Verkefnið á næstum því hug min allan. En ég nýt þess líka að vera með fjölskyldunni. Benni er nýbúinn að vera veikur og HM með hita núna og búinn að gubba...litla greyjið. Þannig að hér er allt í rólegheitum og kannski ágætt að það sé einmitt rigning úti í dag, þá erum við amk ekki að missa af sólinni. Benni er að fara í tveggja daga hyttetur með skólanum á morgun, djöfull væri ég til í það.
Ég er ekki mikið að blogga því það er ekki frá miklu að segja eiginlega. Það snýst allt um skólann og heimflutning og bara gráan hversdagsleikann sem er reyndar ekki svo grár nema þá í veðrinu. Ég finn að ég er undir tímapressu og þá vil ég nota tímann eins vel og hægt er svo að við náum nú örugglega að halda planinu.
sunnudagur, ágúst 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|