Váááá hvað ég fékk mikið ógeð á þessari bloggsíðu og er eiginlega ekki búin að jafna mig ennþá. Ég er líka með ógeð á öllu, mér finnst vond lykt af öllu, flestur matur finnst mér viðbjóður og ég tek sérstaklega vel eftir hundaskítnum á götunum þessa daganna. Er vægast sagt í annarlegu ástandi sem á (ef Guð lofar) eftir að vera þannig í um það bil 7 mánuði í viðbót. Haaaa....???? Hvað ég er að bulla? Jú, það er rétt! Inn í mér er líf að vaxa og það tekur sinn toll...en gleðin og hamingjan yfirskyggja auðvitað óþægindin sem fylgir því að vera þessi hýsill vaxandi mannveru.
fimmtudagur, september 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)