jæja, bjóst ekki alveg við að nýji mánuðurinn myndi taka á móti mér með veikindadrullu og leiðindum því fylgjandi. við skötuhjúin bæði veik um helgina. svoleiðis er gengur eiginlega ekki þegar engin amma og afi eru til afleysinga til að hugsa um börnin. reddast þó allt að lokum, því maður bara verður!
þá er það mánudagurinn skælbrosandi sem byrjar með tannlæknaheimsókn en vonandi ánægjulegum enda því þá fæ ég líka að vita hvað ég fæ fyrir verkefnið sem ég var allt of sein að byrja á. í framhaldi af því ræðst svo hvort ég byrja strax á lokaverkefninu eða lagfæri hitt. alltaf gaman að hafa smá spennu í lífinu...hmmm.
komst svo að því í dag að risið fyrir ofan íbúðina okkar á íslandi er til sölu og nú eru draumórar regínu farnir ærlega af stað!
sunnudagur, mars 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|