Það er svo gaman að eiga þurrkara. Handklæðin eru eins og ný og nú get ég loksins hætt að hengja allan þvottinn á grind í stofunni.
Allt er gott að frétta, við njótum þess að vera enn í fríi og notum tímann til að vera saman, nema þegar Smári er að veiða (pirrrr). Já þetta hjónalíf er hreint ekki slæmt. Ég hlakka samt smá til að fara að vinna, soldið crazy ég veit en þá get ég bara byrjað að hlakka til jólafrísins. Okkur hjónakornunum langar svo mikið til að fara eina helgi til útlanda í vetur, prófa að vera á hóteli í dekri bara tvö ohhh draumur í dós. Það er aldeilis kominn tími á að prófa það eftir 14 ára samband. Nú þá er bara að byrja að spara, gangi okkur vel!
sunnudagur, ágúst 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|