fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Sko... númer eitt:
Vill einhver kaupa af mér hátt barnarúm úr við sem er ca. 90x200 sm. keypt í Rúmfatalagernum fyrir 4 árum? Selst á 500 kall!

Númer tvö:
Er rugl að kaupa þvottavél og þurrkara í einu og sama tækinu...er betra að hafa sitthvora vélina?

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Stelpur það er algjört möst að eiga Touscher sokkabuxur. Ég varð amk alveg sannfærð eftir þessa auglýsingu!

Ég er farin að sakna ótrúlegustu hluta strax. Ég átti mjög tilfinningaþrungna stund í Fötex þegar ég áttaði mig á því að tannkremstúpan sem ég tók úr hillunni átti eftir að vera sú síðasta sem keypt yrði fyrir Helga Magnús í Danmörku. Vá hvað þetta var löng setning!

Við keyptum flugmiðana í gær og við lendum fimmtudaginn 14. des. Ótrúlega stutt í þetta...shit!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Takk, takk svo mikið fyrir kveðjurnar kæru stúlkur nær og fær!
Ég er að fylla út umsóknareyðublöð á vinnumiðlanir og ég er alltaf í vandræðum með að skrifa hver áhugamál mín eru. Ég stunda engar íþróttir, tek ekki þátt í félagsstörfum, á ekkert hobbý...hvað skrifar maður þá? -Þetta týpíska...ferðalög, góðar bækur, elda góðan mat, blebleble hljómar eins og miðaldra kelling...ég verð bara að vera dálítið kreatíf. Uppástungur?

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

átta var það heillin!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Jæks! Þá er vörnin á morgun og ég er að undirbúa mig. Ég get ekki beðið, ég hlakka bara til! Ég vona bara að það sé ekki vonds viti, ef það er hægt að orða það þannig. Svo getur alveg verið að stressið komi í kvöld eða í fyrramálið. Ég er bara búin að vera með nett kæruleysi í gangi, eins gott að það hafi borgað sig frekar en hitt! Ég er komin með algjört ógeð á að vera í skóla. Ég hlakka svo til að fara að vinna. Svo er týpískt að þegar ég er búin að vera að vinna í einhvern tíma, langi mig aftur í skóla...But anywho, ef allt gengur vel þá verð ég semsagt komin með The AP Degree in Marketing Management á morgun, ætli það heiti ekki diploma í markaðsfræði á íslensku. Vantar ekki akkúrat svoleiðis fólk á vinnumarkaðinn á Íslandi hmmmm...?

laugardagur, nóvember 18, 2006

Já já já, eru ekki allir hressir bara?
Ég er það en líka alveg að fríka út.
Gaman að segja frá því.
Nú held ég að það sé kominn tími á að biðja um kraftaverk.

Allt á að ganga upp ÓKEI???!!!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er með svolítið samviskubit af því að ég svara aldrei keðjubréfum sem mér eru stundum send. Svona til dæmis vina-, vinkonu-, eða uppskriftabréf sem maður á að senda áfram og svoleiðis...Þannig að þá vitið þið það, það þýðir ekkert að senda mér neitt svoleiðis, ég slít bara keðjunni. Svona var ég líka þegar ég var krakki og þetta hefur ekkert breyst þó að með tækninni sé þetta allt miklu auðveldara.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Hvenær ætlar fólk að fatta að eiturlyfjafíkn spyr ekki að aldri, kyni, kynhneigð, kynþætti eða þjóðfélagsstöðu? Kíkið á þetta

laugardagur, nóvember 11, 2006

ahh hvað það er gott að vera í smá fríi. -Fara út í búð eins og venjulegt fólk. Rosalega er samt alltaf erfitt að vakna á morgnana. Mér finnst alltaf vera mið nótt þegar ég vakna. Ég þarf að fara að leggja mig á daginn líka ef ég á að geta náð úr mér þessari þreytu. En þá kemst ég ekki yfir allt sem ég þarf að gera. Vandlifað...vandlifað

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Mikið er nú gott að vera til í dag. Margra mánaða fargi af herðum mínum er létt. Mér tókst í fyrsta skipti að skila af mér verkefni, -ekki á síðustu stundu. Nú er ég búin að láta "barnið" frá mér og það er dálítið erfiður viðskilnaður. Ekkert er hægt að bæta og breyta, það verður ekki aftur snúið. Líkaminn er greinilega ekki búinn að ná þessu því hann er alveg jafn samanhertur af vöðvabólgu, hausverk og almennum einkennum streitu. Það tekur dálítinn tíma að meðtaka að ég sé búin að skrifa. Líf mitt hefur undanfarið algjörlega gengið út á það, dag og nótt. Hugurinn stanslaust við verkefnið, ætti ég að gera þetta svona eða hinsegin? Ætti ég að sleppa þessu, eða bæta hinu við? Ég gerði a.m.k. það sem ég gat á þessum stutta tíma sem ég gaf mér og ég stend og fell með því, sama hvað ég hefði og hefði ekki átt að gera. Sem betur fer er þó tækifæri á að bæta sig í munnlega prófinu og möguleiki á að hækka sig í einkunn. En ég ætla að gefa mér frí fram á mánudag og byrja þá að undirbúa vörnina. Ég hlakka bara til, það verður svo frábært að ljúka þessu af, sama hvernig fer. Auðvitað er aðalmálið að ná, en ég er svolítið orðin metnaðargjarnari en það og langar alveg að fá meira en 6 fyrir verkefnið. Ég þori bara ekki að gera ráð fyrir neinu. Allt fyrir ofan 7 er bónus.

Jæja, best að setja á sig maskara, sem hefur verið frekar sjaldgæfur viðburður undanfarna daga, og drífa sig í bæjinn í lunch með Smára húsmóður...