Já, jæja það er ekki mikið bloggað þessa dagana hjá mér. Enda er ég öll í því að lenda og aðlagast nýju vinnunni. Þetta leggst allt saman vel í mig. Lifandi vinnustaður, fjölbreytt verkefni og gott fólk. Það er virkilega gaman að fá að kynnast þessu, hvernig sjónvarpið er á bak við tjöldin. Til dæmis var ég í spurningaliði í dag þegar var verið að æfa nýja spurningaþáttinn sem verður í beinni á föstudagskvöldum. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Það er svo skrítið að mér finnst á einhvern furðulegan hátt eins og ég hafi alltaf verið að vinna þarna. Mér líður eins og ég sé loksins komin "heim". Þetta er eitthvað "meant to be" dæmi. Furðulegt og gaman : )
föstudagur, september 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|