miðvikudagur, júní 01, 2005

oj...

Grár dagur og ég læt mér leiðast. Kem engu í verk enda heilinn bara hálfvirkur út af svefntruflunum.

Sá litli vaknaði oft í nótt eins og undanfarnar nætur. Nú á að fara að taka á honum stóra sínum og gera eitthvað í málunum. Samkvæmt fræðunum á barn á hans aldri að geta sofið í gegnum nóttina í 11 til 12 tíma. Vá, ef það væri hægt væri ég önnur manneskja. Skrítið hvað maður venst þessu samt ótrúlega.

Ég er hætt að gefa honum brjóst á næturna og á daginn, hann sem sagt fær bara brjóst á morgnana og á kvöldin. Hann virðist bara vera sáttur við þetta sem betur fer. Spurning að fara að grípa til aðgerða og leggja í prógramm til að hann læri að sofna sjálfur, þá á hann að fara að sofa í gegnum nóttina líka.

Það er örugglega best að drífa bara í þessu áður en hann fer að geta sest eða staðið upp í rúminu og hvað þá áður en hann fer að tala. Frekar er ég til í að leggja á mig nokkur erfið kvöld og nætur en að halda þessu áfram endalaust. Við verðum að fá að sofa á næturna sérstaklega þegar ég er byrjuð í skólanum. Svo er auðvitað betra fyrir barnið sjálft að fá almennilega hvíld og djúpan svefn.

Legg málið í nefnd og fundinn verður heppilegur tími í prógrammið sem fyrst.