Þetta eru voðalega skrítnir dagar. Ég má ekkert reyna á mig en á samt voðalega erfitt með að gera ekki neitt. Ég reyni að gera eitthvað til að tapa ekki geðheilsunni. Er búin að lesa nýja Arnald til dæmis. Kláraði hana reyndar á tveimur dögum á spítalanum. Voðalega fannst mér lítið varið í hana, ég var búin að fatta plottið í miðri bókinni. Núna er ég að lesa Dan Brown sem mér finnst mun betri og svei mér þá barasta spennandi og skítsæmileg. Svo er ég með krossgátublað í gangi líka og er meira að segja loksins byrjuð að skrifa söguna sem ég er búin að vera á leiðinni a skrifa í mörg ár. Stundum er ég samt frekar einmana og lítil í mér. Æ, ég nenni samt ekki að vera að vorkenna mér. Ég hef það nú bara mjög gott þegar allt kemur til alls. Það koma bara móment svona af og til.
Hmm...þarf að fara að setja inn myndir af hvolpinum Mola og Helga Magnúsi með nýja drengjakollinn sinn. Bara að ég fyndi fjandans snúruna...
|