laugardagur, júní 28, 2008

Kúnstin að njóta lífsins...er að rifja hana upp og stefni að því að verða snillingur í henni.Tek einn dag í einu.

mánudagur, júní 23, 2008

Í gær fékk ég þær sorgarfréttir að kona væri dáin. Kona sem ég þekkti vel þegar ég var lítil. Alltaf læðist hann að manni öðru hvoru þessi óskiljanlegi dauði. Alltaf of snemma. Þessi kona átti heimili sem ég bjó á með mömmu þegar ég fæddist og á meðan ég var smábarn. Ég var svo heimagangur hjá henni í mörg ár. Sonur hennar var mér sem bróðir. Mér þykir svo vænt um þessa fjölskyldu og langaði alltaf að treysta aftur böndin sem voru svo sterk en tóku að rofna um unglingsaldur. Var alltaf á leiðinni. Núna síðast þegar ég labbaði fram hjá húsinu hennar á göngu um bæinn á 17. júní með fjölskyldunni. Hvenær ætla ég að læra að fresta ekki hlutum. Einn daginn er það bara of seint, eins og núna.

Elsku Brynja mín, ég sakna þín og vildi að ég hefði staðið mig betur. Þú varst mikilvægur hluti af lífi mínu og ég mun aldrei gleyma þér, hve falleg og góð manneskja þú varst.