Alveg á kafi
Æ, fyrsti afmælisdagurinn hans Helga Magnúsar leið í gær eins og venjulegur dagur. Ég er alveg á kafi í verkefnavinnu í skólanum og má ekkert vera að því að vera mamma en bæti honum þetta upp á sunnudaginn. Semsagt öllum sem vilja koma í afmæli í Børnerummet klukkan 3 er hér með boðið.
Við skilum þessu hópaverkefni af okkur á mánudaginn og eigum svo að presentera á þriðjudaginn. Hópavinnan er búin að ganga rosalega vel, reyndar hef ég aldrei áður verið í svona góðum hóp. Meira að segja getur vel verið að ég þurfi bara að hætta að segja "ég þoli ekki hópavinnu". Það er líka bara eðalfólk í þessum hóp, þrjár dúndurstelpur, ég, Gyða Íslendingur og Rita frá Litháen.
Nú ætla ég bara að láta verða að því að fara senmma að sofa og taka svo morgundaginn með trompi.
góða nótt mín kæru...
fimmtudagur, október 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|