Haust í lofti...
Á meðan Íslandsbúar baða sig í sólargeislum er grátt og blautt hjá okkur Hafnarbúum. Mér finnst það bara mjög fínt, var satt að segja orðin þreytt á þessum hita. Þetta inniveður gefur mér orku og ég er alveg að farast úr dugnaði. Búin að taka þvílíkt í gegn og plana breytingar og punt fyrir veturinn.
Þetta haustveður minnir mann á að stutt er í alvöruhaustið og hversdagslífið fer að taka við. Smári byrjar í skólanum 1. ágúst og Benni þann áttunda og ég einhverntíman um miðjan ágúst. Helgi Magnús fékk stysta sumarfríið, hann byrjaði fyrir viku á vuggestue. Það gengur mjög vel, við erum bara með hann í rólegri aðlögun, fyst við höfum góðan tíma. Ég skildi hann eftir í fyrsta skiptið í dag og skellti mér EIN á Fisketorvet í tvo tíma og eyddi mörgþúsund ímyndunarkrónum í allskonar hluti sem mig vantar.
Yndislegt.
mánudagur, júlí 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|