miðvikudagur, júlí 16, 2008

Alveg er ótrúlegt hvað tiltektir, þrif og breytingar hafa góð áhrif á sálina, það er eins og hún hreinsist dálítið í leiðinni.

Fyndið, ég var að lesa bloggið mitt langt aftur í tímann og mér finnst ég alltaf vera að endurtaka mig. Það er eins og það sé alltaf eitthvað heilsuátak að hefjast hjá mér í, samviskubitið gerir alltaf reglulega vart við sig, fjölskyldan fer í ferðalög, drengirnir vaxa úr grasi bla bla bla...
En svo er auðvitað miklu meira sem gerist sem ég skrifa bara ekki um sem er alltof persónulegt. En það er gaman að hverfa aftur í tímann og lesa nokkurra ára gömul skrif, það rifjar upp fullt af skemmtilegum minningum. Ég mæli með því.