Jæja sit hér í algjörri þögn...strákarnir sofandi, Smári ekki heima og ekkert sjónvarp né útvarp í gangi...næs. Var að koma úr saumaklúbb þar sem umræðurnar snérust að mestu leyti um sjúkdóma og þess háttar. Ég var orðin hrædd um að HM væri bara kominn með heilahimnubólgu af öllu þessu sjúkdómatali. En ég held samt að ég geti verið róleg með það. Hann er reyndar búinn að vera veikur síðan á laugardaginn með voðalegar hitasveiflur, stundum hitalaus og rýkur svo upp í 39. Mér finnst þetta ferlega skrýtið og er að pæla í að hringja í lækninn á morgun, enda er þá kominn sjötti veikindadagurinn. Þetta má alveg fara að lagast núna.
Það er ekki beint stuð að hanga svona inni í þessu Mallorca veðri, þó það hafi eiginlega verið of heitt að vera allan daginn úti. Það var bara ágætt að hafa svolítið skýjað í dag. Við fjölskyldan verðum að vera í fínu formi á laugardaginn í 17.júní stemmningu...vá skrýtið, síðasti 17.júní í Köben....ohhh nú er allt síðasta eitthvað. Það eru ekki nema 6 mánuðir í að við flytjum heim og mér finnst ég ekki alveg tilbúin í það. Mér finnst ég ekki búin að sjá og gera allt sem mig langar og sé ekki alveg fram á að geta keypt allt sem mig langar að taka með mér í gáminn...en sjáum til sjáum til. Þetta hlýtur að reddast eins og alltaf.. ehhaggibara?
miðvikudagur, júní 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|