miðvikudagur, mars 30, 2005

Ha ha ha...frekar fyndið:

Smári fór í klippingu í dag og án þess að vera spurður voru snyrtar á honum augabrúnirnar. Er hann þá ekki officially orðinn kall?

Eurotrash

æ, mikið skelfing er þetta vont júróvísíón lag hjá okkur Íslendingum. Auðvitað eiga þau að vera það en þetta finnst mér alveg sérstaklega ömurlegt.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Æfingin skapar meistarann.

Í dag er einn af þessum dögum þegar mér verður ekkert úr verki. Því meira sem ég hugsa um hvað ég á eftir að gera, því síður geri ég það. Einhvernvegin tekst mér að láta daginn líða án þess að hafa gert neitt nema drukkið kaffi, étið eitthvað, sinnt unganum og jú kannski farið nokkrum sinnum á klósettið. Ég nenni ekki einu sinni út í búð, þó að veðrið sé fallegt kveikir það ekki einu sinni löngun til að fara út. En svo, ef ég þekki mig rétt, verð ég komin með svo mikið samviskubit í kvöld að ég fer að hugsa um allt það sem ég ætla að gera á morgun, ælta sko að bæta fyrir letina í dag. Það er samt engin trygging fyrir því að eitthvað verði úr áætlununum góðu...kannski að morgundagurinn verði bara endurtekning á þessum degi.

Hvað varð af því "að njóta líðandi stundar"? Best að gefast ekki upp á að æfa sig í því. Þetta hlýtur að koma ef ég æfi mig bara nógu mikið. Ætli það sé ekki svipað eins og þegar ég var að byrja að læra á bíl. Þá fannst mér alveg óhugsandi að ég ætti einhverntíma eftir að ná tökum á því, það var allt of erfitt. Of margir hlutir að hugsa um í einu. Svo kom auðvitað að því að ég fór að keyra eins og herforingi, án þess að hugsa um tuttugu hluti í einu. Undirmeðvitundin sá um meirihlutann af því. Hún er nefninlega alveg magnað fyrirbæri sem ég held að við nútímafólkið vanmetum og kunnum kannski ekki alveg að notfæra okkur betur. Við hljótum að geta til dæmis kennt undirmeðvitundinni að njóta líðandi stundar. Ef undirmeðvitundin væri læs, gæti ég til dæmis skrifað henni þetta bréf:

Kæra undirmeðvitund Regínu.

Viltu gjöra svo vel að læra eftirfarandi:

Njóta líðandi stundar.
Vera jákvæð og bjartsýn.
Ekki borða óhollan mat né drekka óholla drykki.
Vera þolinmóð við börnin þín.
Rækta líkama og sál á hverjum degi (nema kannski á sunnudögum).

Hmm...dettur ekki fleira í hug í bili...enda er bara hafragrautur í hausnum mínum.

Með fyrirfram þakklæti,

þín Regína.

sunnudagur, mars 27, 2005

Páski pásk...

Páskaeggjaleit, íslenskt páskalambalæri eldað í ömmustíl....mmmm. Bökuðum beibírúþ en þorðum svo ekki að borða hana því það voru ekki pasturíseraðar (ætli það útleggist ekki sem gerilsneytt á ástkæra ylhýra) eggjarauður í kreminu. Vissuð þið að sénsinn að fá salmonellu úr eggjum hér í DK er 1 á móti 10 og enn meiri líkur úr kjúklingi. Maður getur ekki einu sinni treyst því þó það standi salmonella frit á pakkningunum. PASSA SIG!!!

En...

Hvað er eiginlega að sofa í hausinn á sér? Hvaðan er þetta komið? Af hverju segir maður þetta? Þýðir þetta að sofa einstaklega fast eða vel? Ég heyrði þetta eða las, réttara sagt, í fyrsta skipti fyrir nokkrum mánuðum og er alltaf að rekast á þetta aftur og aftur. Þetta meikar engan sens fyrir mér. Ég verð að fá útskýringu á þessu.

Skilittekki!

Vorboðinn ljúfi.

ok nú er vorið deffinetlí að koma...klukkan er búin að færast fram um klukkutíma. Svo þið þarna á Íslandi, gerið ráð fyrir því þegar þið hringið næst til Danmerkur!

Hvernig er það annars...er ég sú eina sem get ekki hlustað á Ruv?

föstudagur, mars 25, 2005

Hér koma nokkrir punktar sem hafa komið upp að undanförnu hjá mér...svolítið málsháttar inspireraðir í anda hátíðanna.

  1. Oftar brotna langar neglur en stuttar.
  2. Ekki er sama fiskari og Fischer.
  3. Ekki er gaman að villast á leið í afmæli.
  4. Oft rætist úr þegar síst skyldi.
  5. Alltaf kemur vorið um síðir.
  6. Betri eru tveir göngutúrar en einn.
  7. Höfundur sjónvarpsþáttana Dallas er David Jacobs.
  8. Ís getur verið ókeypis...ótrúlegt en satt!
  9. Myndir á vegg gera herbergin lifandi.
  10. Hver einasti sentímetri skiptir máli.
  11. Betur fara skór í hillu en á gólfi.
  12. Sjaldan leynast rúm í vandrehöllum.
  13. Það er alltaf Sherlock Holmes fílingur í þoku.
  14. Rólur eru líka fyrir sex mánaða.
  15. Maður ER manns gaman.
  16. Sumir föstudagar eru lengri en aðrir.
  17. Gott er að klára hafið verk.
  18. Jákvæðni léttir lund og líf.
Ekki meira í bili....

-Gleðilegan pásk!

þriðjudagur, mars 22, 2005

Anyone???

Djööhhh...Smári er að vinna bæði á föstudags og laugardagskvöldið og ég nenni ekki að vera ein buuhhhuuu. Hvað er planið hjá fólki, er einhver laus í heimsókn, spil, rauðvín, spjall....eitthvað!!????

...ein desperate eitthvað...

Hvernig skiptir maður um template án þess að kommentin og linkarnir og allt fari til fjandans?

mánudagur, mars 21, 2005

Ævintýri Kjarvals á loppemarkaðnum.

Jamms...komið að bloggstund. Þetta hefur verið ágætis helgi í heildina litið. Í stuttu máli tiltekt, göngutúr, gestir og loppemarked. Rosalegur loppemarked í Bella Center. Vá vá og aftur vá. Mig langaði í svo mikið af dóti. Sá þarna meðal annars eeeeldgamlan síma, svona með snúningsapparati, viðarkassi sem maður hengir á vegg. Ógeðslega mikið af flottum myndum og plakötum frá öllum mögulegum tímum, geeeðveikt flotta lampa og ljós, pendúlklukkur og eldhúsklukkur, silfur og postulín....ég hefði léttilega getað fyllt eins og einn sendiferðabíl af dóti sem mig langaði í.

Svo gerðist eitt voða furðulegt. Smári rakst á listaverk hjá einum sölukarlinum. Þetta var málverk af Snæfellsjökli og undirskrift listmálarans var Jóhannes. Okkur þótti þetta líkjast Kjarval verki en án þess að vera neinn sérfræðingur efast ég um að hún sé ekta. Karlinn hafði komist yfir þetta verk ásamt nokkrum öðrum eftir einhvern frægan færeyskan málara fyrir slikk. Hann ætlaði að selja verkið á 100 kall en þá hafi einhver Íslendingur bent honum á að þetta gæti verið mjög verðmætt. Giska á últra heiðarlegt gamalmenni, skrítið að viðkomandi hafi ekki bara keypt myndina á 100 kall og látið svo meta hana. Mér fannst mjög spúkí að það vantaði ártal og undirskriftin hjá Kjarval er vanalega JS Kjarval en ekki Jóhannes. Svo var myndin eitthvað svo "flöt", vantaði einhvernvegin Kjarval effektana. Samt hefði nú verið svolítið kúl að hafa hana uppi á vegg hjá sér þó hún væri ekki ekta. Þetta var ótrúlega furðulegt atriði eitthvað, frekar ævintýralegt. Við gátum sko alveg ímyndað okkur að verkið gæti alveg hafa lent á einhverju háaloftinu hjá einhverjum Dananum sem vissi ekkert um Kjarval, enda var það frekar illa farið. Kjarval var kannski hér í Kaupmannahöfn ungur að árum og málaði þetta fyrir til dæmis gistingu. Hann þekkti svo vel íslenska náttúru að hann hafði jökulinn alveg í hausnum, þurfti öngva fyrirmynd.

Það er sko alveg á hreinu að ég ætla á næsta stóra loppemarked og þá með pening í buddunni. Skilst að maður geti fylgst með hvar og hvenær þeir eru á www.aok.dk

föstudagur, mars 18, 2005

Bæ bæ Ísland!

Nú er ég búin að fá nóg af Íslandi. Ekki það að mér þyki ekki vænt um land og þjóð, þvert á móti. Ég ætla bara að taka mér góða pásu frá fréttum, Silfri Egils, Íslandi í dag, Kastljósi og öllu þessu. Já og framvegis verður sko bara hlustað á DR og ekkert RUV kjaftæði! Ætli maður kíki ekki bara svona einu sinni í viku og tékki á því hvað er að gerast heima og ekki meir. Ég bý nú einu sinni í útlöndum og eins gott að vera þar bara. Ég neyðist nú samt til að fylgjast með húsnæðismarkaðnum heima út af íbúðinni og hinni eilífu spurningu...eigum við að selja og þá hvenær?

Hmm jæja, klukkan er að verða tíu og ekki búið að éta kvöldmat ennþá. Ólifnaður er þetta! Ussussussussuss.

Eyjó peyjó kom annars í heimsókn og var auðvitað hlekkjaður við tölvunna med det samme og reddaði fullt af drasli fyrir okkur og bað mig svo að syngja fyrir sig á plötuna sína. OOO bara gaman...hlakka til.

Meira síðar...túrúlú!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Smá update

Jeminn hvað það er gott að vera komin aftur til netheima. Samt ágætt líka að fá smá breik. Tölvan okkar fór nebbla í fokk og nú er barasta búið að kaupa nýja og það besta af öllu...nýjan skerm, flatskerm sko...19"....ohh ég er bara algjör pæja með þessar græjur.

Það er nú ýmislegt búið að gerast á meðan. Aðallega hjá litla kalli....hann er eitthvað að flýta sér að verða stór...er kominn með tvær tennur og farinn að velta sér á magann. Svo er hann alltaf að verða flinkari og flinkari að beita fingrunum. Hann er voða duglegur að nota dudduna til að æfa sig í því. Það fer ekki mikið fyrir grautaráti hjá honum...er búin að prófa þá nokkra en hann vill þá ekki. Ég ætla að prófa að gefa honum kartöflu aftur. Ég held að hann sé bara svona ánægður með brjóstið sitt að hann hafi bara ekki áhuga á öðru. Málið er bara að hann er farinn að bíta mig með þessum hvössu tönnum sínum og ég er orðin ansi þreytt á því. Er jafnvel að spá í að venja hann af brjóstinu. Það var alls ekki planið að gera það svona snemma en ég er samt ekki að meika þessar tennur. Anyways, allt gengur annars eins og í sögu með hann. Hann er voða duglegur að fara að sofa á kvöldin, sofnar svona um 8 eða 9...alger draumur. Eins og hann, alger draumur, litla krúttið mitt.

Af okkur hinum er svo það að frétta að frúin er búin að fara einu sinni í heimaleikfimi og líkaði bara vel. Stefnt er á fleiri leikfimitíma í nánustu framtíð. Húsbóndinn er búinn með fyrstu önnina á skólanum og er búinn að vera í páskafríi síðan á föstudaginn.

Best að hafa þetta ekki lengra í bili. Það eru ekki allir sem nenna að lesa langar færslur.

Ble

mánudagur, mars 07, 2005

Video video

Vá hvað það var yndislegt að fara út í morgun í vorloftið og sólina. Munur að ganga ekki um samanhertur á 120, heldur með bakið beint, bros á vör og gleði í hjarta. Við HM skelltum okkur í servicebutikken og fræddumst þar um mataræði ungabarna og fengum meira að segja með okkur bók með uppskriftum og leiðbeiningum. Svo fórum við í El- Giganten og tékkuðum á videotækjum, ódýrasta tækið kostaði 699 svo við héldum áfram í Fötex þar sem ég hafði heyrt af ódýrara tæki. Viti menn það var til og keypt med det samme á 549 krónur! Mikið er ég glöð. Af fyrri reynslu þori bara ekki að jinxa og skrifa hér til hvers ég ætla að nota það.

föstudagur, mars 04, 2005

Óhapp

Mikið er gott að gera tossalista. Enn betra að strika yfir það sem maður gerir af honum. Listinn fer minnkandi hjá mér og þar með eitthvað af lóðunum á herðunum. Aahhh...dugleg stelpa.

Æji, ég hélt að hjartað í mér myndi rifna í gær. Við vísitölufjölskyldan fórum á kulturfest í skólanum hans Benna í gærkveldi. Höfðum hugsað okkur að græða ódýran mat og sleppa við að elda. Við fórum í fyrra en þá vorum við ekki nógu snemma í því og misstum eiginlega af öllum góða matnum. Ég er að tala um tyrkneskan, pakistanskan og svoleiðis mat, heimalagaðann að sjálfsögðu...mmmm. Í stuttu máli var þetta ekki góður matur og alveg voðalega illa skipulagt, þannig að við fórum bara frekar snemma heim.
En þetta með hjartað. Benni fór inn í salinn aftur þegar við vorum á leiðinni út úr skólanum til að skila gosflösku og vildi ekki betur til en að hann hljóp á stóran strák og datt kylliflatur með hvelli á gólfið. Og allir fóru að hlæja....ooohh...greyjið. Mig langaði að öskra á alla og segja þeim að hætta að hlæja...æji hvað ég vorkenndi honum. Þessi stóri sem hljóp á hann eða öfugt, lyfti honum svo upp með fötunum (skilst þetta?) og hljóp í burtu. Æ æ æ ég fæ alveg illt þegar ég hugsa um þetta. Við fórum bara í sjoppu og keyptum okkur súkkulaði og héldum svo heim í Simpsons-kúr undir teppi. Nú er hann í tur, kappklæddur með bekknum , vona að það verði gaman hjá honum í dag. Æji stóra dúllan mín.