Fríð búið
Úff hvað mér finnst erfitt að haustfríið sé búið. Alvara lífsins tekur við á morgun og ég býst við mánudegi með stóru M-i á morgun. Ég gerði ekki helminginn af því sem ég ætlaði að gera, svona skólalega séð en náði þó að gera slatta hér heima. Við erum búin að vera svolítið að breyta og bæta og þetta er bara allt hið heimilislegasta og allir ánægðari með nýja fyrirkomulagið en það gamla.
Ég fæ alltaf einhvern móral í þessum fríum, finnst að ég ætti að gera eitthvað allt annað en ég er að gera. Fara í ferðalag til dæmis og svona. Það er bara ekki mikið fjárhagslegt svigrúm þegar maður er í námi og málið er bara að sætta sig við það og gera það besta úr því litla sem maður hefur úr að moða. Enda tekst það nú bara með ágætum. Við erum sem betur fer mjög heimakær öll og eigum ekki erfitt með að láta okkur líða vel saman. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er orðin ansi þreytt á kollegíumhverfinu og er farið að dauðlanga til að stinga aðeins af í einhverja krassandi paraferð, engin börn, uppvask eða þvottur.
Það er auðvitað óraunhæft amk í bili. Nú er það skólinn sem tekur allan minn tíma næstu 8 vikurnar eða svo. Ég er að reyna að fyrirbyggja samviskubitið yfir að vanrækja fjölskylduna og heimilið. Vanrækslan verður bætt með jóladúllerí, smákökubakstri, dekri og öðru þvíumlíku í jólafríinu sem mér skilst að byrji um miðjan desember. Vá, hvað það verður geggjaður léttir það frí. Þá verð ég búin með alveg helling af prófum og næ þeim auðvitað öllum með stæl...vona ég.
Jæja, ætli það verði ekki lítið skrifað hér inn næstu vikurnar. Ég hef heldur ekki frá neinu að segja býst ég við og heldur ekki tíma né orku í að vera mikið að blogga.
Bið ykkur bara vel að lifa þangað til næst, en auðvitað heldur maður áfram að kíkja á netið og svona...
sunnudagur, október 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|