Jess...þá er ég loksins komin í löngu tímabært sumarfrí (og það er byrjað að rigna!). Helgi Magnús er hættur á leikskólanum sínum og byrjar á nýjum í ágúst. Smári er líka kominn í frí og við ætlum að gifta okkur hjá Sýslumanni á föstudaginn. Brunum svo í sumarbústað í Munaðarnesi og verðum í 2 nætur bara tvö og svo koma strákarnir og við verðum í allt tvær vikur í sveitinni. Tímamót, það er gott að hafa svoleiðis öðru hvoru í lífinu. Ég þoli ekki status quo, ég þarf að hafa breytingar reglulega. Svo kemur haustið með látum og breytingum líka...gaman gaman.
Hér koma svo nokkrar myndir frá síðustu helgi í Húsafelli með góðu fólki og fullt af börnum og frábæru veðri. Myndirnar eru reyndar í öfugri tímaröð en so what...
laugardagur, júlí 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|