laugardagur, febrúar 25, 2006

algjört svindl

vonandi verða aðstæðurnar orðnar betri þegar ég er orðin gömul en þær eru núna fyrir ömmu mína og afa...kíkið á þetta

föstudagur, febrúar 24, 2006

ég er snillingur...

í að koma mér í tímapressu. er í svoleiðis núna. þarf að skila skýrslu á mánudaginn sem ég er sama sem ekkert byrjuð á en er búin að hafa tvær vikur til að gera. þetta tekst engum nema snillingum eins og mér.

mánudagur, febrúar 20, 2006

jahérnahér. sumir dagar eru betri en aðrir, sérstaklega þegar maður fær það sem maður vill. það gerðist einmitt í dag. ég fór nebbla að hitta hann Martin vin minn á Nordatlantens Brygge og við náðum samkomulagi um að ég geri semsé lokaverkefnið fyrir Bryggjuna. ég glöð og mikið glöð. vei vei vei!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Slappað af og horft á kassann Posted by Picasa

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

meira af klósettþrifapælingum...

já athyglisvert þetta með klósettþrif gæjanna stelpur...hmm. Ætli það myndi virka ef maður myndi bara hætta að þrífa klósettið. Hvað ætli skítaþröskuldurinn sé hár? Ég hef prófað þessa aðferð með þvottinn og sú aðferð dugði í stuttu máli ekki. Það er líka verst að ég get bara ekki hugsað mér að bíða svo lengi með að þrífa klósettið til að láta á það reyna. En áhugaverð tilraun samt.

mánudagur, febrúar 13, 2006

jamm og jæja, það gengur á ýmsu, segi nú ekki annað. Mánudagur til mæðu er alveg að bera nafn með rentu í dag. Ég fæ mig bara ekki til að vera dugleg í dag og samviskubitið læðist aftan að mér en kemst samt ekki allt of nálægt mér því ég er á móti samviskubiti. En annars er allt í gangi. Ég er að fara á fund á miðvikudaginn með PR gæjanum á Nordatlantens Brygge og vonandi kemur samkomulag um lokaverkefnið mitt út út þeim fundi. Þetta virðist vera hress gaur svona af myndinni af honum að dæma, vonum það. Vonandi kem ég hlutunum sæmilega út út mér, hef eiginlega ekki talað neina dönsku undanfarið hálft ár nema svona rétt svo "tak skal du have" og "jeg skal bede om...", svona búðarmál bara. Nei nei þetta verður hið besta mál ég hlakka mjög mikið til og krosslegg fingur fyrir sjálfa mig að þetta gangi nú upp. Líka eins gott því ég er ekki með neitt annað í sigtinu en ef allt fer á versta veg gæti ég tekið þátt í verkefnasamkeppni í skólanum og unnið mér inn 25.000 kall...ekki slæmt og veitir sko ekki af peningum í budduna mína.

En well well, nóg komið í bili...later dudes!

föstudagur, febrúar 10, 2006

Í framhaldi af mjög svo áhugaverðum klósettburstavangaveltum hjá Lilju er ég að pæla...Hversu margar eiga kærasta/mann sem þrífur klósettið?

Ég skal svara fyrst: Ekki ég!

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Það er ekki laust við að maður sé orðin smeykur...varla að ég þori í Metróinn.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Allt í lagi, allt í lagi, ég skal þá blogga....

Eftir endalausar áskoranir og vegna gífurlegra vinsælda er ég einfaldlega knúin til að hripa niður nokkrar línur.

Sko, nýjustu tölur:

  • samningatækniprófið gekk ekki allt of vel en ég náði þó og er bara fegin að það sé búið og út út mínu lífi forever...semsagt fékk 7.
  • fór í market communication próf í dag og er bara alveg að drepast úr monti...fékk í stuttu máli 11! Ef einhvern skyldi nú einhverntíman vanta auglýsingaráðgjafa, þá er ég semsagt manneskja númer eitt.
  • prófið sem mér gekk illa í um daginn, gekk eftir, gekk illa. Fékk 5 sem þýðir þó að ég var nálægt því að ná þó að mér hafi ekki tekist að svara 35% af prófinu og handskrifaði. Næ því næst...pottþétt!
  • þá er það óráðin ráðgáta hvernig næsta próf fer sem er á þriðjudaginn. Nefninlega spænska.
Svo er það nælið frá Siggu Lísu...wúalla...

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á...

Nip/Tuc
LOST
Desperate Housewifes
Krøniken (og fleiri)

4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur...
ég horfi ekki á myndir aftur og aftur en nokkrar eru í uppáhaldi:
Með allt á hreinu
Pulp Fiction
Tacones lecones (ef ég man nafnið rétt)
meira kemur ekki upp í huga mér

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega...
Bloggrúnturinn
skólinn minn
G-mailinn
mbl eða vísi ekki alveg daglega þó

4 uppáhalds máltíðir...
Kjötsúpa
læri
djúsí nautasteik a la Smári
ítalskur ís, þó það flokkist stragt til tekið ekki sem máltíð get ég alveg borðað heila máltíð af ítölskum ís...svo er mikið, mikið meira í uppáhaldi

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur
OK computer
allir Nick Cave diskar
Hrekkjusvínin
Buena Vista Social Club....og margir, margir, margir fleiri

Þá er það komið á hreint!