Vá hvað ég er þreytt núna. Svo þreytt að mér finnst full þörf á því að blogga um það á heimsnetinu. Ég þrái svo mikið að komast í smá frí. Okkur hjónaleysunum veitir sko ekki af því að fara í smá horny moon ferð . En hvernig fer maður að þegar enginn getur tekið börnin yfir helgi?
Nú er sko mál að linni með þessar framkvæmdir á okkar tæplega 70 fm íbúð. Það er sko ekkert grín að standa í þessu...segi ég sem geri ekkert af þessu, -heldur Smári, duglegi Smári. En það tekur á að hafa allt út um allt vikum og mánuðum saman. Við erum búin að gera ótrúlega margt í íbúðinni síðan við fluttum heim og ekki er allt búið enn. Hjónarúmið er búið að vera í stofunni í nokkra daga núna og því ekki vel sofið sem er ekki ofan á þreytuna bætandi.
Jæja, þetta er nú aldeilis spennandi lesning og ein af þessum færslum sem ég hugsa "til hvers að blogga um þetta" -en geri það samt. Skítt með það! Ég ætla að fá mér bjór í kvöld og hætta að vera með hugann við vinnuna eða heimilið og hitta skemmtilegt fólk. Það er þó tilbreyting og smá frí frá hversdeginum. Ótrúlegt að maður sé alveg kominn í pakkann, "vinna, éta, sofa"....uss það gengur ekki...
föstudagur, október 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|