þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Já bla bla bla. ég er enn að meðtaka þetta ástand, enn að átta mig á því að þetta er ekki einhver draumur eða martröð kannski frekar. Annars er ég hamingjusöm sko...hef bara áhyggjur af framtíðinni, er brjálæðislega reið yfir þessu og er óendanlega hneyksluð á því að þetta gat farið svona illa. Iss við erum bara rétt farin á kíkja á topp ísjakans, það á margt ljótt eftir að komast upp á yfirborðið. Manni er skapi næst að flytja bara til útlanda og gefa skít í þetta. Sjáum til, það væri auðvitað hrikaleg synd og ekki til að bæta ástandið ef fólksflóttinn verður mikill. En þegar allt kemur til alls verður maður að hugsa um fjölskylduna sína og sjá börnunum sínum fyrir sómasamlegum lífsskilyrðum. Þó ég vilji kosningar alveg absalút, því að ég er á því að það eigi að reka óhæft fólk úr vinnunni sinni, þá þykist ég vita að ekkert skárra takið við. Svona er maður alveg búinn að missa gjörsamlega trúna á stjórnmálamönnum og ekki var hún mikil fyrir.