Allt í lagi, allt í lagi, ég skal þá blogga....
Eftir endalausar áskoranir og vegna gífurlegra vinsælda er ég einfaldlega knúin til að hripa niður nokkrar línur.
Sko, nýjustu tölur:
- samningatækniprófið gekk ekki allt of vel en ég náði þó og er bara fegin að það sé búið og út út mínu lífi forever...semsagt fékk 7.
- fór í market communication próf í dag og er bara alveg að drepast úr monti...fékk í stuttu máli 11! Ef einhvern skyldi nú einhverntíman vanta auglýsingaráðgjafa, þá er ég semsagt manneskja númer eitt.
- prófið sem mér gekk illa í um daginn, gekk eftir, gekk illa. Fékk 5 sem þýðir þó að ég var nálægt því að ná þó að mér hafi ekki tekist að svara 35% af prófinu og handskrifaði. Næ því næst...pottþétt!
- þá er það óráðin ráðgáta hvernig næsta próf fer sem er á þriðjudaginn. Nefninlega spænska.
4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á...
Nip/Tuc
LOST
Desperate Housewifes
Krøniken (og fleiri)
4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur...
ég horfi ekki á myndir aftur og aftur en nokkrar eru í uppáhaldi:
Með allt á hreinu
Pulp Fiction
Tacones lecones (ef ég man nafnið rétt)
meira kemur ekki upp í huga mér
4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega...
Bloggrúnturinn
skólinn minn
G-mailinn
mbl eða vísi ekki alveg daglega þó
4 uppáhalds máltíðir...
Kjötsúpa
læri
djúsí nautasteik a la Smári
ítalskur ís, þó það flokkist stragt til tekið ekki sem máltíð get ég alveg borðað heila máltíð af ítölskum ís...svo er mikið, mikið meira í uppáhaldi
4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur
OK computer
allir Nick Cave diskar
Hrekkjusvínin
Buena Vista Social Club....og margir, margir, margir fleiri
Þá er það komið á hreint!
|