sunnudagur, apríl 30, 2006

hausverkur, bakverkur, rassverkur = ritgerdarsmíd

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Jæja, skrifin ganga hægt. Ég er búin að rekast á allskonar ófyrirséð vandamál og vesen en það er kannski það sem ég læri mest af. Ég er samt ennþá bjartsýn og held að þetta verði bara ágætis ritgerð þrátt fyrir allt. Það er gott að vera stressuð og undir tímapressu, það bara rekur mig áfram.

Ég er svo upptekin af þessu að ég hef ekki orku í neitt annað, varla að borða, hvað þá að æsa mig yfir sumum hálfvita baunum sem eru að kafna úr leiðinlegheitum og yfirgangi hér á kollegíinu. Ég er hvort eð er að flytja héðan eftir nokkra mánuði og get þá bara haft hlutina þar sem ég vil hafa þá og hegðað mér á þann hátt sem ég vil hegða mér án þess að það verði slideshow um það og hótanir um útburð.....jibbíííí. Þetta er bara fyndið fólk og ég get ekki annað en vorkennt því, aumingja fólkinu sem hefur greinilega ekkert betra að gera en að leggja útlenska námsmenn í einelti fyrir það eitt að eiga börn. Æ Æ Æ Buuuuhhuuu...djöfulsins aumingjar!
-nei nei ekkert æst sko, bara í hláturskasti.

Það er langt síðan Ísland hljómaði freistandi en það er bara farið að freista meir og meir þrátt fyrir hrakspár um að allt sé nú á leið til helvítis. Mér finnst ég vera búin að heyra þetta alla tíð og enn tóri ég. Já já það er líka fullt af leiðinlegum hlutum í gangi á Íslandi, eins og tildæmis umferðarmenningin, verðlagið, veðurfarið, steingeldir stjórnmálamenn, jólavitfirringin og ég veit ekki hvað og hvað. En fjandinn hafi það, er einhver staður á jörðinni fullkominn? Er þetta ekki bara spurning um hugarfar?

sunnudagur, apríl 23, 2006

shit, nú eru bara þrjár vikur þangað til ég á að skila ritgerðinni. Nú hrekkur allt almennilega í gang. Það er ekki tími til að hugsa, bara skrifa, skrifa og skrifa...og hætta þessari fullkomnunaráráttu, hún er bara fyrir mér. Verð að einbeita mér að því að koma hlutunum bara niður á blað, smíða helvítis draslið og lagfæra svo seinna, ekki vera endalaust að reyna að fullkomna hvert einasta smáatriði og brenna svo úti á tíma.

AAAAAAAArrrrrrrrrhhhhhhhhhh

-Þetta SKAL takast, hvernig svo sem ég fer að því!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, apríl 22, 2006

dæs

Æ, ég vorkenni mér pínu að þurfa að húka inni að læra á meðan sólin skín úti.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

jææææja já....gaman að þvíííí

laugardagur, apríl 08, 2006

Nokkrir punktar

  • ég er búin að fá mér barnastól á hjólið
  • Benni kemur heim eftir viku
  • Páskarnir eru eftir viku
  • ég er sykurfíkill á háu stigi
  • ég er nikótínfíkill á háu stigi
  • ég er koffeinfíkill á háu stigi
  • ég er búin að kaupa mér hlaupaskó
  • ég er ekki dugleg að skrifa verkefnið mitt
  • Smári fer í skólann 31.júlí
  • Helgi Magnús er frekur og skemmtilegur

ég er farin í sturtu...ble