þriðjudagur, júní 27, 2006

jess...ég náði prófinu! Þvílíkur léttir að það sé yfirstaðið. Nú er það bara taka tvö í lokaritgerð og svo verð ég með The AP Degree in Marketing Management í desember...snilld. Vonandi fæ ég einhverja góða vinnu út á það.

Einn gestur farinn og tveir koma á morgun. HM í fótbolta, sumarfrí hjá strákunum og okkur öllum og tralala, allt er skemmtilegt. Væri samt til í að eiga aðeins meiri pening, en það er líka alveg hægt að gera helling fyrir lítinn pening hér í DK.

well, well...chiao í bili.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Ekki er öll vitleysan eins og þessi

hey!
- er einhver ykkar með eldfast mót heima hjá ykkur sem þið kannist ekki við?

Við söknum nefninlega okkar úr páskaveislunni miklu.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Það er nú meira hvað sólin, góður félagsskapur og yndisleg börnin geta gert mig þreytta...en líka svo sæla. Þetta geri ég í sumar á launum frá danska ríkinu með góðri samvisku. Ekki slæmt sumarjobb það!

miðvikudagur, júní 14, 2006

Jæja sit hér í algjörri þögn...strákarnir sofandi, Smári ekki heima og ekkert sjónvarp né útvarp í gangi...næs. Var að koma úr saumaklúbb þar sem umræðurnar snérust að mestu leyti um sjúkdóma og þess háttar. Ég var orðin hrædd um að HM væri bara kominn með heilahimnubólgu af öllu þessu sjúkdómatali. En ég held samt að ég geti verið róleg með það. Hann er reyndar búinn að vera veikur síðan á laugardaginn með voðalegar hitasveiflur, stundum hitalaus og rýkur svo upp í 39. Mér finnst þetta ferlega skrýtið og er að pæla í að hringja í lækninn á morgun, enda er þá kominn sjötti veikindadagurinn. Þetta má alveg fara að lagast núna.

Það er ekki beint stuð að hanga svona inni í þessu Mallorca veðri, þó það hafi eiginlega verið of heitt að vera allan daginn úti. Það var bara ágætt að hafa svolítið skýjað í dag. Við fjölskyldan verðum að vera í fínu formi á laugardaginn í 17.júní stemmningu...vá skrýtið, síðasti 17.júní í Köben....ohhh nú er allt síðasta eitthvað. Það eru ekki nema 6 mánuðir í að við flytjum heim og mér finnst ég ekki alveg tilbúin í það. Mér finnst ég ekki búin að sjá og gera allt sem mig langar og sé ekki alveg fram á að geta keypt allt sem mig langar að taka með mér í gáminn...en sjáum til sjáum til. Þetta hlýtur að reddast eins og alltaf.. ehhaggibara?

mánudagur, júní 12, 2006

Það er alltaf gott að fá góðar fréttir en stundum vekja þær bara fleiri spurningar. Ég var að fá að vita að ekkert sást á röntgenmyndunum sem voru teknar af lungunum. Auðvitað er það mikill léttir en ég þarf samt að fá að vita hvað þetta er sem er að plaga mig. Thank god að ég er hætt að reykja...vá hvað það er allt annað líf. Skil bara ekkert í mér að hafa reykt í 20 ár, fíflalegt alveg. Vonandi á ég ennþá séns.

En Jesús minn hvað það var eitthvað súrrealistiskt að sjá öskubakka til sölu í móttökunni á röntgenmyndatökustofunni!

föstudagur, júní 09, 2006

Jæja, stóra prófið búið og nú er bara að krossleggja fingur...plís að ég hafi náð. Er annars með ágæta tilfinningu fyrir þessu, mér tókst a.m.k. að svara svona 90% af þessu og kannski 10% af því var bull þannig að eru líkurnar ekki bara nokkuð góðar...hmmm? Ohh hvað mér finnst alltaf erfitt að bíða eftir einkunnum. Best að hafa bara nóg að gera í hinu langþráða fríi.....jeeeeeeeesssssssss

Gleðilegt sumar og HM!

fimmtudagur, júní 01, 2006

Hjálp!

Vill einhver vera svo elskulegur að lána mér lapptoppinn sinn í viku?