Brot úr degi
vei vei vei...loksins er ég heil. Ég á mitt eigið nýja hjól sem enginn hefur hjólað á nema ég sjálf. Mér finnst ég þvílíkt hafa öðlast frelsi... er ekki lengur háð þessum déskotans metró eða sveittum og andfúlum strætó....yess!!! Ég kýs sko heldur mína eigin svitafýlu eftir heilsusamlegan og hressandi hjólreiðatúr í skólann eða hvert annars sem ég hef þörf fyrir að fara. Þá er bara eftir að græja HM svo hann verði maður með mönnum, farþegi á hjólhesti en ekki hinum fyrrnefndu metró eða strætó. Regngallinn var keyptur í dag, sömuleiðis stígvél og kuldaskór og bara barnastóllinn og hjálmurinn eftir og þá er það komið.
Já, það eru engin smá afrek í gangi. Maður er bara kominn á fullt í pólítíkina...he he he. Ég var að koma af, að sjálfsögðu allt of löngum, íbúafundi kollegísins þar sem kosið var í nefndir og er semsagt orðin fullgildur meðlimur í umhverfisráðinu...hohoho...GÍFURLEGT alveg. Gaman að því.
Að lokum: SAUMÓ HJÁ MÉR MIÐVIKUDAGSKVÖLD KLUKKAN 9.
sjáumst!
þriðjudagur, október 25, 2005
sunnudagur, október 23, 2005
Fríð búið
Úff hvað mér finnst erfitt að haustfríið sé búið. Alvara lífsins tekur við á morgun og ég býst við mánudegi með stóru M-i á morgun. Ég gerði ekki helminginn af því sem ég ætlaði að gera, svona skólalega séð en náði þó að gera slatta hér heima. Við erum búin að vera svolítið að breyta og bæta og þetta er bara allt hið heimilislegasta og allir ánægðari með nýja fyrirkomulagið en það gamla.
Ég fæ alltaf einhvern móral í þessum fríum, finnst að ég ætti að gera eitthvað allt annað en ég er að gera. Fara í ferðalag til dæmis og svona. Það er bara ekki mikið fjárhagslegt svigrúm þegar maður er í námi og málið er bara að sætta sig við það og gera það besta úr því litla sem maður hefur úr að moða. Enda tekst það nú bara með ágætum. Við erum sem betur fer mjög heimakær öll og eigum ekki erfitt með að láta okkur líða vel saman. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er orðin ansi þreytt á kollegíumhverfinu og er farið að dauðlanga til að stinga aðeins af í einhverja krassandi paraferð, engin börn, uppvask eða þvottur.
Það er auðvitað óraunhæft amk í bili. Nú er það skólinn sem tekur allan minn tíma næstu 8 vikurnar eða svo. Ég er að reyna að fyrirbyggja samviskubitið yfir að vanrækja fjölskylduna og heimilið. Vanrækslan verður bætt með jóladúllerí, smákökubakstri, dekri og öðru þvíumlíku í jólafríinu sem mér skilst að byrji um miðjan desember. Vá, hvað það verður geggjaður léttir það frí. Þá verð ég búin með alveg helling af prófum og næ þeim auðvitað öllum með stæl...vona ég.
Jæja, ætli það verði ekki lítið skrifað hér inn næstu vikurnar. Ég hef heldur ekki frá neinu að segja býst ég við og heldur ekki tíma né orku í að vera mikið að blogga.
Bið ykkur bara vel að lifa þangað til næst, en auðvitað heldur maður áfram að kíkja á netið og svona...
Skrifaði Regína klukkan 18:19 |
fimmtudagur, október 13, 2005
Hann Helgi Magnús vill endilega koma á framfæri thøkkum til allra sem komu í afmælisveisluna á sunnudaginn..."takk fyrir frábærar gjafir, nú hef ég loksins skemmtilegt dót til ad leika mér med". Hann er annars búnn ad vera veikur alla vikuna, med vont kvef og hita og er líka ad fá fjóra jaxla sem hefur audvitad sín áhrif. Smári er búinn ad vera fastur heima med hann og ég varla búin ad sjá hann neitt, thví ég er alltaf í skólanum.
Ég sit hér uppí skóla núna og er ad undirbúa mig fyrir munnlegt próf sem verdur i fyrramálid. Djøfull verd ég feginn thegar thad er búid. Madur hefur varla neitt samband vid umheiminn thessa dagana og ætli ad thad verdi ekki bara thannig út thessa ønn. Jæja alltaf gott ad taka tarnir, er thad ekki bara? Sá uppskerir sem sáir...hmmm.
Skrifaði Regína klukkan 15:03 |
fimmtudagur, október 06, 2005
Alveg á kafi
Æ, fyrsti afmælisdagurinn hans Helga Magnúsar leið í gær eins og venjulegur dagur. Ég er alveg á kafi í verkefnavinnu í skólanum og má ekkert vera að því að vera mamma en bæti honum þetta upp á sunnudaginn. Semsagt öllum sem vilja koma í afmæli í Børnerummet klukkan 3 er hér með boðið.
Við skilum þessu hópaverkefni af okkur á mánudaginn og eigum svo að presentera á þriðjudaginn. Hópavinnan er búin að ganga rosalega vel, reyndar hef ég aldrei áður verið í svona góðum hóp. Meira að segja getur vel verið að ég þurfi bara að hætta að segja "ég þoli ekki hópavinnu". Það er líka bara eðalfólk í þessum hóp, þrjár dúndurstelpur, ég, Gyða Íslendingur og Rita frá Litháen.
Nú ætla ég bara að láta verða að því að fara senmma að sofa og taka svo morgundaginn með trompi.
góða nótt mín kæru...
Skrifaði Regína klukkan 19:05 |