íslandsferðina og tími kominn til að skrifa tossalista og muna eftir öllu sem þarf að gera áður en við förum og í ferðinni. Almáttugur hvað ég verð ánægð svona um hádegisbilið þegar ég er búin í eftirskoðuninni, æ heit it. Svo er ég að spá í að fara stórustelpudeildina í H&M og kaupa mér jólaföt...because I´m worth it! Hvaða jólasekkir ætli séu í boði í ár....hmmmm????