þriðjudagur, ágúst 31, 2004

...ekki fara að hlægja þó einhver sé að detta...

Muna ekki allir eftir þessu lagi og öllum þessum "reglum" sem maður lærði þegar maður var lítill? En það er bara ekki hægt að halda í sér þegar fólk dettur með slíkum glæsibrag eins og Smári gerði í dag. Hann var að hella upp á kaffi og endaði kylliflatur á gólfinu, veinandi ááááiiiii ááááiiiii...hahahaha. Hann datt svo hægt að ég náði að snúa mér við og sjá allt fallið í slow motion. Hann meiddist dálítið á fætinum og er búinn að vera haltrandi í dag. Þetta er svona You had to be there story...

anyway, raðaði linkunum aðeins og bætti við Pétri fræga frænda mínum

Góðar stundir!


mánudagur, ágúst 30, 2004

Hvað er yndislegra en að vakna á mánudagsmorgni (eða kannski nær hádegi) og ekki til hreint glas eða hnífur og ekkert að éta nema franskbrauð með smjöri, skolað niður með botnfylli af kók? Ég veit það svei mér þá ekki. Það er nokkuð ljóst að lungað úr deginum fer í þrifnað, þvotta og innkaup...maður gerir allt á hálfum hraða þessa dagana. Samt er ég pínu fegin að hafa þó eitthvað að gera, mættu bara vera skemmtilegri verkefni.

Helgin er meira og minna búin að fara í myndavélaleit og hjúikkit að það er búið! Við erum búin að panta vélina og fáum hana væntanlega á miðvikudaginn. Voða flott týpa á góðu verði. Jess! Mætti ekki seinna vera ef við ætlum að ná einhverjum bollumyndum af mér. Þá er bara næsta mál að tékka á jólaflugmiðum til landsins góða. Ohh það verður nú gott að heimsækja það og hitta familíuna og ÉTA ALMENNILEGAN MAT!!!

föstudagur, ágúst 27, 2004

Myndavéladagur.

Það mætti halda að heimilismeðlimir skitu peningum því nú á enn að fara að kaupa. Þó að nóg sé skitið þá er það ekki þaðan sem peningarnir koma heldur frá gamla góða íslenska skattmann. Í þetta skiptið er komið að myndavélakaupum. Við Smári erum búin að vera í allan dag á netinu að skoða vélar og erum orðin þokkalega biluð á að lesa öll þessi review um digital vélar. Farin að syngja í staðin fyrir að tala og svoleiðis rugl. Nú vil ég bara að einhver ljósmyndari bímist inn í stofuna hjá mér og komi með réttu myndavélina til mín á silfurbakka. Við þjáumst af valkvíða. Þegar við höldum að við séum búin að finna hina réttu vél, þá förum við að efast um hana og höldum að önnur sé betri, þar til næsta er betri en hún, en svo förum við aftur til baka á hina og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis bla bla bla %#(&%#"(=&$?"!.........

HJÁÁÁÁLP!!!

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ó mæ god! Þvílíkur önaður!

Ég byrjaði að bíða eins og krakki eftir jólunum klukkan tólf á hádegi. Hélt mér upptekinni með þrifnaði og röðunum alveg þangað til hann kom, esselska. Annars hefði ég gengið af göflunum. Klukkan nákvæmlega 15:50 kvittaði ég fyrir móttöku gripsins...Jesssss! Ég gat ekki einu sinni sest við tölvuna eftir að hann var kominn í hús. Verst var að þurfa að pína sig á foreldrafund, klukkutíma eftir að við vorum búinn að setja hann saman. AARRRG! Oft hefur verið leiðinlegt á þeim fundum en aldrei eins og núna, því nú gat maður ekki hugsað um annað en elsku besta nýja sófann heima. Pínu fyndið að hann tekur hálfa stofuna en só vott!? Hann er æði! Loksins eignuðumst við nýjan sófa, he he he og hí hí hí, jibbí og jei!

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

mánudagur, ágúst 23, 2004

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Þrír dagar í sófann. Það er það sem lífið gengur út á núna.

Takk fyrir. Bless.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Ja hérna hér! Þá er maður búinn að afgreiða tvö sommerfest á jafnmörgum dögum.

Fyrst í gærkveldi á Fritidshjemminu hans Benna þar sem allir áttu að koma með mat og éta hann svo að sjálfsögðu. Úr varð risastórt heljarinnar hlaðborð, voða flott og girnilegt með allskonar réttum. En men ó men hvað fólk er mikið fífl eitthvað. Nú er þetta þriðja sommerfestið sem ég fer á þarna og alltaf gengur jafn illa að fá sér af hlaðborðinu. Á einu horninu eru lagðir pappadiskar og plasthnífapör af einhverjum snilldar starfsmanni sem gerir það í áföngum. Ég sé hann alveg fyrir mér að fylgjast með angist og vitfyrringu okkar foreldranna sem vitum ekki okkar rjúkandi ráð þegar okkur vantar þessi nauðsynlegu áhöld. Hann hefur örugglega staðið bak við gluggann og hlegið kvikindislega og kannski tekið myndir af þessu. Mér fannst þetta sko ekki fyndið, það er fátt sem svangan mannin kætir nema matur. Það mæta greinilega allir sársvangir, því það liggur við slagsmálum við borðið. Þessi fífl kunna ekki og vita ekki hvernig maður á að gera. Sko það eiga allir að labba sama hringinn, góð hugmynd er að nota sólarhringinn til viðmiðunar. Ef þetta einfalda atriði er haft í huga eru góðar líkur á því að neytendur matarins geti nefninlega neytt hans á meðan hann er heitur. OOHHHH röfl ég veit, þetta er bara svo pirrandi pakk. Gott er að hafa góðan félagsskap til að bjarga stemmningunni. Voðalega er maður líka orðinn eitthvað samdauna þessu stundum skrítna samfélagi Dana. Maður er alveg hættur að kippa sér upp við að seldur sé bjór og reyktar sígarettur á öllum samkomum barnanna, hvort sem það er í skólanum eða bara hvar sem er. Ég fer einmitt alltaf á skemmtikvöld í 3ja U til að detta í það. Það eru sko bestu partýin!

Seinna festið var svo í dag hér á kollegíinu. Þar fór nú minna fyrir troðningi og pirringi, enda miklu meira pláss. Við litum aðeins út í garð svona um tvö leytið. Sonurinn hoppaði af áfergju í hoppukastala og við hjónaleysin stóðum úti í íslensku útileguveðri á kjaftagangi í u.þ.b. tvo tíma. Það var sossum miklu meira í boði en maður ekki í meira stuði en þetta í dag.

Meira er ekki um það að segja.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Verð að benda á skítalapistil snilldarfrænda míns Hnakkusar.

Svo er það enn ein dísin sem er farin að blogga, þó að hún búi ekki á kollegíinu gerði hún það einu sinni og flutti bara steinsnar frá, velkomin Steina!

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ohh hvað það er gott að eyða peningum og mikið af þeim. Við fórum nebblega í IKEA í dag til að kaupa barnarúm og skiptiborð sem er líka kommóða. Mikið gott að það sé yfirstaðið svo maður þurfi ekki að stressa sig lengur á því að það sé ekkert tilbúið áður en barnið kemur....maður veit aldrei hvenær því þóknast það. Hlakka til að búa um og svona.
Aðal eyðslan fór samt í hrikalega djúsí sófa sem ég get ekki beðið að fá, eftir viku....jjiiiiibbbíííí! Hvílík sæla að geta loksins hlammað sér í mjúkan og þægilegann sófa! Svo er hann meira að segja nógu langur (eða breiður ef út í það er farið) til að leggja sig í ....jesss. Held að við getum meira að segja bæði legið í honum og glápt á kassann. Þetta var sko alveg erfiðisins virði.

IKEA RÚLAR!

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Ó mæ god! Nú er ég búin að fara í síðustu læknisheimsóknina fyrir fæðingu og ég sé hann ekkert aftur fyrr en í 5 vikna skoðun barnsins. Heima á Íslandi væri ég byrjuð að fara vikulega í skoðun en það er ekki í boði hér. Ég fer ekki til ljósunnar fyrr en 9. september, tveim vikum fyrir áætlaðan fæðingardag og það er sem sagt síðasta skiptið. Jæks, hvað þetta er skuggalega nálægt mar!

mánudagur, ágúst 16, 2004

Alger óléttudagur.

Nú er svefnleysi farið að segja til sín. Það er bara vesen að skipta um svefnstellingu og ómögulegt að velta sér á hina hliðina án þess að vakna. Svo þarf auðvitað að pissa svona tvisvar til fjórum sinnum á nóttu, þannig að ég er eiginlega hætt að vakna úthvíld. Þá er ekkert annað að gera en að leggja sig í tíma og ótíma, njóta þess að gera það á meðan maður getur. Dagurinn fór semsagt bara í bókalestur og leggingar án svefns þó. Ég er nefninlega að lesa svo spennandi bók, Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð. Mér finnst það slá svolítið á fæðingakvíðann að lesa um fæðingar annara (og minnar).
Svo er ég farin að pæla í því hvað ég vil og ekki vil. Ég ætlaði að fæða í vatni en var eiginlega hætt við það en nú er ég eiginlega komin á það aftur. Svo er sonurinn alveg æstur í að vera viðstaddur, ég ætla að kanna hvað þær segja uppi á spítala. Hann er rosalega spenntur að fá að sjá fylgjuna...ha ha ha, ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Ég þori eiginlega ekki að fæða heima út af því hvernig gekk síðast og út af þessum mögulega litningagalla. Annars væri það eflaust best, kannski næst. Þetta hringsnýst allt í höfðinu á mér en samt gaman og spennandi.
Í svefnherberginu bíða fyrstu fötin sem ég keypti um daginn.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Kvikmyndagagnrýnandinn Regína

Alveg er skrítið hvað bíómyndaframleiðendur þurfa alltaf að troða ástarsögu í barnamyndir. Nú er sjálfur Garfield ekki óhultur. Reyndar var það ekki hann sjálfur sem átti í ástarævintýri heldur eigandi hans. Ég skil þetta bara ekki, þetta er barnamynd þar sem áhorfendahópurinn er svona á bilinu 4ra til 10 ára. Maður hefur það á tilfinningunni að verið sé að kenna þessum blessuðum börnum hvernig maður á að ná sér í deit og fleira í þeim dúr. Oj bara segi ég bara. Krakkar þurfa ekkert á því að halda, það er nógur tími til að pæla í því seinna. Væmið drasl sem kemur söguhetjunum ekkert við. Ef þetta ástarkjaftæði á að vera fyrir þá fullorðnu sem fara með börnin í bíó er það alveg misheppnað líka. Við nennum ekki að horfa á svona fyrirsjáanlegar klisjur. Ef okkur langar að sjá ástarsögu förum við á svoleiðis mynd, ekki á barnamynd.
Annars var þetta ágætis bíó, nema mér fannst eigandi Garfields ekki passa við þann sem maður er vanur úr myndasögunum. Þó að þetta hafi verið týpísk uppskriftamynd var kötturinn flottur og svo fuku nokkrir góðir brandarar. Níu ára sonurinn skemmti sér vel. Ég gef henni 7 af 10.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Úffumpúff...maður er bara alveg uppgefinn eftir nóttina. Burt séð frá hósti og snýtingum var ég svo mikið að reyna að komast í röð 32 í Ikea. Það var alveg sama hvað ég vaknaði oft ég hélt bara áfram að dreyma sama drauminn, ég skyldi komast í röð 32 í Ikea! Svona getur maður nú verið ruglaður. Ætli þessi tala tákni eitthvað?

Jæja og enn einn sólardagurinn runninn upp. Best að láta hann ekki fram hjá sér fara. Þeir eru örugglega ekki margir eftir. Ég ætla bara að vona að ég endist lengur í sólbaði en um daginn. Spurning með ströndina bara...hmmm?

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Damn! Stofan mín er of lítil fyrir hornsófann sem við hefðum annars keypt. Fjórir þúsund kallar fyrir stóran og girnilegan sófa....ohhh

mánudagur, ágúst 09, 2004

Í dag og um daginn.

Eftir sveitta nótt og sveittan dag sest ég við tölvuna og blogga. Eitthvað er betra en ekkert. Nú er orðið svolítið erfitt að vera mikið ólétt í miklum hita. Ég ætlaði aldeilis að ná mér í brúnku í dag og fór út á nærbrókinni með teppi, til í slaginn en entist bara í sirka klukkutíma. Þá var mér ekkert farið að lítast á blikuna. Þegar ég var komin inn sá ég í speglinum flekkótt andlit og var að fá dúndur hausverk, þannig að ég lagðist í rúmið með viftuna á fullu og jafnaði mig. Ja hérna! Kannski að ég fari bara að hlakka pínulítið til að unga þessu barni út!

Voðalega er maður búinn að afreka mikið og vera duglegur á stuttum tíma. Á meðan tengdó og frænkó voru í heimsókn var leigður bíll og ferðast, jibbí.
Eftir að hafa búið í Danmörku í 2 ár get ég núna loksins stolt sagt frá því að hafa komið til Fjónar, Jótlands og Svíþjóðar! Á laugardaginn fórum við í löngu lofaða ferð í Legoland og men ó men hvað það var heitt! Ég ráfaði þarna um í móki og hugsaði bara um að lifa þetta af en rosalega var þetta samt flottur garður. Við ætlum aftur á næsta ári og þá helst taka þetta á 2 dögum. Þetta er 3 tíma akstur aðra leið og eins gott að gista amk eina nótt. En smá ráð handa þeim sem ef til vill eru á leiðinni þangað: Takið með ykkur nesti, þetta er okurgarður helvítis! Til dæmis kostar hálfur lítri af vatni 15 krónur, dýrara en í seven í leven og þá er sko mikið sagt! Það verður sko keypt kælibox fyrir næstu ferð, ekki nóg með að svoleiðis sé notadrjúgt fyrir mat og drykk, heldur má nota það til að tylla sér á, séu fæturnir lúnir.
Jamm, gaman gaman. Það er nú meiri snilldin að leigja bíl, það gerum við örugglega aftur og förum þá kannski líka til úglanda.

Nú er aftur á móti málið að fara að taka því rólega. Ég er uppgefin bara eftir að skreppa út í búð, svo lítið er þrekið. Best að eyða síðustu vikum meðgöngunnar í að undirbúa komu nýja einstaklingsins. Redda vöggu, skiptiborði/kommóðu, ruggustól og svo framvegis.
Dísus, þetta nálgast óðum!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Helsingør er fallegur staður. Alveg lýgilegt hvað það er stutt til Svíþjóðar, liggur við að það sé í kallfæri. Gilleleje er ekki spennandi staður. Strandvejen er klikkaðslega flottur.