þriðjudagur, desember 12, 2006

Allt búið...síðasta nóttin yfirstaðin, von er á flutningabílnum eftir ca. tvo tíma þegar þetta er skrifað svo það er ekki seinna vænna en að fara að pakka niður tölvunni. Þetta verður því líklegast síðasta færslan í bili...bleee...

mánudagur, desember 11, 2006

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg. Við erum auðvitað á fullu í flutningsundirbúningi, íbúðin tæmd á morgun. Það er alveg fáránlegt að þetta sé síðasti dagurinn hér í íbúðinni okkar og aðeins ein nótt eftir hér. Á morgun förum við svo yfir í K-ið og verðum þar þangað til á fimmtudaginn þegar við fljúgum heim.

Enn ein tilfinningarússíbanareiðin hafin og eflaust koma margar í viðbót á klakanum. Ég á bágt með kveðjustundir, vonandi móðgast enginn við það.

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Sko... númer eitt:
Vill einhver kaupa af mér hátt barnarúm úr við sem er ca. 90x200 sm. keypt í Rúmfatalagernum fyrir 4 árum? Selst á 500 kall!

Númer tvö:
Er rugl að kaupa þvottavél og þurrkara í einu og sama tækinu...er betra að hafa sitthvora vélina?

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Stelpur það er algjört möst að eiga Touscher sokkabuxur. Ég varð amk alveg sannfærð eftir þessa auglýsingu!

Ég er farin að sakna ótrúlegustu hluta strax. Ég átti mjög tilfinningaþrungna stund í Fötex þegar ég áttaði mig á því að tannkremstúpan sem ég tók úr hillunni átti eftir að vera sú síðasta sem keypt yrði fyrir Helga Magnús í Danmörku. Vá hvað þetta var löng setning!

Við keyptum flugmiðana í gær og við lendum fimmtudaginn 14. des. Ótrúlega stutt í þetta...shit!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Takk, takk svo mikið fyrir kveðjurnar kæru stúlkur nær og fær!
Ég er að fylla út umsóknareyðublöð á vinnumiðlanir og ég er alltaf í vandræðum með að skrifa hver áhugamál mín eru. Ég stunda engar íþróttir, tek ekki þátt í félagsstörfum, á ekkert hobbý...hvað skrifar maður þá? -Þetta týpíska...ferðalög, góðar bækur, elda góðan mat, blebleble hljómar eins og miðaldra kelling...ég verð bara að vera dálítið kreatíf. Uppástungur?

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

átta var það heillin!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Jæks! Þá er vörnin á morgun og ég er að undirbúa mig. Ég get ekki beðið, ég hlakka bara til! Ég vona bara að það sé ekki vonds viti, ef það er hægt að orða það þannig. Svo getur alveg verið að stressið komi í kvöld eða í fyrramálið. Ég er bara búin að vera með nett kæruleysi í gangi, eins gott að það hafi borgað sig frekar en hitt! Ég er komin með algjört ógeð á að vera í skóla. Ég hlakka svo til að fara að vinna. Svo er týpískt að þegar ég er búin að vera að vinna í einhvern tíma, langi mig aftur í skóla...But anywho, ef allt gengur vel þá verð ég semsagt komin með The AP Degree in Marketing Management á morgun, ætli það heiti ekki diploma í markaðsfræði á íslensku. Vantar ekki akkúrat svoleiðis fólk á vinnumarkaðinn á Íslandi hmmmm...?

laugardagur, nóvember 18, 2006

Já já já, eru ekki allir hressir bara?
Ég er það en líka alveg að fríka út.
Gaman að segja frá því.
Nú held ég að það sé kominn tími á að biðja um kraftaverk.

Allt á að ganga upp ÓKEI???!!!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er með svolítið samviskubit af því að ég svara aldrei keðjubréfum sem mér eru stundum send. Svona til dæmis vina-, vinkonu-, eða uppskriftabréf sem maður á að senda áfram og svoleiðis...Þannig að þá vitið þið það, það þýðir ekkert að senda mér neitt svoleiðis, ég slít bara keðjunni. Svona var ég líka þegar ég var krakki og þetta hefur ekkert breyst þó að með tækninni sé þetta allt miklu auðveldara.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Hvenær ætlar fólk að fatta að eiturlyfjafíkn spyr ekki að aldri, kyni, kynhneigð, kynþætti eða þjóðfélagsstöðu? Kíkið á þetta

laugardagur, nóvember 11, 2006

ahh hvað það er gott að vera í smá fríi. -Fara út í búð eins og venjulegt fólk. Rosalega er samt alltaf erfitt að vakna á morgnana. Mér finnst alltaf vera mið nótt þegar ég vakna. Ég þarf að fara að leggja mig á daginn líka ef ég á að geta náð úr mér þessari þreytu. En þá kemst ég ekki yfir allt sem ég þarf að gera. Vandlifað...vandlifað

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Mikið er nú gott að vera til í dag. Margra mánaða fargi af herðum mínum er létt. Mér tókst í fyrsta skipti að skila af mér verkefni, -ekki á síðustu stundu. Nú er ég búin að láta "barnið" frá mér og það er dálítið erfiður viðskilnaður. Ekkert er hægt að bæta og breyta, það verður ekki aftur snúið. Líkaminn er greinilega ekki búinn að ná þessu því hann er alveg jafn samanhertur af vöðvabólgu, hausverk og almennum einkennum streitu. Það tekur dálítinn tíma að meðtaka að ég sé búin að skrifa. Líf mitt hefur undanfarið algjörlega gengið út á það, dag og nótt. Hugurinn stanslaust við verkefnið, ætti ég að gera þetta svona eða hinsegin? Ætti ég að sleppa þessu, eða bæta hinu við? Ég gerði a.m.k. það sem ég gat á þessum stutta tíma sem ég gaf mér og ég stend og fell með því, sama hvað ég hefði og hefði ekki átt að gera. Sem betur fer er þó tækifæri á að bæta sig í munnlega prófinu og möguleiki á að hækka sig í einkunn. En ég ætla að gefa mér frí fram á mánudag og byrja þá að undirbúa vörnina. Ég hlakka bara til, það verður svo frábært að ljúka þessu af, sama hvernig fer. Auðvitað er aðalmálið að ná, en ég er svolítið orðin metnaðargjarnari en það og langar alveg að fá meira en 6 fyrir verkefnið. Ég þori bara ekki að gera ráð fyrir neinu. Allt fyrir ofan 7 er bónus.

Jæja, best að setja á sig maskara, sem hefur verið frekar sjaldgæfur viðburður undanfarna daga, og drífa sig í bæjinn í lunch með Smára húsmóður...

þriðjudagur, október 31, 2006

Rosalega er þetta búinn að vera dimmur og drungalegur dagur. Það er ekki laust við að jólafílingurinn geri vart við sig. Sérstaklega þegar ég kveikti á kertum....ahhh kósí.

En tilfinningarússíbaninn virðist engan endi ætla að taka. Leigjandinn okkar á Íslandi var að hringja og segja upp leigunni frá og með næstu mánaðarmótum. Ég er bara farin til Íslands við þessar fréttir, við sem erum nýlega búin að ákveða að fresta því að flytja heim þangað til um páska eða næsta sumar. Je dúdda mía hvað þetta ruglar mig. Ég er þannig að mér líður mjög óþægilega þegar allt er í óvissu og ég er ekki með plan amk ár fram í tímann. Dísus kræst, ég má bara ekki við þessu. Ég er á kafi að berjast við að klára ritgerðina og alls ekki að vera að blogga!

mánudagur, október 30, 2006

Tökum afstöðu, sýnum samstöðu!

Ég ákvað að herma eftir Siggu Lísu og hvet alla til að skrifa undir, það tekur enga stund.

Kæri þú.

Fyrir skömmu gerðist það í Færeyjum að ráðist var á ungan mann fyrir það að hann neitar að fela þá staðreynd að hann er samkynhneigður og hann neitar að yfirgefa Færeyjar og lifa sem kynferðislegur flóttamaður annarsstaðar, langt frá fjöldskyldu og vinum. Árásin var það alvarleg að hann er búinn að vera á sjúkrahúsi síðan það var ráðist á hann.
Staða samkynhneigðra í Færeyjum er skelfileg og það skelfilegasta af öllu er að Löggjafaþing Færeyinga styður ofsóknir gegn samkynhneigðu fólki. Ég skora því á alla að fara inn á meðfylgjandi tengil og setja nafn sitt á danskan lista sem mótmælir þessu ástandi og skora á Löggjafaþingið að breyta ástandinu. Löggjafaþingið kemur saman í byrjun nóvember og fjallar þá um málið. Láttu þessa frétt berast og hvettu annað fólk til a skrifa sig á listann.

www.act-against-homophobia.underskrifter.dk

Ég hef lesið um þetta ástand í Færeyjum í dönskum blöðum hér og get bætt því við að nýlega las ég að það séu harðar deilur á færeyska þinginu um hvort bæta eigi við ákvæði í stjórnarskrána þar sem segir að ekki megi mismuna fólki eftir kynhneigð, líkt og þjóðerni eða kyni. Auk þess er athyglisvert að í Færeyjum notar maður ekki orð sem þýðir samkynhneigður, heldur kynvilltur. Tími til kominn fyrir Færeyinga að viðurkenna og virða samkynhneigð sem eðlilegan og náttúrulegan hluta lífsins.

föstudagur, október 27, 2006

Elsku allir...

Takk fyrir allar kveðjurnar og hlýju orðin, bæði þið hér á blogginu og allir aðrir sem ég hef talað við hér og heima. Það er á svona stundum að ég átta mig á því hvað ég á marga góða að og það er góð tilfinning. Það hjálpar rosalega.

Ég er alveg sokkin í verkefnavinnu og verð bara hálfpartinn að loka mig af ef ég á að ná að klára þetta á réttum tíma. Fjandinn hafi það, ég bara verð að útskrifast! Nú eru bara tvær vikur í skiladag og eins gott að ekkert klikki í þetta sinn, annars má ég hundur heita.

þriðjudagur, október 24, 2006

some things are not meant to be...

Ég hélt ég væri orðin "seif" og myndi ekki missa fóstrið en það gerðist nú samt. Það fór að blæða í gærmorgun og það ekki lítið. Ég fór á slysó á Amagerhospital og var þaðan flutt á Hvidovre þar sem ég var skoðuð og þar var mér sagt að fóstrið hefði dáið aðeins 6-7 vikna. Ég fór svo í smá aðgerð þar sem allt var fjarlægt.

Þetta er nú það sem gerist. Þetta var bara líf sem ekki átti að lifa. Náttúran sér um það. Ég hef það ágætt, er að átta mig á þessu hægt og rólega. Svolítið þreytt og vönkuð eftir svæfinguna en líður annars sæmilega.

Það kemur dagur eftir þennan dag...

laugardagur, október 21, 2006

Jeminn, ég ætlaði að vera löngu búin að bæta henni Nínu fínu vinkonu á Íslandi á bloggaralistann minn. En hér kemur hún semsé...

þriðjudagur, október 17, 2006

kokkurinn og skólinn hans Posted by Picasa

skrítin mynd í útskriftinni Posted by Picasa

Kokkurinn með bréfið góða og strákana sína tvo Posted by Picasa

Helgi Magnús á afmælisdaginn sinn. Posted by Picasa

laugardagur, október 14, 2006

Díses hvað ég er ekki að meika að skrifa þessa blessuðu ritgerð. Ég á svo erfitt með að einbeita mér að þessu því það hrigsnýst allt í hausnum á mér með flutninginn heim. Þetta er allt svo flókið með peninga og óléttu og húsnæði....æ æ æ. En ég veit að þetta reddast einhvern vegin eins og alltaf...en bara HVERNIG ???

Já og b.t.w. allir sem komu í afmælið hans HM...TAKK FYRIR DRENGINN!! Margir pakkar voru ómerktir svo ég veit ekki alveg hvað er frá hverjum, en allavega þetta var allt frábært og drengurinn er þvílíkt búinn að skemmta sér við að leika sér með allt dótið. Það sem toppaði þetta allt saman var prumpupúðinn, ég hef aldrei heyrt hann hlæja svona mikið...geðveikt krúttlegt. Semsagt takk fyrir okkur kæra fólk!

fimmtudagur, október 05, 2006

Litli hnoðrinn minn er tveggja ára í dag!
Hann gaf öllum á vuggestue ís og sunginn var afmælissöngur og blásið á kerti....gaman gaman.
Svo verður haldið upp á afmælið líklegast í næstu viku því foreldrarnir eru svo uppteknir um helgina.
Ég trúi því varla að tvö ár séu síðan ég fæddi þennan gullmola og finnst enn erfiðara að trúa því að ég fái einn í viðbót næsta vor.
Er lífið ekki bara dásamlegt?

JESSSSS!!!!!!!!!

Hann elsku elsku Smári minn er loksins orðinn kokkur! Hann var að klára í dag og fær bréfið formlega afhent á morgun. Ég er svo stolt af honum að gleðitárin hrynja niður og ég er með frosið bros. Það er ekki hægt að segja það nógu oft en

TIL HAMINGJU ÁSTIN MÍN!

fimmtudagur, september 28, 2006

Váááá hvað ég fékk mikið ógeð á þessari bloggsíðu og er eiginlega ekki búin að jafna mig ennþá. Ég er líka með ógeð á öllu, mér finnst vond lykt af öllu, flestur matur finnst mér viðbjóður og ég tek sérstaklega vel eftir hundaskítnum á götunum þessa daganna. Er vægast sagt í annarlegu ástandi sem á (ef Guð lofar) eftir að vera þannig í um það bil 7 mánuði í viðbót. Haaaa....???? Hvað ég er að bulla? Jú, það er rétt! Inn í mér er líf að vaxa og það tekur sinn toll...en gleðin og hamingjan yfirskyggja auðvitað óþægindin sem fylgir því að vera þessi hýsill vaxandi mannveru.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Verkefnið á næstum því hug min allan. En ég nýt þess líka að vera með fjölskyldunni. Benni er nýbúinn að vera veikur og HM með hita núna og búinn að gubba...litla greyjið. Þannig að hér er allt í rólegheitum og kannski ágætt að það sé einmitt rigning úti í dag, þá erum við amk ekki að missa af sólinni. Benni er að fara í tveggja daga hyttetur með skólanum á morgun, djöfull væri ég til í það.

Ég er ekki mikið að blogga því það er ekki frá miklu að segja eiginlega. Það snýst allt um skólann og heimflutning og bara gráan hversdagsleikann sem er reyndar ekki svo grár nema þá í veðrinu. Ég finn að ég er undir tímapressu og þá vil ég nota tímann eins vel og hægt er svo að við náum nú örugglega að halda planinu.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Jibbí...þá er ég búin að landa samningnum. Lokaverkefnið mitt verður skrifað fyrir Ice Travel sem er lítil íslensk ferðaskrifstofa hér í bæ. Spennandi og gaman að geta loksins hafist handa. Þá fer að sjá fyrir endanum á þessari blessuðu skólagöngu í bili. Og heimferðin nálgast, oh my god það eru ekki nema ca fjórir og hálfur mánuður í þetta. Svo margt sem þarf að gera og pæla...dísus ég er búin að vera í nettu raunveruleikasjokki yfir þessu öllu saman. En það er best að reyna að leggja það allt saman á hilluna á meðan við erum að klára skólana okkar við skötuhjúin. Tek einn dag í einu.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Á einhver ykkar nágranna minna Draumalandið eftir Andra Snæ og vill lána mér? Ég bara verð að lesa þessa bók!

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

andsk..djöf...helv...mér gengur ekkert að hætta að reykja...argggg!!!

SKAMM SKAMM Regína!

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

"Fjallgangan" mín gengur alveg robboslega vel bara. Það var stór sigur unninn í dag þegar ég fór út að ganga/skokka, loksins loksins! Ég er búin að vera á leiðinni í svona fjóra mánuði síðan ég keypti mér hlaupaskóna. Svo vantaði mig leggings eða eitthvað til að hlaupa í og íþróttabrjóstahaldara sem ég fann svo loksins á skikkanlegu verði.
Svo var smá dekur í gær þegar ég keypti mér ýmislegt stelpudót í HM...ohh það er bara alveg nauðsynlegt. Ekki nóg með það, heldur er ég í þriðja skiptið að lesa um hann Dalai Lama, bók sem heitir Leiðin til lífshamingu. Það er bara alveg endurnærandi að lesa þessa bók og mig þyrstir alveg í að lesa bækurnar hans. Það er sko alveg víst að þær hjálpa mikið á göngunni.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Þetta er ekki gert í Photoshop!!! Posted by Picasa

Við Benni fórum á Superman Returns í dag og ég komst að því að ég er bálskotin í honum ennþá, þótt að það sé kominn nýr leikari.

Nei, ég er miklu skotnari í þessum nýja.

(Hér á að vera mynd af Superman)

föstudagur, ágúst 11, 2006

Það var ekki alveg planað að gærkveldið endaði í faðmlögum við klósettskálina. Ekki heldur að ég kæmist ekki með HM á vuggestue af því að það rignir og engin regnföt til á heimilinu. En þetta verður samt frábær dagur því það er bara svo gaman að vera til...víííí

(hér átti að vera mynd af fiðrildi)

Ég er eiginlega hálffeimin við þessa hamingju en ég held fast í hana því annars getur hún bara horfið.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

ókei...nú er það alvara lífsins sem er tekin við af kærulausu sumarfríi. Allt í gangi bara, brjálað að gera. Ég skrifaði til dæmis TO DO lista í morgun....alveg ógeðslega langan en komst varla yfir helminginn af honum svo ég er eitthvað áfram bissí.

Góðar fréttir í gær...það er kominn íslenskur strákur í bekkinn hans Benna, this might be the beginning of a beautiful friendship.

Svo er bara allt annað gott. Ég er virkilega hamingjusöm þessa daganna. Ég veit ekki nákvæmlega af hverju en þetta bara gerist einhvernvegin innanfrá. Ég ætla ekkert að velta því fyrir mér...bara að njóta í botn. Mér finnst eins og hamingjan geti orðið meiri og meiri með hverjum deginum. Það er frábær tilfinning. Fiðrildi í maganum.

Á morgun legg ég svo af stað í fjallgöngu...í víðasta skilningi þess orðs. Ég veit ekki hvað hún er löng en það skiptir ekki máli því ég veit að toppurinn er efstur og að ég kemst þangað á endanum ef ég gefst ekki upp.

laugardagur, júlí 29, 2006

Kominn tími á smá blogg

Við komum heim úr skóginum á föstudaginn. Ég get ekki sagt að ég sakni hans mikið. Þetta var ágætis bústaður nema rúmin hefðu mátt vera aðeins þægilegri. Annars var hann voða sætur þó hann hafi ekki verið innréttaður beint eftir mínum smekk. Aðeins of mikið af teppum á gólfum og furðuleg blanda af asískum munum og ömmudóti fyllti hvern krók og kima bústaðsins.

Við vorum auðvitað ekkert alltaf að hanga inní bústað, heldur keyrðum hingað og þangað. Meðal annars í BonBonland, Marielyst og Knuthenborg Safaripark. Svo þrömmuðum við niður fjall til að sjá Møns Klint og upp aftur...endalaust margar tröppur. Það var samt ekki hægt að voga sér að kvarta, því minnsti fjölskyldumeðlimurinn labbaði alla leið upp (ca. 500 metra) án þess að blása úr nös! Ótrúlegt alveg! Ég er bara alveg að kafna úr stolti.

En best var að koma heim í litlu fínu íbúðina okkar, laus við leðurblökur, moskító, mý, geitunga, köngulær (næstum því) og kakkalakka (vonandi). Í ljóta kollegíið sem er svo fallegt að innan.

Kannski að ég skelli bara inn myndum við tækifæri. Annars er mamma nýkomin í heimsókn og þar með lengdist eiginlega sumarfríið hjá mér um viku. Smári er byrjaður í skólanum og strákarnir byrja á sínum stofnunum á mánudaginn. Þannig að æji aumingja ég er að fara með strákunum og mömmu á ströndina á morgun, þ.e. ef það rignir ekki ennþá. Ok, nenni ekki að skrifa meira í bili...

blessssss

föstudagur, júlí 21, 2006

dáldið fyndið...ég var að leika mér að því að fletta upp í íslensku orðabókinni og fletti meðal annars upp orðinu ævintýr. Merking númer þrjú er svona:


-sjaldgæft
hægðir til baks og kviðar
gera öll sín ævintýri gera öll sín stykki

Já og sei sei já...

Nú er undirbúningsdagur fyrir sumarbústaðaferð, gaman gaman. Ég hlakka til að hvíla mig á kollegíinu, Kaupmannahöfn, sjónvarpinu og tölvunni. Þetta verður æði, sama hvernig viðrar. Svo er bara harkan sex þegar við mætum aftur í bæinn. Smári byrjar í skólanum og mamma kemur í vikuheimsókn. Shit, þetta er allt að skella á og ég ekki nálægt því búin að finna fyrirtæki til að skrifa fyrir. Jæja, set þær áhyggjur á hilluna þangað til ég kem heim. Best að njóta á meðan hægt er.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Í dag komst ég í samband við Ameríkanann í sjáfri mér. Ég fékk mér samloku með hnetusmjöri og sultu...tvær.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

mmmm...

sólbað og saumó, verkefni dagsins

og þvo og vaska upp og allt það)

þriðjudagur, júlí 18, 2006

dísus...af hverju er svona heitt inni hjá mér?

laugardagur, júlí 15, 2006

Já og gleymdi næstum...Ragga Dís er mætt á svæðið. Ég fagna, og af því að hún er litla systir Siggu Lísu er hún að sjálfsögðu beint fyrir neðan hana.

Íííhhhaaaa....Við erum að fara hingað næsta laugardag og ætlum að vera í viku. Loksins tókst okkur að finna bústað og það á virkilega góðu verði.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Við, hófum daginn snemma og hjóluðum í Remiseparken í frábæru veðri og skemmtum okkur vel og dýrunum. Helgi Magnús er alltaf að verða færari í dýrahljóðum en þorir ekki alveg að gefa geitunum spagettí. Mikið er gaman að fara með honum í parkinn, hann nýtur sín svo vel hlaupandi um allt í víðáttubrjálæði.

Þegar ég sat og spjallaði við Smára á bekk í parkinum, ákvað ég að láta ekki einhverja fitukomplexa eyðileggja fyrir mér sumarið. Það hefur nefninlega oft gerst áður og er alveg fáránlegt í raun og veru. Það er nefninlega enginn að spá í þessarri aukafitu minni nema ég. Þetta er allt í hausnum á mér. Meira að segja þegar ég sé gamlar myndir af mér þar sem ég er ekkert feit man ég eftir að hafa haft þessa komplexa. Ég ætla bara að flaxa mínum appelsínuhúðuðu og æðahnútaskreyttum leggjum eins og ekkert sé...amk þegar ég er innan um ókunnuga...hahaha, ókei komplexinn ekki alveg farinn. En þó eitthvað í áttina.

Svo fór ég að pæla...ég held að hvert einasta sumar hafi ég verið í voðalegum vandræðum með sjálfa mig af því að ég var ekki eins grönn og ég var búin að plana einhverntíma um veturinn. Sama sagan endalaust að endurtaka sig...alveg fáránlegt líka.Heilbrigður lífstíll, það er málið. Að kunna sér hóf er líka málið. En ætli stærsta málið sé ekki hugarfarsbreyting. Þar kemur kannski skýringin á því hversvegna þetta er svona erfitt. Gott dæmi; þegar heim var komið úr parkinum raðaði ég í mig núðlusúpu, fór svo í barnaafmæli seinni partinn og gúffaði þar í mig pulsum, bjór og marengstertu.

Efnileg Regína, EFNILEG! Posted by Picasa

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Jæja nú erum við hjúin á fullu að leita að sumarhúsi/hytte fyrir viðráðanlegan pening á dýrasta tímabilinu og með ógeðslega stuttum fyrirvara. Það er ekki að ganga mjög hratt en mest vegna þess að við vorum svo lengi að ákveða hvað við vildum og þurftum að spekúlera svolítið í péningamálum. En mikið skelfingar ósköp er mikið af sumarhúsum og tjaldsvæðum í Danmörku...þetta er gjörsamlega endalaust og út um allar sveitir og eyjar. En stefnan er semsé að bruna eitthvað burt frá Kaupmannahöfn, skiptir ekki öllu hvert, bara að eitthvað skemmtilegt sé hægt að gera á svæðinu.

laugardagur, júlí 08, 2006

Æ ég er alveg að gefast upp á þessum aukakílóum. Ég er að spá í að fara á Herbalife. Ég veit það ekki, er það kannski algjört rugl? Bara ein af þessum töfralausnum sem er síðan bara engin lausn? Ég nenni ekki að spá í mat og uppskriftir og allt þetta. Ég held að mér myndi bara henta ágætlega að drekka einhvern drykk og kílóin fjúka burt. En hvað svo þegar óskaþyngdinni er náð? Fer ekki bara allt í sama horfið? Er ég þá orðin háð Herbalife það sem eftir er æfinnar? Ég veit að það er spurning um lífsstíl að halda sér í kjörþyngd en það hefur bara ekki gengið hjá mér hingað til. OHH ég er að fríka út á þessu!!! Posted by Picasa

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Hæ, ég heiti Helgi Magnús og ég EEELSKA spagettí! Posted by Picasa

úff það er svo heitt að ég er bara farin að óska mér að skipta í einn dag við Ísland í veðri. Ahhh ferskt loft og rigning. Og svo aftur sól og brjálaður hiti...ókei...reddessu

Maður er náttla ekki alveg að fúnkera í þessari mollu, gleymska og kæruleysi í gangi...íslenskt reggí í Kristjaníu í gær og hver veit hvað kvöldið í kvöld ber í skauti sér. Nú er hægt að gera það sem manni sýnist þegar engir gestir eru lengur...jibbíkóla. Nei nei segi svona, það er alltaf gaman að fá gesti, en líka ágætt þegar þeir eru farnir.

þriðjudagur, júní 27, 2006

jess...ég náði prófinu! Þvílíkur léttir að það sé yfirstaðið. Nú er það bara taka tvö í lokaritgerð og svo verð ég með The AP Degree in Marketing Management í desember...snilld. Vonandi fæ ég einhverja góða vinnu út á það.

Einn gestur farinn og tveir koma á morgun. HM í fótbolta, sumarfrí hjá strákunum og okkur öllum og tralala, allt er skemmtilegt. Væri samt til í að eiga aðeins meiri pening, en það er líka alveg hægt að gera helling fyrir lítinn pening hér í DK.

well, well...chiao í bili.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Ekki er öll vitleysan eins og þessi

hey!
- er einhver ykkar með eldfast mót heima hjá ykkur sem þið kannist ekki við?

Við söknum nefninlega okkar úr páskaveislunni miklu.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Það er nú meira hvað sólin, góður félagsskapur og yndisleg börnin geta gert mig þreytta...en líka svo sæla. Þetta geri ég í sumar á launum frá danska ríkinu með góðri samvisku. Ekki slæmt sumarjobb það!

miðvikudagur, júní 14, 2006

Jæja sit hér í algjörri þögn...strákarnir sofandi, Smári ekki heima og ekkert sjónvarp né útvarp í gangi...næs. Var að koma úr saumaklúbb þar sem umræðurnar snérust að mestu leyti um sjúkdóma og þess háttar. Ég var orðin hrædd um að HM væri bara kominn með heilahimnubólgu af öllu þessu sjúkdómatali. En ég held samt að ég geti verið róleg með það. Hann er reyndar búinn að vera veikur síðan á laugardaginn með voðalegar hitasveiflur, stundum hitalaus og rýkur svo upp í 39. Mér finnst þetta ferlega skrýtið og er að pæla í að hringja í lækninn á morgun, enda er þá kominn sjötti veikindadagurinn. Þetta má alveg fara að lagast núna.

Það er ekki beint stuð að hanga svona inni í þessu Mallorca veðri, þó það hafi eiginlega verið of heitt að vera allan daginn úti. Það var bara ágætt að hafa svolítið skýjað í dag. Við fjölskyldan verðum að vera í fínu formi á laugardaginn í 17.júní stemmningu...vá skrýtið, síðasti 17.júní í Köben....ohhh nú er allt síðasta eitthvað. Það eru ekki nema 6 mánuðir í að við flytjum heim og mér finnst ég ekki alveg tilbúin í það. Mér finnst ég ekki búin að sjá og gera allt sem mig langar og sé ekki alveg fram á að geta keypt allt sem mig langar að taka með mér í gáminn...en sjáum til sjáum til. Þetta hlýtur að reddast eins og alltaf.. ehhaggibara?

mánudagur, júní 12, 2006

Það er alltaf gott að fá góðar fréttir en stundum vekja þær bara fleiri spurningar. Ég var að fá að vita að ekkert sást á röntgenmyndunum sem voru teknar af lungunum. Auðvitað er það mikill léttir en ég þarf samt að fá að vita hvað þetta er sem er að plaga mig. Thank god að ég er hætt að reykja...vá hvað það er allt annað líf. Skil bara ekkert í mér að hafa reykt í 20 ár, fíflalegt alveg. Vonandi á ég ennþá séns.

En Jesús minn hvað það var eitthvað súrrealistiskt að sjá öskubakka til sölu í móttökunni á röntgenmyndatökustofunni!

föstudagur, júní 09, 2006

Jæja, stóra prófið búið og nú er bara að krossleggja fingur...plís að ég hafi náð. Er annars með ágæta tilfinningu fyrir þessu, mér tókst a.m.k. að svara svona 90% af þessu og kannski 10% af því var bull þannig að eru líkurnar ekki bara nokkuð góðar...hmmm? Ohh hvað mér finnst alltaf erfitt að bíða eftir einkunnum. Best að hafa bara nóg að gera í hinu langþráða fríi.....jeeeeeeeesssssssss

Gleðilegt sumar og HM!

fimmtudagur, júní 01, 2006

Hjálp!

Vill einhver vera svo elskulegur að lána mér lapptoppinn sinn í viku?

föstudagur, maí 26, 2006

Kjaftstopp

Þannig er ástandinu eiginlega best lýst. Ég kem mér ekki í að læra fyrir próf frekar en fyrri daginn. Um þessar mundir er ég alveg til í að láta þetta gott heita með skólagöngu ef ég einhverntíman klára þetta andsk...djö...drasl. Ég er bara ekki nógu öguð týpa í þetta held ég...æ ég veit það ekki, svo verður kannski allt annað hljóð í mér eftir ár.

En til hamingju Finnland! Vá hvað þeir redduðu Júróvision. Það verður spennandi að sjá allar hermikrákurnar á næsta ári, vonandi breytist þetta bara í einskonar evrópska músiktilrauna rokkkeppni.....haaalleeelúúújjaaaaaaaaaaaaaaaaaa!

sunnudagur, maí 14, 2006

jæja, þá er það lokaspretturinn...mér finnst ég alveg þurfa viku í viðbót til að bæta ritgerðina en það er víst ekki í boði. Ég þekki varla börnin mín lengur og sakna þeirra og Smára alveg ógeðslega mikið. Ég held ég hafi aldrei hlakkað svona mikið til að komast í frí eins og núna. Vá hvað ég á eftir að njóta þess, líka eins gott, síðasta sumarið okkar í Danmörku...

Hef ekki meira að segja í bili nema ritgerð próf ritgerð próf...ekkert skemmtileg

föstudagur, maí 05, 2006

jæja, nú er ég komin með nóg, kominn tími á quality time with the family

fimmtudagur, maí 04, 2006

vá hvad er erfitt ad halda einbeitingunni í thessu vedri

miðvikudagur, maí 03, 2006

Hef aldrei skilid...

-manneskjan sem ákvad ad strákahjól skyldu vera med støng, hlýtur ad hafa ruglast eitthvad í ríminu...thetta bara meikar engan sens

sunnudagur, apríl 30, 2006

hausverkur, bakverkur, rassverkur = ritgerdarsmíd

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Jæja, skrifin ganga hægt. Ég er búin að rekast á allskonar ófyrirséð vandamál og vesen en það er kannski það sem ég læri mest af. Ég er samt ennþá bjartsýn og held að þetta verði bara ágætis ritgerð þrátt fyrir allt. Það er gott að vera stressuð og undir tímapressu, það bara rekur mig áfram.

Ég er svo upptekin af þessu að ég hef ekki orku í neitt annað, varla að borða, hvað þá að æsa mig yfir sumum hálfvita baunum sem eru að kafna úr leiðinlegheitum og yfirgangi hér á kollegíinu. Ég er hvort eð er að flytja héðan eftir nokkra mánuði og get þá bara haft hlutina þar sem ég vil hafa þá og hegðað mér á þann hátt sem ég vil hegða mér án þess að það verði slideshow um það og hótanir um útburð.....jibbíííí. Þetta er bara fyndið fólk og ég get ekki annað en vorkennt því, aumingja fólkinu sem hefur greinilega ekkert betra að gera en að leggja útlenska námsmenn í einelti fyrir það eitt að eiga börn. Æ Æ Æ Buuuuhhuuu...djöfulsins aumingjar!
-nei nei ekkert æst sko, bara í hláturskasti.

Það er langt síðan Ísland hljómaði freistandi en það er bara farið að freista meir og meir þrátt fyrir hrakspár um að allt sé nú á leið til helvítis. Mér finnst ég vera búin að heyra þetta alla tíð og enn tóri ég. Já já það er líka fullt af leiðinlegum hlutum í gangi á Íslandi, eins og tildæmis umferðarmenningin, verðlagið, veðurfarið, steingeldir stjórnmálamenn, jólavitfirringin og ég veit ekki hvað og hvað. En fjandinn hafi það, er einhver staður á jörðinni fullkominn? Er þetta ekki bara spurning um hugarfar?

sunnudagur, apríl 23, 2006

shit, nú eru bara þrjár vikur þangað til ég á að skila ritgerðinni. Nú hrekkur allt almennilega í gang. Það er ekki tími til að hugsa, bara skrifa, skrifa og skrifa...og hætta þessari fullkomnunaráráttu, hún er bara fyrir mér. Verð að einbeita mér að því að koma hlutunum bara niður á blað, smíða helvítis draslið og lagfæra svo seinna, ekki vera endalaust að reyna að fullkomna hvert einasta smáatriði og brenna svo úti á tíma.

AAAAAAAArrrrrrrrrhhhhhhhhhh

-Þetta SKAL takast, hvernig svo sem ég fer að því!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, apríl 22, 2006

dæs

Æ, ég vorkenni mér pínu að þurfa að húka inni að læra á meðan sólin skín úti.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

jææææja já....gaman að þvíííí

laugardagur, apríl 08, 2006

Nokkrir punktar

  • ég er búin að fá mér barnastól á hjólið
  • Benni kemur heim eftir viku
  • Páskarnir eru eftir viku
  • ég er sykurfíkill á háu stigi
  • ég er nikótínfíkill á háu stigi
  • ég er koffeinfíkill á háu stigi
  • ég er búin að kaupa mér hlaupaskó
  • ég er ekki dugleg að skrifa verkefnið mitt
  • Smári fer í skólann 31.júlí
  • Helgi Magnús er frekur og skemmtilegur

ég er farin í sturtu...ble

föstudagur, mars 31, 2006

mont...

Ég er ad fara á tónleika med RADIOHEAD 7.maí...liggaliggalái...liggaliggalái

þriðjudagur, mars 28, 2006

Barnastóll óskast!

Mig vantar svo mikið barnastól á hjólið (barnahjólastól hehehe). Datt í hug að henda inn auglýsingu hér.

Er ekki einhver sem þarf að losa sig við svoleiðis og vill selja mér?

Ég var ekki alveg tilbúin að borga 650 kall fyrir þennan sem fæst út í Amager Center og það var enginn stóll til í Cash and Carrry.

Það sem er helst í fréttum er annars að Smári snéri sig á ökklanum, eða hvað þetta nú heitir og haltrar um allt með hækjur og er stokkbólginn. Þannig að nú er ég nánast einstæð móðir næstu dagana og kannski vikurnar. Það er nú alveg til þess að komast yfir undir venjulegum kringumstæðum en þær eru bara ekki venjulegar núna. To do listinn minn er geðveikt langur og svo er ég að rembast við að hafa tíma til að skrifa ritgerðina sem gengur allt of hægt. En jæja, maður kemst yfir þetta eins og allt annað.

Gamalmenni eiga ekki að spila fótbolta og hana nú!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Nú dregur aldeilis til tíðinda

jæja, þá er það ákveðið. Flytjum heim til Íslands næsta vetur, stefnum á að vera komin heim fyrir jól. úff og púff, skrítið, gaman, kvíði, tilhlökkun, spenna, hærigrautur. En hamingjusamasti Benni í heimi.

mánudagur, mars 13, 2006

Af hverju er paradísartréð mitt með hvítar freknur?

þriðjudagur, mars 07, 2006

jess...

náði markaðsrannsóknarkúrsinum. læt mér það sko að kenningu verða að koma mér aldrei aftur í svona tímaþröng. frekar skila ég lokaverkefninu of snemma en að standa í þessari vitleysu.

maginn minn er eitthvað að mótmæla grænmetis átinu. svekk!

sunnudagur, mars 05, 2006

jæja, bjóst ekki alveg við að nýji mánuðurinn myndi taka á móti mér með veikindadrullu og leiðindum því fylgjandi. við skötuhjúin bæði veik um helgina. svoleiðis er gengur eiginlega ekki þegar engin amma og afi eru til afleysinga til að hugsa um börnin. reddast þó allt að lokum, því maður bara verður!

þá er það mánudagurinn skælbrosandi sem byrjar með tannlæknaheimsókn en vonandi ánægjulegum enda því þá fæ ég líka að vita hvað ég fæ fyrir verkefnið sem ég var allt of sein að byrja á. í framhaldi af því ræðst svo hvort ég byrja strax á lokaverkefninu eða lagfæri hitt. alltaf gaman að hafa smá spennu í lífinu...hmmm.

komst svo að því í dag að risið fyrir ofan íbúðina okkar á íslandi er til sölu og nú eru draumórar regínu farnir ærlega af stað!

föstudagur, mars 03, 2006

nýr mánuður. ný árstíð. nýtt verkefni. nýtt mataræði. nýr kafli. nýtt líf?

laugardagur, febrúar 25, 2006

algjört svindl

vonandi verða aðstæðurnar orðnar betri þegar ég er orðin gömul en þær eru núna fyrir ömmu mína og afa...kíkið á þetta

föstudagur, febrúar 24, 2006

ég er snillingur...

í að koma mér í tímapressu. er í svoleiðis núna. þarf að skila skýrslu á mánudaginn sem ég er sama sem ekkert byrjuð á en er búin að hafa tvær vikur til að gera. þetta tekst engum nema snillingum eins og mér.

mánudagur, febrúar 20, 2006

jahérnahér. sumir dagar eru betri en aðrir, sérstaklega þegar maður fær það sem maður vill. það gerðist einmitt í dag. ég fór nebbla að hitta hann Martin vin minn á Nordatlantens Brygge og við náðum samkomulagi um að ég geri semsé lokaverkefnið fyrir Bryggjuna. ég glöð og mikið glöð. vei vei vei!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Slappað af og horft á kassann Posted by Picasa

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

meira af klósettþrifapælingum...

já athyglisvert þetta með klósettþrif gæjanna stelpur...hmm. Ætli það myndi virka ef maður myndi bara hætta að þrífa klósettið. Hvað ætli skítaþröskuldurinn sé hár? Ég hef prófað þessa aðferð með þvottinn og sú aðferð dugði í stuttu máli ekki. Það er líka verst að ég get bara ekki hugsað mér að bíða svo lengi með að þrífa klósettið til að láta á það reyna. En áhugaverð tilraun samt.

mánudagur, febrúar 13, 2006

jamm og jæja, það gengur á ýmsu, segi nú ekki annað. Mánudagur til mæðu er alveg að bera nafn með rentu í dag. Ég fæ mig bara ekki til að vera dugleg í dag og samviskubitið læðist aftan að mér en kemst samt ekki allt of nálægt mér því ég er á móti samviskubiti. En annars er allt í gangi. Ég er að fara á fund á miðvikudaginn með PR gæjanum á Nordatlantens Brygge og vonandi kemur samkomulag um lokaverkefnið mitt út út þeim fundi. Þetta virðist vera hress gaur svona af myndinni af honum að dæma, vonum það. Vonandi kem ég hlutunum sæmilega út út mér, hef eiginlega ekki talað neina dönsku undanfarið hálft ár nema svona rétt svo "tak skal du have" og "jeg skal bede om...", svona búðarmál bara. Nei nei þetta verður hið besta mál ég hlakka mjög mikið til og krosslegg fingur fyrir sjálfa mig að þetta gangi nú upp. Líka eins gott því ég er ekki með neitt annað í sigtinu en ef allt fer á versta veg gæti ég tekið þátt í verkefnasamkeppni í skólanum og unnið mér inn 25.000 kall...ekki slæmt og veitir sko ekki af peningum í budduna mína.

En well well, nóg komið í bili...later dudes!

föstudagur, febrúar 10, 2006

Í framhaldi af mjög svo áhugaverðum klósettburstavangaveltum hjá Lilju er ég að pæla...Hversu margar eiga kærasta/mann sem þrífur klósettið?

Ég skal svara fyrst: Ekki ég!

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Það er ekki laust við að maður sé orðin smeykur...varla að ég þori í Metróinn.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Allt í lagi, allt í lagi, ég skal þá blogga....

Eftir endalausar áskoranir og vegna gífurlegra vinsælda er ég einfaldlega knúin til að hripa niður nokkrar línur.

Sko, nýjustu tölur:

  • samningatækniprófið gekk ekki allt of vel en ég náði þó og er bara fegin að það sé búið og út út mínu lífi forever...semsagt fékk 7.
  • fór í market communication próf í dag og er bara alveg að drepast úr monti...fékk í stuttu máli 11! Ef einhvern skyldi nú einhverntíman vanta auglýsingaráðgjafa, þá er ég semsagt manneskja númer eitt.
  • prófið sem mér gekk illa í um daginn, gekk eftir, gekk illa. Fékk 5 sem þýðir þó að ég var nálægt því að ná þó að mér hafi ekki tekist að svara 35% af prófinu og handskrifaði. Næ því næst...pottþétt!
  • þá er það óráðin ráðgáta hvernig næsta próf fer sem er á þriðjudaginn. Nefninlega spænska.
Svo er það nælið frá Siggu Lísu...wúalla...

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á...

Nip/Tuc
LOST
Desperate Housewifes
Krøniken (og fleiri)

4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur...
ég horfi ekki á myndir aftur og aftur en nokkrar eru í uppáhaldi:
Með allt á hreinu
Pulp Fiction
Tacones lecones (ef ég man nafnið rétt)
meira kemur ekki upp í huga mér

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega...
Bloggrúnturinn
skólinn minn
G-mailinn
mbl eða vísi ekki alveg daglega þó

4 uppáhalds máltíðir...
Kjötsúpa
læri
djúsí nautasteik a la Smári
ítalskur ís, þó það flokkist stragt til tekið ekki sem máltíð get ég alveg borðað heila máltíð af ítölskum ís...svo er mikið, mikið meira í uppáhaldi

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur
OK computer
allir Nick Cave diskar
Hrekkjusvínin
Buena Vista Social Club....og margir, margir, margir fleiri

Þá er það komið á hreint!


laugardagur, janúar 21, 2006

æ...ég veit ekki. Ég er ekki alveg að nenna þessu bloggi. Ég er að hugsa um að taka mér bara frí frá þessu og detta svo bara inn aftur ef ég verð í stuði. Það væri kannski lag að setja bara upp einhverja myndasíðu, veit ekki, sé til. Posted by Picasa

föstudagur, janúar 13, 2006

Jæja jæja, prófið gekk vægast sagt illa og í einn dag leið mér eins og hálfvita. Kann ekki neitt, get ekki neitt og veit ekki neitt var ofarlega á baugi hjá mér þann daginn. Svo ákvað ég bara að það gengur auðvitað ekki að hugsa svona og breytti því í gömlu góðu lummuna, ég bæði þori, get og vil. Maður þarf að gera mörg mistök til að ná árangri. Fá fullt af neium til að fá já og svo lengi lifir sem lærir og þetta er nú ekki heimsendir og það gengur bara betur næst og æfingin skapar meistarann. Ókei?!

laugardagur, janúar 07, 2006

Ég í hnotskurn...

Inflation, employment, GDP, exchange rate, balance of payments, demand and supply, fiscal policy, monetary policy, interest rate, central bank, government, supply policy, Phillips curve...og ég veit ekki hvað og hvað. Búin að lesa úr mér allt vit. Nei, vonandi veit ég eitthvað um hagfræði eftir yfirlegu síðustu daga. Prófið byrjar á mánudaginn og líka nýji kúrsinn í skólanum og svo er líka að finna fyrirtæki til að skrifa fyrir. Úff og púff...ekkert meira um það að segja.