fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Fjúff...erfið vika maður. Er búin að vinna 11 til 12 tíma alla daga því ég hef verið að fara í Sjónvarpið eftir hina vinnuna til að fá smá kennslu í nýja starfinu. Eeeen á morgun er föstudagur og men ó men hvað ég er ánægð með það. Ég sit hérna við tölvuna og get varla pikkað rétt inn út af þreytu og er líka að borða popp. Ég er búin að vera mjög dugleg á danska mataræðinu og veit að granna ég er smám saman að koma í ljós ;) Ókei poppið er ekki part af programmet en skítt með það. Reglur eru til þess að gera undantekningar. Ég held að þetta verði frábær helgi og ég ætla að byrja hana á því á morgun að halda upp á að ég sé að hætta í vinnunni minni og byrja í annari..veiii. Á laugardaginn er planið að kaupa eitthvað af fötum. Maður getur nú ekki verið í gömlum lörfum í nýrri vinnu, það bara passar ekki. Svo á sunnudaginn á ég von á fullt af frændfólki til mín í súpu.