fimmtudagur, apríl 26, 2007

Nú lygnir í dalnum. Allt er með kyrrum kjörum og verður líklegast um sinn. Það er kominn tími til að sýna þroska og þrautsegju. Stundum þarf að fórna til að uppskera.

mánudagur, apríl 23, 2007

Mikið er nú gott að vera með svona fínan prívat auglýsingamiðil. Það sem ég ætla að auglýsa eftir núna er semsagt tjald. Eiginlega langar mig mest í fellihýsi en held að það sé allt of mikið fyrir pyngjuna í bili. Málið er að við fjölskyldan erum að fara á ættarmót helgina 23. -24. júní og okkur vantar fjögurra manna tjald svo af því geti orðið. Fyrir utan það langar okkur bara að eiga tjald til að geta ferðast eitthvað meira í sumar. Ergo; vill einhver selja mér fjögurra manna tjaldið sitt eða þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern o.s.frv? Eða bara að fá lánað tjald þessa helgi væri æði.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Á einhver DDV menuplanið og getur sent mér í tölvupósti á regina101@gmail.com? Ég er búin að týna mínu og er að spekúlera í að gera eitthvað í þessum spikmálum. Ég væri voðalega þakklát...

föstudagur, apríl 20, 2007

Leiðindadagur í vinnunni. Hvað er verið að rugla mann svona með að hafa frídag á fimmtudegi? Þetta er alveg glatað bara, gerir mann bara latan. Hann var reyndar ósköp notalegur sumardagurinn fyrsti. Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr og göngutúr. Fyrst röltum við um Bakkahverfið í Breiðholti þar sem við erum búin að rekast á nokkrar íbúðir á góðu verði í fasteignaauglýsingum undanfarið. Skelltum okkur síðan í bæjinn til að kíkja á brunarústirnar og æ hvað þetta er sorglegt allt saman. Fáránlegt að þetta hús sé farið. Ég man eftir Karnabæ og plötubúðinni þegar ég var alltaf að dandalast þarna sem krakki og unglingur. Svo á ég góðar minningar frá fyrsta deitinu okkar Smára þar sem hann dansaði við mig í fyrsta og eina skiptið fyrir 13 árum á Berlín. Já ég vona að borgarstjórinn standi við orð sín og endurreisi þessi hús sem skemmdust. Hvað var annars með þennan búining hjá karlinum? Hahaha fáránlega hallærislegt. Einhver Bush stæling þarna í gangi eða hvað?

Já við erum mikið í fasteignapælingum þessa dagana. Getur einhver sagt mér hversvegna íbúðirnar í Breiðholtinu eru svona ódýrar? Flennistórar íbúðir allt niður í 17 milljónir! Hvað er málið...eru þetta bara gömlu fordómarnir frá því í denn eða býr bara ruslalýður þarna? Þetta er eitthvað dularfullt finnst mér.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Vei vei...alltaf svo gaman að bæta fleiri bloggurum á linklistann góða. Nú eru það mætar mæðgur; Sara frænka mín og Olga mamma hennar sem mér finnst vera frænka mín líka þó hún sé ekki skyld mér svona blóðlega séð.

Annars er allt í góðu bara. Samningaviðræður standa enn yfir og líkur vonandi í þessari viku.

En kommon...er ég sú eina sem er að eipa yfir þessari Húsasmiðjuauglýsingu?

sunnudagur, apríl 15, 2007

Vá hvað ég er endurnærð eftir ferskan og mátulega hryssingslegan dag úti á róló með fyrrverandi Danmerkurbúum, börnum og fullorðnum. Eitthvað sem mætti endurtaka reglulega bara. Best að skella inn myndum eins og allir hinir á morgun, finn ekki fjandans snúruna.

Nú er ég ein í koti, Smári í póker og ég að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna, það er nú alltaf stuð. Væri samt alveg til í félagsskap, segi það nú ekki. Benni hefur ekkert gaman að þessu. En Jesús minn kemur enn einu sinni þessi Húsasmiðjuauglýsing "Nýr tími" með gospelkórnum. Ég veit það ekki, mér finnst bara ekki passa að trúarkór sé að selja sig í Húsasmiðjuauglýsingu. Það klingja einhverjar siðferðis-, viðvörunarbjöllur hjá mér. Væri annað ef þau væru að styrkja gott málefni....kommon nýr opnunartími í Húsasmiðjunni!!! Mér þætti gaman að vita hvað þau fengu borgað fyrir þetta. Fyrst ég er á siðferðislegu nótunum...mér finnst bara kúl að halda upp á afmælið sitt á Jamaíka og bjóða öllum vinum og vandamönnum með! Það myndi ég sko bara líka gera ef ég ætti nóg af peningum! Og þetta segi ég ekki bara af því að Björgúlfur er frændi minn (þekki hann sko ekki baun, var bara svona að lauma þessu inn híhí).

Best að skella inn einhverjum gömlum DK handahófsmyndum með, það er orðið allt of langt síðan...snuff snuff, sakna svo mikið...sumar og sól og allt




Posted by Picasa

föstudagur, apríl 13, 2007

Ókei ókei, í dag er föstudagur, vonandi til fjár og frama.
Kem með frekari fréttir þegar ég hef þær, seinni partinn eða í kvöld.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Í dag er miðvikudagur og það er gott. Þá er mið vika, jafn langt frá síðustu helgi og í næstu helgi. Annars er það svo sem afstætt. Hjá mér er eiginlega komin helgi á fimmtudegi, ég ákvað það bara einn daginn að ég skyldi framvegis líta svo á. Það er vel. Á morgun er einmitt fimmtudagur en hann gæti orðið harla óvenjulegur og örlagaríkur. Það er líka vel.

Skúbbeddíbúbb!

laugardagur, apríl 07, 2007

Eiginlega var það lán í óláni að ég fékk drulluna í nótt. Það hlaut að koma að því að líkaminn segði stopp, hingað og ekki lengra! Ég er í alvöru talað búin að vera í stöðugu nammiáti, gosþambi og ruslfæðisáti síðan um jólin. Búin að bæta á mig fullt af kílóum og dálítið af andlegri vanlíðan sem fylgir þessu matarÆði. Nú hlýtur motivationin að fara að segja til sín, já ég held það bara svei mér þá. Nú þegar ég sé súkkulaði sé ég bara kúk. Þó veit ég fyrir víst að ég get ekki lifað án þess, þannig að ég ætla ekkert að reyna að blekkja sjálfa mig og segjast ætla að hætta öllu súkkulaði- eða nammiáti. Spurning að fara bara skynsömu leiðina í þessu. Allt er gott í hófi bara.

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Mig langar að fara eitthvað um páskana. Gott að hugsa um það núna korter í páskafrí Regína! Æ, svo á ég ekki krónu hvort eð er. Hvað er nú hræódýrt ferðalag án gistingar? Jú það er hægt að fara í bíltúr á Þingvelli kannski...jæja sjáum til hvað framtaksleysið og ofátið fleytir mér langt. Böööö upplífgandi í dag bara ha?