þriðjudagur, október 25, 2005

Brot úr degi

vei vei vei...loksins er ég heil. Ég á mitt eigið nýja hjól sem enginn hefur hjólað á nema ég sjálf. Mér finnst ég þvílíkt hafa öðlast frelsi... er ekki lengur háð þessum déskotans metró eða sveittum og andfúlum strætó....yess!!! Ég kýs sko heldur mína eigin svitafýlu eftir heilsusamlegan og hressandi hjólreiðatúr í skólann eða hvert annars sem ég hef þörf fyrir að fara. Þá er bara eftir að græja HM svo hann verði maður með mönnum, farþegi á hjólhesti en ekki hinum fyrrnefndu metró eða strætó. Regngallinn var keyptur í dag, sömuleiðis stígvél og kuldaskór og bara barnastóllinn og hjálmurinn eftir og þá er það komið.

Já, það eru engin smá afrek í gangi. Maður er bara kominn á fullt í pólítíkina...he he he. Ég var að koma af, að sjálfsögðu allt of löngum, íbúafundi kollegísins þar sem kosið var í nefndir og er semsagt orðin fullgildur meðlimur í umhverfisráðinu...hohoho...GÍFURLEGT alveg. Gaman að því.

Að lokum: SAUMÓ HJÁ MÉR MIÐVIKUDAGSKVÖLD KLUKKAN 9.

sjáumst!