Verkefnið á næstum því hug min allan. En ég nýt þess líka að vera með fjölskyldunni. Benni er nýbúinn að vera veikur og HM með hita núna og búinn að gubba...litla greyjið. Þannig að hér er allt í rólegheitum og kannski ágætt að það sé einmitt rigning úti í dag, þá erum við amk ekki að missa af sólinni. Benni er að fara í tveggja daga hyttetur með skólanum á morgun, djöfull væri ég til í það.
Ég er ekki mikið að blogga því það er ekki frá miklu að segja eiginlega. Það snýst allt um skólann og heimflutning og bara gráan hversdagsleikann sem er reyndar ekki svo grár nema þá í veðrinu. Ég finn að ég er undir tímapressu og þá vil ég nota tímann eins vel og hægt er svo að við náum nú örugglega að halda planinu.
sunnudagur, ágúst 27, 2006
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Jibbí...þá er ég búin að landa samningnum. Lokaverkefnið mitt verður skrifað fyrir Ice Travel sem er lítil íslensk ferðaskrifstofa hér í bæ. Spennandi og gaman að geta loksins hafist handa. Þá fer að sjá fyrir endanum á þessari blessuðu skólagöngu í bili. Og heimferðin nálgast, oh my god það eru ekki nema ca fjórir og hálfur mánuður í þetta. Svo margt sem þarf að gera og pæla...dísus ég er búin að vera í nettu raunveruleikasjokki yfir þessu öllu saman. En það er best að reyna að leggja það allt saman á hilluna á meðan við erum að klára skólana okkar við skötuhjúin. Tek einn dag í einu.
Skrifaði Regína klukkan 13:03 |
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Á einhver ykkar nágranna minna Draumalandið eftir Andra Snæ og vill lána mér? Ég bara verð að lesa þessa bók!
Skrifaði Regína klukkan 16:53 |
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
andsk..djöf...helv...mér gengur ekkert að hætta að reykja...argggg!!!
SKAMM SKAMM Regína!
Skrifaði Regína klukkan 13:05 |
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Svo var smá dekur í gær þegar ég keypti mér ýmislegt stelpudót í HM...ohh það er bara alveg nauðsynlegt. Ekki nóg með það, heldur er ég í þriðja skiptið að lesa um hann Dalai Lama, bók sem heitir Leiðin til lífshamingu. Það er bara alveg endurnærandi að lesa þessa bók og mig þyrstir alveg í að lesa bækurnar hans. Það er sko alveg víst að þær hjálpa mikið á göngunni.
Skrifaði Regína klukkan 11:27 |
laugardagur, ágúst 12, 2006
föstudagur, ágúst 11, 2006
Það var ekki alveg planað að gærkveldið endaði í faðmlögum við klósettskálina. Ekki heldur að ég kæmist ekki með HM á vuggestue af því að það rignir og engin regnföt til á heimilinu. En þetta verður samt frábær dagur því það er bara svo gaman að vera til...víííí
(hér átti að vera mynd af fiðrildi)
Ég er eiginlega hálffeimin við þessa hamingju en ég held fast í hana því annars getur hún bara horfið.
Skrifaði Regína klukkan 07:27 |
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
ókei...nú er það alvara lífsins sem er tekin við af kærulausu sumarfríi. Allt í gangi bara, brjálað að gera. Ég skrifaði til dæmis TO DO lista í morgun....alveg ógeðslega langan en komst varla yfir helminginn af honum svo ég er eitthvað áfram bissí.
Góðar fréttir í gær...það er kominn íslenskur strákur í bekkinn hans Benna, this might be the beginning of a beautiful friendship.
Svo er bara allt annað gott. Ég er virkilega hamingjusöm þessa daganna. Ég veit ekki nákvæmlega af hverju en þetta bara gerist einhvernvegin innanfrá. Ég ætla ekkert að velta því fyrir mér...bara að njóta í botn. Mér finnst eins og hamingjan geti orðið meiri og meiri með hverjum deginum. Það er frábær tilfinning. Fiðrildi í maganum.
Á morgun legg ég svo af stað í fjallgöngu...í víðasta skilningi þess orðs. Ég veit ekki hvað hún er löng en það skiptir ekki máli því ég veit að toppurinn er efstur og að ég kemst þangað á endanum ef ég gefst ekki upp.
Skrifaði Regína klukkan 19:59 |