föstudagur, janúar 25, 2008

Vildi að sólarhringurinn væri svona fjórum tímum lengri.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Pönnsur, lambalæri, landsleikur og fjórir strákar...gæti ekki verið betra!

laugardagur, janúar 19, 2008

Hvernig fer maður að því að kúppla sig út úr vinnunni þegar maður er í fríi?

föstudagur, janúar 04, 2008

Blogggírinn er bara alveg í fyrsta...það er varla að bíllinn sé í gangi. Mér finnst ég bara ekki hafa frá neinu skemmtilegu að segja, ekki nenni ég að bauna út eintómum leiðindum. Að minnsta kosti hef ég takmarkaðann áhuga á að lesa svoleiðis.

Jólin og áramótin voru bara hin ánægjulegustu en ég verð að segja að ég er dauðfegin að þetta er búið. Við erum búin að henda út jólatrénu og byrjuð að taka skreytingarnar niður. Mér fannst það alltaf eitthvað svo tómlegt og hálfsorglegt áðurfyrr en núna er ég bara ánægð með að losna við jóladótið. Það besta við jólin eru börnin. Það var alveg yndislegt að upplifa jólin í gegnum Helga Magnús. Hann lék á alls oddi og fékk margar góðar gjafir sem hann leikur sér mikið með. Hann er þvílíkt búinn að taka framförum í málþroska og bara stoppar ekki....ohh það er svo gaman.

Ég er farin að vinna á fullu og það er aðeins erfiðara en ég hélt. Ég hélt að ég væri alveg orðin fullfrísk en er það ekki. Stressið er að drepa mig og álagið er mikið. Nú er ég semsagt komin í ólgusjó og þarf á björgun að halda. Þá er bara að kalla á hjálp og bíta á jaxlinn. Ég sem hef verið svo dugleg að vera jákvæð og bjartsýn er að missa móðinn í þeirri deild. Ég þarf að hugsa vel um heilsuna ef þetta á að ganga upp. Ofan á allt saman er ég byrjuð aftur að reykja. Ekki mikið, en nóg. Æ, ég sem ætlaði ekki að vera leiðinleg. En svona líður mér bara.