Jeminn hvað þetta er orðið slappt eitthvað hér! Ég ákvað að pína mig í að blogga eitthvað þó ég haldi að ég hafi ekkert að segja.
Lífið er bara Rúv eins og ég hef sagt áður. Það er svo mikið Rúv að annað er orðið útundan og þá aðallega ég sjálf. Þessi vetur er búinn að vera mjög erfiður en líka mjög lærdómsríkur. Ég held að ég sé að græða á þessu öllu saman þegar upp er staðið. Annars væri nú varla tilgangur með öllu þessu streði. Ég er líka ótrúlega þakklát og ánægð með að fá svona tækifæri og ég ætla mér að nýta það.
Ég hlakka til sumarsins og veit að það verður gott. Ég vona að ég fari nú að hitta vini mína meira í sumar en í vetur. Eða bara héðan í frá...
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|