mánudagur, maí 30, 2005

Óþolandi ömurlegur kúnni í okurbúllunni

Dæs maður. Fór í ISO áðan sem er, fyrir þá sem ekki vita, matvörubúð í dýrari kanntinum, vonandi þarf ég ekkert að fara þangað aftur. Mig vantaði barnamat og fisk í kvöldmatinn og þar sem hvorutveggja fæst einmitt í einni og sömu búðinni, nemlig í ISO, fór ég þangað. Svo þegar ég kom að kassanum og búin að versla þetta plús aðeins meira auðvitað og búin að týna allt draslið upp á færibandið uppgötvaði ég að ég átti eftir að vigta kirsuberin....ohhh. Fullt af fólki í röð fyrir aftan mig og ég heyrði það alveg hugsa eins og ég geri alltaf sjálf...."hálfvitinn þinn!" Svo þegar ég kom að vigtinni var enginn takki fyrir kirsuber svo kassastrákurinn veifaði til mín með uppgjafarsvip að ég ætti bara að koma, sleppa því að vigta.

Jæja, kemur svo að aðal dæminu, mómentinu mínu. Helvítis draslið kostaði yfir 400 krónur! Ég var bara með 200 kall og 74 krónu flöskumiða. Svo stóð ég eins og asni og endurtók "firehundredeflefleflefle....?firehundredeflefleflefle....?" "Ertu alveg viss um að þetta sé rétt?" -Tek það fram að það var meira segja tilboð á barnamatnum! Jú jú allt rétt. Ég bara fór í baklás á staðnum, alveg eins og fáviti, tuðaði bara eitthvað að ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera, bíddu vantaði ekki hvað, hundrað og fimmtíu kall, leitaði í vösunum þó að ég vissi að þar væri ekki meiri peningur. Kassa gæjinn var farinn að rúlla augunum til samstarfsstúlkunnar, engum datt náttúrulega í hug að opna annan kassa þó að röðin væri orðin löng og dumkopfinn ég að tefja fyrir í þokkabót. Svo sagði hann, ég get bara dregið vörur til baka....svo byrjuðum við að týna til baka þangað til upphæðinni sem ég gat borgað var náð. Oooohhh, óþolandi helvíti að lenda í þessu.

Þetta kom reyndar mjög oft fyrir mig á Íslandi í denn. Þá var mér alveg sama og fannst þetta meira fyndið en hitt. Núna bara fór ég alveg í klessu. Skrítið. Kannski að það sé ekki sama hvernig maður er fyrirkallaður.

laugardagur, maí 28, 2005

Áfram stelpur!

Hryllilega var gaman í gær. Við vorum þegar mest lét held ég bara 18 stelpur hér úti að leika okkur í gærkvöldi. Fórum í brennó og bjóró...hehehe. Þetta verður örugglega endurtekið, kannski förum við í kýló líka og bara fleiri leiki.

Já, stelpur eiga líka að leika sér, á hvaða aldri sem er. Eitthvað annað en mömmó sem við erum í á hverjum degi. Tökum strákana til fyrirmyndar, þeir eru alltaf endalaust að leika sér.

mánudagur, maí 23, 2005

Bros...

Ég held að hin margumrædda Pollýanna sé komin í heimsókn til mín. Lífið er ekkert nema yndislegt. Rigning eða sól, skittirekkimáli. Fjölskylda og vinir, það er málið! Ég tekst brosandi á við þennan dag sem næstu daga...víííí!

laugardagur, maí 21, 2005

Jibbíkóla...

Jæja er ekki bara taka tvö á þetta Júróvisíon? Ég ætla að minnsta kosti að opna rauðvín og borða ís og íslenskt nammi þó að við séum ekki með. Jú jú, frat að við duttum út en óþarfi að fara í fýlu...það gengur bara betur næst hehehe.

Áfram Norge.....þeir eru sko langflottastir!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ahhhh..

Heima er best!

fimmtudagur, maí 05, 2005

Alveg að fara...

Jæja, allt á síðustu stundu fyrir Íslandsferðina. Það er nú bara eins og það á að vera. Það verður skrítið fyrir okkur fjölskylduna að vera svona aðskilin og ég hlakka bara strax til að koma aftur heim í heiðardalinn...hehehe ætli það séu nokkuð til dalir hér í pönnukökulandinu?

Kannski að maður bloggi aðeins frá Íslandi, það er aldrei að vita. Jæja best að drífa sig að pakka og ganga frá síðustu hlutunum.

Hasta la vista!

þriðjudagur, maí 03, 2005

Nu må det være nok!

Í dag tók ég ruslið með mér í hraðbankann og í síðustu viku í Danmark (barnavörubúð). Þetta er náttúrulega bilun!

sunnudagur, maí 01, 2005

Ísland, gamla Ísland

Jæja þá er það frágengið...við HM förum til Íslands á fimmtudaginn í knús- og stuðningsferð. Veitir ekki af þegar alvarleg veikindi eru í fjölskyldunni.