Gott á mig!
Var að koma úr fýluferð alla leið niðrá Islandsbrygge. Við ætluðum að fara að skoða vöggustofuna hans HMs en það var ekki búið að opna hana. Þetta kostaði mikla göngu í grenjandi rigningu. Stákarnir héldu svo áfram í aðra fýluferð í bíó, ætluðu á Star Wars en hún var svo ekki sýnd fyrr en eftir tvo og hálfan tíma, þannig að þeir fengu sér bara sjeik og komu svo heim. Ég ákvað að labba heim og fékk út úr þessu hinn ágætasta göngutúr í skítaveðri.
Það besta við svona fýluferðir er að koma heim aftur...ahhh og fá sér kaffibolla og hlýja sér aðeins undir teppi.
P.S. Fíla eða fýla...hmmm fýla held ég.
fimmtudagur, júní 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|