Handboltadagur
Þvílík og önnur eins leti maður! En svona eiga líka sunnudagar að vera. Hef ekki hreyft mig í allan dag...eða...jú, náði að ryksuga. Svo er ég orðin húkkt á handbolta, það er mjög letjandi. Sem betur fer er þetta síðasti dagurinn á Evrópumótinu. Hélt ekki að Dönum myndi ganga svona vel. Þeir hefðu meira að segja getað unnið Þjóðverja ef þeir hefðu ekki verið svona hræddir við þá. Skil það vel, þeir eru þvílíkir risar og svo eru þeir í svo ógnvekjandi búningum! Þetta er líka stóri bróðir Dana, eiginlega Þjóðverjagrýlan.
Ekki hefði ég getað ímyndað mér að ég, antisportistinn, ætti nokkurntíma eftir að verða svona húkkt á handbolta. Auðvitað fylgist maður alltaf með þegar Ísland er að spila en þetta er gengið lengra. Ég ætla sko ekki að tala um einhver vonbrigði með Íslenska landsliðið. Ég meina, það er bara undur að við skulum yfirleitt fá að taka þátt í þessum stóru mótum. Við ætlum okkur auðvitað allt of mikið en þannig er bara okkar íslenska mentalitet. Við værum ekki þessi þjóð sem við erum í dag ef við hefðum það ekki. Örugglega bara einhver dönsk sýsla! Það borgar sig auðvitað ekkert að breyta því, engin ástæða til þess. Við mættum kannski frekar fara að læra af mistökunum og feisa líka að það vantar breidd í liðið og mun eflaust alltaf gera. Það er nefninlega ekki úr svo mörgum spilurum að ráða. En nú er mál að linni! Þetta er örugglega fyrsta og síðasta íþróttablogg/þvaður sem birtist á þessari síðu.
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|