laugardagur, september 15, 2007

Æ er þetta veðrið eða bara almenn þreyta? Mér líður eins og undinni tusku, það er akkúrat engin orka eftir. Ég vil bara kúra undir sæng og dotta yfir sjónvarpinu forever. Iss, en jæja mér tókst samt sem áður að taka til, ryksuga og þrífa baðherbergið. Ég á líka afskaplega bágt með að slappa af með skítinn í kringum mig. Ég hef sagt það áður og segi það aftur; það vantar þriðja daginn í helgina. Hvernig á maður að ná að þrífa, gera eitthvað með börnunum og makanum og liggja í leti og gera það sem maður náði ekki að gera í vikunni og heimsækja vini og ættingja eða fá þá í heimsókn á tveimur dögum? Ómögulegt.
Var að hugsa (ótrúlegt en satt!) hvort það væri ekki tilvalið að halda DK partý svona eins og aðra helgi í október? Ætli myntan í garðinum mínum verði nokkuð orðin ónýt?