fimmtudagur, júlí 31, 2008

föstudagur, júlí 18, 2008

Dagurinn er í dag, vei...

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Alveg er ótrúlegt hvað tiltektir, þrif og breytingar hafa góð áhrif á sálina, það er eins og hún hreinsist dálítið í leiðinni.

Fyndið, ég var að lesa bloggið mitt langt aftur í tímann og mér finnst ég alltaf vera að endurtaka mig. Það er eins og það sé alltaf eitthvað heilsuátak að hefjast hjá mér í, samviskubitið gerir alltaf reglulega vart við sig, fjölskyldan fer í ferðalög, drengirnir vaxa úr grasi bla bla bla...
En svo er auðvitað miklu meira sem gerist sem ég skrifa bara ekki um sem er alltof persónulegt. En það er gaman að hverfa aftur í tímann og lesa nokkurra ára gömul skrif, það rifjar upp fullt af skemmtilegum minningum. Ég mæli með því.

mánudagur, júlí 14, 2008

Tíhí, ég keypti mér eldrauðan kjól í gær til að gifta mig í.

laugardagur, júlí 12, 2008

Jess...þá er ég loksins komin í löngu tímabært sumarfrí (og það er byrjað að rigna!). Helgi Magnús er hættur á leikskólanum sínum og byrjar á nýjum í ágúst. Smári er líka kominn í frí og við ætlum að gifta okkur hjá Sýslumanni á föstudaginn. Brunum svo í sumarbústað í Munaðarnesi og verðum í 2 nætur bara tvö og svo koma strákarnir og við verðum í allt tvær vikur í sveitinni. Tímamót, það er gott að hafa svoleiðis öðru hvoru í lífinu. Ég þoli ekki status quo, ég þarf að hafa breytingar reglulega. Svo kemur haustið með látum og breytingum líka...gaman gaman.

Hér koma svo nokkrar myndir frá síðustu helgi í Húsafelli með góðu fólki og fullt af börnum og frábæru veðri. Myndirnar eru reyndar í öfugri tímaröð en so what...

Ingibjörg hundakona á brennu.

Smári að brenna og Benni að verða að súkkulaði.

Alien eða motorhead?

Gaaaman saman á dýnu í sólinni.

Posted by Picasa

Smári og ungabarnið.

Stuð í rólunum.

Gaman að blása sápukúlur í sólinni.

Feðgar á brennu.

Posted by Picasa

Fóstbræður með lokuð augun.

ROJ sæti prakkari og Molinn.

SS pulsa nammmi...

Pabbinn með börnin á tryllitækinu.

Moli góði hundur.

Feðgar.

Lilja að sýsla

Strákar í fjórhjólasamræðum