þriðjudagur, mars 28, 2006

Barnastóll óskast!

Mig vantar svo mikið barnastól á hjólið (barnahjólastól hehehe). Datt í hug að henda inn auglýsingu hér.

Er ekki einhver sem þarf að losa sig við svoleiðis og vill selja mér?

Ég var ekki alveg tilbúin að borga 650 kall fyrir þennan sem fæst út í Amager Center og það var enginn stóll til í Cash and Carrry.

Það sem er helst í fréttum er annars að Smári snéri sig á ökklanum, eða hvað þetta nú heitir og haltrar um allt með hækjur og er stokkbólginn. Þannig að nú er ég nánast einstæð móðir næstu dagana og kannski vikurnar. Það er nú alveg til þess að komast yfir undir venjulegum kringumstæðum en þær eru bara ekki venjulegar núna. To do listinn minn er geðveikt langur og svo er ég að rembast við að hafa tíma til að skrifa ritgerðina sem gengur allt of hægt. En jæja, maður kemst yfir þetta eins og allt annað.

Gamalmenni eiga ekki að spila fótbolta og hana nú!