Ohh hvað það er notalegt að mæta fyrst í vinnuna. Sit hér ein í ró og næði og leyfi deginum hægt og rólega að koma til mín.
Jamm, það stendur til að fara til Hafnar í sumarfríinu. Nú er það komið á hreint að við verðum í fríi frá 11. júlí til og með 10. ágúst.....snilld!
Endilega hafið augu og eyru opin fyrir okkur varðandi íbúð. Við viljum helst skipta að sjálfsögðu en útilokum alls ekki að leigja. Vá hvað ég hlakka til. Ég þori samt ekki að segja Benna fyrr en þetta er alveg 100% pottþétt, helst þegar við erum búin að kaupa flugmiðana. Já við látum sko engar gengishækkanir stoppa okkur!
Annars er bara allt í fínu hjá okkur. Vor í lofti og bara bjart framundan. Ég er í afneitun og bara vil ekki trúa öllu þessu svartsýnistali í efnahagsmálum usss...við höfum það bara gott. Reyndar sé ég ekki fram á að við séum að fara að kaupa stærra þetta árið að óbreyttu. Sjáum til, sjáum til.
En mig langar í hitting...nú fer bráðum að verða legeplads veður vona ég...
miðvikudagur, apríl 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|