laugardagur, janúar 21, 2006

æ...ég veit ekki. Ég er ekki alveg að nenna þessu bloggi. Ég er að hugsa um að taka mér bara frí frá þessu og detta svo bara inn aftur ef ég verð í stuði. Það væri kannski lag að setja bara upp einhverja myndasíðu, veit ekki, sé til. Posted by Picasa

föstudagur, janúar 13, 2006

Jæja jæja, prófið gekk vægast sagt illa og í einn dag leið mér eins og hálfvita. Kann ekki neitt, get ekki neitt og veit ekki neitt var ofarlega á baugi hjá mér þann daginn. Svo ákvað ég bara að það gengur auðvitað ekki að hugsa svona og breytti því í gömlu góðu lummuna, ég bæði þori, get og vil. Maður þarf að gera mörg mistök til að ná árangri. Fá fullt af neium til að fá já og svo lengi lifir sem lærir og þetta er nú ekki heimsendir og það gengur bara betur næst og æfingin skapar meistarann. Ókei?!

laugardagur, janúar 07, 2006

Ég í hnotskurn...

Inflation, employment, GDP, exchange rate, balance of payments, demand and supply, fiscal policy, monetary policy, interest rate, central bank, government, supply policy, Phillips curve...og ég veit ekki hvað og hvað. Búin að lesa úr mér allt vit. Nei, vonandi veit ég eitthvað um hagfræði eftir yfirlegu síðustu daga. Prófið byrjar á mánudaginn og líka nýji kúrsinn í skólanum og svo er líka að finna fyrirtæki til að skrifa fyrir. Úff og púff...ekkert meira um það að segja.