fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Viðbjóður dauðans!

Í gær átti ég viðbjóðslegasta morgun ever! Það byrjaði á því að þegar ég var nýkomin á fætur og á leiðinni á tojarann kemur Benni og ælir á gólfið og svo í klósettið. Mmmm...hver dreymir ekki um ælu svona í morgunsárið? Jæja, svo ætla ég að taka Helga Magnús upp úr rúminu sínu en geng alveg á þvílíkan kúkafýluvegg. Sá litli var með æðislegan súran niðurgang upp á bak...nammm!
Jæja, ég geng frá því máli og tel mig nokkuð seif, nema hvað að Benni bendir mér á kakkalakka í eldhúsinu, ekki einn, heldur tvo...vel stóra!

Takk fyrir bless, ég hraða mér út frá þessu ógeðslega heimili og niður á metróstöð (því nýja hjólið mitt er bilað). Nei, ógeðið hætti ekki að elta mig. Þegar ég er á leiðinni niður rúllustigan sé ég gamlan karl með einhvern mesta viðbjóð sem ég hef augum barið um æfina. Út frá kinninni hékk einkver viðbjóðsleg brún kúla, örugglega æxli, svipað stórt og golfkúla, dinglandi, glansandi ógeeeeeeð!!! Oj, ég fæ æluna upp í háls núna þegar ég hugsa um þetta.

Þetta stoppar ekki þarna...ó nei, því þegar ég fór á klósettið í skólanum, tók á móti mér þessi líka æðislegi kúkur í klósettinu með tilheyrandi lykt. Hvað er að fólki? Af hverju sturtar það ekki niður eftir sig? Og hvað er málið með klósettpappírinn alltaf út um allt gólfið?