mánudagur, nóvember 20, 2006

Jæks! Þá er vörnin á morgun og ég er að undirbúa mig. Ég get ekki beðið, ég hlakka bara til! Ég vona bara að það sé ekki vonds viti, ef það er hægt að orða það þannig. Svo getur alveg verið að stressið komi í kvöld eða í fyrramálið. Ég er bara búin að vera með nett kæruleysi í gangi, eins gott að það hafi borgað sig frekar en hitt! Ég er komin með algjört ógeð á að vera í skóla. Ég hlakka svo til að fara að vinna. Svo er týpískt að þegar ég er búin að vera að vinna í einhvern tíma, langi mig aftur í skóla...But anywho, ef allt gengur vel þá verð ég semsagt komin með The AP Degree in Marketing Management á morgun, ætli það heiti ekki diploma í markaðsfræði á íslensku. Vantar ekki akkúrat svoleiðis fólk á vinnumarkaðinn á Íslandi hmmmm...?