Jahérna bara komin ein enn helgin og jeminn hvað veðrið er fallegt. Ég er heima í dag með HM því það er starfsdagur á leikskólanum svo við fórum aðeins út áðan að njóta veðursins...lovely!
Það er alltaf sama sagan með mig...togstreitan með frítímann og þrifin...bleeeöö. Er nú samt að hugsa um að bíta á jaxlinn, bretta upp ermar og spíta í lófana og drífa í þessu helvíti, -þá verður það búið og ekki hægt að hugsa um það meir...þangað til næsti skítur þarfnast þrifnaðar and so on and so on. Eða æ nei ég veit það ekki, ég NENNI ekki að þrífa....ohhhh! Ætlaði bara aðeins að blogga fyrst.
Verð að segja að eitt fer hrikalega í taugarnar á mér þessa dagana. Þessi umræða um ástandið í miðbænum, löggan vill loka stöðunum fyrr og færa þá sem yrðu opnir lengur úr miðbænum! Hvaða djöfulsins rugl er það? Heldur maðurinn (lögreglustjóri Rvk.) virkilega að það sé eitthvað betra? Að það breyti einhverju nema kannski að færa hluta af liðinu eitthvað annað? Svo þetta með bjórkælinn...það var náttúrulega ekkert annað en kjánaskapur hjá borgarstjóranum. og bæðevei ótrúleg völd sem felast í því að geta fyrirskipað svonanokkuð! En er ekki best að greina vandann aðeins betur og reyna svo að ráðast að rótum hans frekar en að blása á reykinn? Vandamálið er auðvitað samfélagslegt, sálfræðilegt. Vandamálið er allur þessi fjöldi fólks sem sér sig knúið til þess að drekka sig fullt og/eða dópa sig og jafnvel nauðga og berja, brjótast inn og ég veit ekki hvað og hvað helgi eftir helgi og dag eftir dag. Af hverju? Jú væntanlega vegna þess að þeim finnst annars lífið óbærilegt, það verður að deyfa sig með áfengi eða dópi til þess að meika veruleikann, komast í gegnum daginn, nóttina, helgina, vikuna, mánuðinn, árin. Þetta er kjarni málsins! opnunartími skemmtistaða hefur akkúrat ekkert með þetta að gera. Skemmtistaðirnir eru bara að svara eftirspurn markaðarins. Eftirspurnin minnkar ekkert þó að skemmtistaðir breyti opnunartímum eða færist annað. Ef fólk ætlar að drekka, dópa og skemmta sér, þá gerir það það. Ef yfirvöld vilja virkilega gera eitthvað í þessu þurfa þau að spyrja sig að því hvað veldur þessari hegðun. Skoða svo hvað hægt er að gera í málinu. Það er greinilegt að það er eitthvað að. Af hverju talar enginn um þetta?
Pjúff...þá er það komið út! Anyways....ég verð einstæð móðir allan daginn á morgun og eitthvað fram á kvöld svo að ég er mjög til í einhver mannleg samskipti anyone?
|