Þessi helgi var alveg einstaklega fljót að líða. Ég bara trúi því ekki að ég sé að fara að vinna á morgun. Jæja, vikan er svosem álíka fljót að líða. Tíminn bara flýgur þegar það er mikið að gera. Stundum finnst mér það gott því ég held að mér myndi bara leiðast ef ég væri ekki svona bissí. Stundum finnst mér eins og tíminn líði allt of hratt og ég sé að missa af tækifærinu til að nota hann í eitthvað miklu mikilvægara sem ég reyndar veit ekki alveg hvað er.
|