Í stuttu máli...
Jæja, við erum löngu komin úr ferðalaginu. Fórum til Diernæs strandar og leigðum hytte eða kofa. Ferlega fínt bara. Yngri strákurinn varð veikur á leiðinni þangað, fékk 39 stiga hita en var orðinn fínn daginn eftir. Ætli það sé ekki tannatakan sem veldur. Tennur númer sjö og átta eru nefninlega við það að koma upp. Svo afrekaði hann líka að byrja að skríða, þannig að nú er hann sífellt í könnunarleiðangri um alla íbúðina, voða gaman.
Já við vorum ánægð með staðinn og förum örugglega aftur í svona ferð, kannski á annað svæði, bara svona til að sjá meira. Annars var þetta á góðum stað, rétt við landamæri Þýskalands og nýttum við okkur það að sjálfsögðu og skruppum í dagtúr til Flensborgar. Ég bjóst nú ekki við miklu, þannig að borgin sú kom mér á óvart í kósýheitum og fegurð.
Það sem fleira var gert í stuttu máli þetta; farið í Løvens hulle í Odense, slæpast á ströndinni, farið í gókart, billjard, minigolf, "hoppepude", étin pizza í Haderslevi, Sønderborg skoðuð, farið í Sommerland syd, spilað og étið og haft það huggulegt. Held ég sé ekki að gleyma neinu.
Á heimleið varð svo eldri strákurinn veikur og fékk líka 39 stiga hita og ældi greyjið en þetta stóð yfir stutt sem betur fer, hann var orðinn hress tveimur dögum seinna.
Allt í allt, góð ferð sem hristi okkur saman þó stutt væri.
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|